Stærsta fjós landsins á lengd við fótboltavöll Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2015 21:45 Stærsta fjós Íslands rís nú á Mýrum við Hornafjörð. Fjósbyggingin verður álíka löng og fótboltavöllur að löggiltri keppnisstærð og kýrnar munu mjólka samtals yfir fimmþúsund lítra á dag. Þeir sem aka hringveginn vestan Hornafjarðar þessa dagana reka eflaust margir upp stór augu að sjá ferlíkið rétt við þjóðveginn. Smíðin hófst í apríl í vor og þarna starfa nú um þrjátíu manns við framkvæmdirnar. Límtrésbyggingin, sem kemur frá Flúðum, verður hálfur hektari að stærð, eða 4.700 fermetrar að grunnfleti, 106 metra löng og 39 metra breið, og lofthæðin þrettán metrar.Fjósið verður 106 metra langt og lofthæðin 13 metrar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Inni verður rými fyrir 300 kýr, þar af 240 mjólkandi. Gert er ráð fyrir fjórum mjaltaþjónum, sem hver annar um sextíu kúm. Byggingarstjórinn, Hornfirðingurinn Birkir Birgisson, kveðst í samtali við Stöð 2 telja víst að þetta verði stærsta fjós landsins. Spurður hvernig fólki lítist á að fá svona risabyggingu í sveitina svarar Birkir: „Bara vel, held ég.“ Aðstæður gerast vart betri á landinu til kúabúskapar; á jörðinni Flatey á Mýrum er flæmi af rennisléttum túnum en forðum var þarna graskögglaverksmiðja, sem fyrirtækið Lífsval breytti í kúabú. Eftir að það félag fór í þrot eftir hrun keypti útgerðarfélagið Skinney-Þinganes eignina af Landsbankanum. Í stað þess að leggja árar í bát var stefnt á að tvöfalda mjólkurframleiðsluna frá því sem nú er, fara úr einni milljón lítra og stefna á tvær milljónir lítra á ári. Að sögn Birkis er stefnt að því að nýja fjósið verði tilbúið fyrir jól. Tengdar fréttir 150 kýr komnar í graskögglaverksmiðju Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag. 15. janúar 2010 18:45 Útgerðarfélag í kúabúskap Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur keypt mjólkurkvóta upp á hálfa milljón lítra á ári ásamt hundrað kúm og stórri jörð við Hornafjörð. Um leið lýkur kúabúskap Landsbankans. Um er að ræða jörðina Flatey við Hornafjörð, sem var í eigu Lífsvals, en Landsbankinn hafði að mesrtu leyst eignir félgsins til sín, og rak því óbeint kúabúskap þar. 25. október 2013 13:17 Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta gerir bankinn vegna vanskila á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 20. október 2011 06:00 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Stærsta fjós Íslands rís nú á Mýrum við Hornafjörð. Fjósbyggingin verður álíka löng og fótboltavöllur að löggiltri keppnisstærð og kýrnar munu mjólka samtals yfir fimmþúsund lítra á dag. Þeir sem aka hringveginn vestan Hornafjarðar þessa dagana reka eflaust margir upp stór augu að sjá ferlíkið rétt við þjóðveginn. Smíðin hófst í apríl í vor og þarna starfa nú um þrjátíu manns við framkvæmdirnar. Límtrésbyggingin, sem kemur frá Flúðum, verður hálfur hektari að stærð, eða 4.700 fermetrar að grunnfleti, 106 metra löng og 39 metra breið, og lofthæðin þrettán metrar.Fjósið verður 106 metra langt og lofthæðin 13 metrar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Inni verður rými fyrir 300 kýr, þar af 240 mjólkandi. Gert er ráð fyrir fjórum mjaltaþjónum, sem hver annar um sextíu kúm. Byggingarstjórinn, Hornfirðingurinn Birkir Birgisson, kveðst í samtali við Stöð 2 telja víst að þetta verði stærsta fjós landsins. Spurður hvernig fólki lítist á að fá svona risabyggingu í sveitina svarar Birkir: „Bara vel, held ég.“ Aðstæður gerast vart betri á landinu til kúabúskapar; á jörðinni Flatey á Mýrum er flæmi af rennisléttum túnum en forðum var þarna graskögglaverksmiðja, sem fyrirtækið Lífsval breytti í kúabú. Eftir að það félag fór í þrot eftir hrun keypti útgerðarfélagið Skinney-Þinganes eignina af Landsbankanum. Í stað þess að leggja árar í bát var stefnt á að tvöfalda mjólkurframleiðsluna frá því sem nú er, fara úr einni milljón lítra og stefna á tvær milljónir lítra á ári. Að sögn Birkis er stefnt að því að nýja fjósið verði tilbúið fyrir jól.
Tengdar fréttir 150 kýr komnar í graskögglaverksmiðju Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag. 15. janúar 2010 18:45 Útgerðarfélag í kúabúskap Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur keypt mjólkurkvóta upp á hálfa milljón lítra á ári ásamt hundrað kúm og stórri jörð við Hornafjörð. Um leið lýkur kúabúskap Landsbankans. Um er að ræða jörðina Flatey við Hornafjörð, sem var í eigu Lífsvals, en Landsbankinn hafði að mesrtu leyst eignir félgsins til sín, og rak því óbeint kúabúskap þar. 25. október 2013 13:17 Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta gerir bankinn vegna vanskila á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 20. október 2011 06:00 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
150 kýr komnar í graskögglaverksmiðju Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag. 15. janúar 2010 18:45
Útgerðarfélag í kúabúskap Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur keypt mjólkurkvóta upp á hálfa milljón lítra á ári ásamt hundrað kúm og stórri jörð við Hornafjörð. Um leið lýkur kúabúskap Landsbankans. Um er að ræða jörðina Flatey við Hornafjörð, sem var í eigu Lífsvals, en Landsbankinn hafði að mesrtu leyst eignir félgsins til sín, og rak því óbeint kúabúskap þar. 25. október 2013 13:17
Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta gerir bankinn vegna vanskila á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 20. október 2011 06:00