Sýrland Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 5. september 2015 11:09 Mörgum sinnum á ári dúkkar upp málefni sem yfirgnæfir alla umræðu á Íslandi. Það getur verið umræða um kaup á nýrnatæki eða hneykslunaralda vegna þess að einhver leggur ítrekað í tvö bílastæði. Þetta er ekkert séríslenskt. Svona er þetta alls staðar í heiminum hvort sem staðir eru litlir eða stórir, ríkir eða fátækir. Það er enginn eðlismunur á því hvernig umræðuefni rísa og hníga í heilu landi eða í litlu kaffisamsæti. Við erum orðin vön þessu. Það er beinlínis spilað inn á þetta. Góðum málefnum er sinnt með árveknisátökum. Það eru blásnir upp hoppukastalar eða hlaupin maraþon til að beina athyglinni í stutta stund að góðu málefni. Markmiðið er „að vekja fólk til umhugsunar“ og svo þegar það er búið þurfa hin góðu málefni að fara aftast í röðina og bíða þolinmóð eftir plássi í næstu umferð í umræðuefnahringekjunni. Ég hugleiði þetta vegna þess sem hefur verið mest í umræðunni undanfarna viku. Flóttamannaneyðin. Frá Sýrlandi streyma allir sem hafa til þess einhver ráð. Sýrland er eins og Bosnía 1993. Þar hafa hlið vítis opnast. Landið er klofið og þrír ofbeldisfullir hópar berast á banaspjótum og beita ógeðslegum aðferðum eins og efnavopnum og nauðgunum. Straumur flóttamanna mun aðeins aukast. Sumir munu deyja á landamærunum, sumir í vöruflutningalestum eða sökkvandi skipum en ekkert mun stöðva strauminn. Þetta er hið viðvarandi ástand og á sama tíma og land eins og Kanada, sem hefur langa sögu af stuðningi við flóttamenn, stígur á bremsurnar þá er sjálfssprottið íslenskt átak að vekja heimsathygli. Það eina sem ég vildi sagt hafa er að ég styð þetta átak af svo miklum móð að ég óska þess að það geri meira en að vekja fólk til umhugsunar. Ég óska þess að það öðlist meira en 15 mínútur árveknisfrægðar áður en fólk fer að hugsa um næsta mál. Höldum því á dagskrá, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og bjóða fram aðstoð og hættum ekki fyrr en samþykkt hefur verið að taka á móti margfalt fleiri flóttamönnum en upphaflega var ráðgert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum sinnum á ári dúkkar upp málefni sem yfirgnæfir alla umræðu á Íslandi. Það getur verið umræða um kaup á nýrnatæki eða hneykslunaralda vegna þess að einhver leggur ítrekað í tvö bílastæði. Þetta er ekkert séríslenskt. Svona er þetta alls staðar í heiminum hvort sem staðir eru litlir eða stórir, ríkir eða fátækir. Það er enginn eðlismunur á því hvernig umræðuefni rísa og hníga í heilu landi eða í litlu kaffisamsæti. Við erum orðin vön þessu. Það er beinlínis spilað inn á þetta. Góðum málefnum er sinnt með árveknisátökum. Það eru blásnir upp hoppukastalar eða hlaupin maraþon til að beina athyglinni í stutta stund að góðu málefni. Markmiðið er „að vekja fólk til umhugsunar“ og svo þegar það er búið þurfa hin góðu málefni að fara aftast í röðina og bíða þolinmóð eftir plássi í næstu umferð í umræðuefnahringekjunni. Ég hugleiði þetta vegna þess sem hefur verið mest í umræðunni undanfarna viku. Flóttamannaneyðin. Frá Sýrlandi streyma allir sem hafa til þess einhver ráð. Sýrland er eins og Bosnía 1993. Þar hafa hlið vítis opnast. Landið er klofið og þrír ofbeldisfullir hópar berast á banaspjótum og beita ógeðslegum aðferðum eins og efnavopnum og nauðgunum. Straumur flóttamanna mun aðeins aukast. Sumir munu deyja á landamærunum, sumir í vöruflutningalestum eða sökkvandi skipum en ekkert mun stöðva strauminn. Þetta er hið viðvarandi ástand og á sama tíma og land eins og Kanada, sem hefur langa sögu af stuðningi við flóttamenn, stígur á bremsurnar þá er sjálfssprottið íslenskt átak að vekja heimsathygli. Það eina sem ég vildi sagt hafa er að ég styð þetta átak af svo miklum móð að ég óska þess að það geri meira en að vekja fólk til umhugsunar. Ég óska þess að það öðlist meira en 15 mínútur árveknisfrægðar áður en fólk fer að hugsa um næsta mál. Höldum því á dagskrá, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og bjóða fram aðstoð og hættum ekki fyrr en samþykkt hefur verið að taka á móti margfalt fleiri flóttamönnum en upphaflega var ráðgert.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun