Þola ekki umsóknina Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 22. mars 2015 19:03 Hið sérkennilega mál í kringum uppsagnarbréfið /könnunarbréfið/ slitabréfið/ núllstillingarbrefið, eða hvað nú skal kalla bréfið sem utanríkisráðherra Íslands sendi ESB um fyrir skömmu sýnir fyrst og fremst eftirfarandi: Ríkisstjórn Íslands er notuð sem verkfæri í höndum pínulítils hóps manna sem getur ekki þolað þá staðreynd að aðildarumsókn Íslands að ESB sé til yfirhöfuð. Þess vegna er öllum meðulum beitt til þess að eyðileggja umsóknina og allt sem henni tengist. Á sama tíma hafa þeir flokkar sem standa að ríkisstjórninni gjörsamlega tapað trúverðugleikanum í málinu með því að svíkja blákalt þau loforð sem gefin voru fyrir kosningar um að leyfa þjóðinni að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort halda eigi áfram samningaviðræðum við ESB. Meira að segja sagði utanríkisráðherra það í viðtali í þættinum í Eyjunni á Stöð tvö að beinlínis hefði verið samið um það eftir kosningar af fulltrúum flokkanna að standa ekki við gefin loforð. Það er svo greinilegt að það stóð aldrei til að halda neina þjóðaratkvæðagreiðslu. Er hægt að hugsa sér meiri vanvirðingu gagnvart kjósendum? Sami utanríkisráðherra lét þau orð falla á sínum tíma að hann vonaðist til þess að Ísland gengi aldrei í Evrópusambandið. Í Kastljósi þann 18. mars síðastliðinn sagði hann einnig að ,,allt væri í báli og brandi í Evrópusambandinu, ekki bara efnahagslega, heldur á öllum sviðum." Þetta eru staðlausir stafir, en vissulega glímir Evrópa við ákveðin vandamál, rétt eins og margar aðrar þjóðir, meðal annars Íslendingar. Á sama tíma segist utanríkisráðherra ekki óska ESB neins ills og talar fjálglega um það hvað Evrópusambandið sé nú mikilvægur viðskiptaaðili Íslands og hann voni að álfan rétti úr kútnum. Hvernig á að skilja svona tvískinnungsmálflutning? Það er að mínu mati ekki hægt að hafa utanríkisráðherra sem talar á þessum nótum um vinaþjóðir okkar. Sennilega er skýringanna að leita í einhvers konar djúpstæðri fyrirlitningu á Evrópusambandinu og því sem það stendur fyrir. Það dylst engum sem fylgist með Evrópumálum að til dæmis flestir áhrifamenn innan Framsóknarflokksins láta í ljósi með reglulegum hætti djúpa andúð sína á Evrópusambandinu. Meðal annars sagði Vigdís Hauksdóttir fyrir skömmu að Íslendingar myndu ,,taka niður fyrir sig" með því að ganga í Evrópusambandið. Kjarni málsins er þessi: Lítill hópur harðra ESB-andstæðinga þolir ekki tilvist aðildarumsóknarinnar og vill gera allt til þess að koma henni fyrir kattarnef eins og sagt er. Hvað sem það kostar. Þessi sami hópur vill á sama tíma ekki leyfa þjóðinni að kjósa um framhald málsins og það er forræðishyggja. Gerum kröfu um að lýðræðið sé virt, sem og kosningaloforð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Hið sérkennilega mál í kringum uppsagnarbréfið /könnunarbréfið/ slitabréfið/ núllstillingarbrefið, eða hvað nú skal kalla bréfið sem utanríkisráðherra Íslands sendi ESB um fyrir skömmu sýnir fyrst og fremst eftirfarandi: Ríkisstjórn Íslands er notuð sem verkfæri í höndum pínulítils hóps manna sem getur ekki þolað þá staðreynd að aðildarumsókn Íslands að ESB sé til yfirhöfuð. Þess vegna er öllum meðulum beitt til þess að eyðileggja umsóknina og allt sem henni tengist. Á sama tíma hafa þeir flokkar sem standa að ríkisstjórninni gjörsamlega tapað trúverðugleikanum í málinu með því að svíkja blákalt þau loforð sem gefin voru fyrir kosningar um að leyfa þjóðinni að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort halda eigi áfram samningaviðræðum við ESB. Meira að segja sagði utanríkisráðherra það í viðtali í þættinum í Eyjunni á Stöð tvö að beinlínis hefði verið samið um það eftir kosningar af fulltrúum flokkanna að standa ekki við gefin loforð. Það er svo greinilegt að það stóð aldrei til að halda neina þjóðaratkvæðagreiðslu. Er hægt að hugsa sér meiri vanvirðingu gagnvart kjósendum? Sami utanríkisráðherra lét þau orð falla á sínum tíma að hann vonaðist til þess að Ísland gengi aldrei í Evrópusambandið. Í Kastljósi þann 18. mars síðastliðinn sagði hann einnig að ,,allt væri í báli og brandi í Evrópusambandinu, ekki bara efnahagslega, heldur á öllum sviðum." Þetta eru staðlausir stafir, en vissulega glímir Evrópa við ákveðin vandamál, rétt eins og margar aðrar þjóðir, meðal annars Íslendingar. Á sama tíma segist utanríkisráðherra ekki óska ESB neins ills og talar fjálglega um það hvað Evrópusambandið sé nú mikilvægur viðskiptaaðili Íslands og hann voni að álfan rétti úr kútnum. Hvernig á að skilja svona tvískinnungsmálflutning? Það er að mínu mati ekki hægt að hafa utanríkisráðherra sem talar á þessum nótum um vinaþjóðir okkar. Sennilega er skýringanna að leita í einhvers konar djúpstæðri fyrirlitningu á Evrópusambandinu og því sem það stendur fyrir. Það dylst engum sem fylgist með Evrópumálum að til dæmis flestir áhrifamenn innan Framsóknarflokksins láta í ljósi með reglulegum hætti djúpa andúð sína á Evrópusambandinu. Meðal annars sagði Vigdís Hauksdóttir fyrir skömmu að Íslendingar myndu ,,taka niður fyrir sig" með því að ganga í Evrópusambandið. Kjarni málsins er þessi: Lítill hópur harðra ESB-andstæðinga þolir ekki tilvist aðildarumsóknarinnar og vill gera allt til þess að koma henni fyrir kattarnef eins og sagt er. Hvað sem það kostar. Þessi sami hópur vill á sama tíma ekki leyfa þjóðinni að kjósa um framhald málsins og það er forræðishyggja. Gerum kröfu um að lýðræðið sé virt, sem og kosningaloforð!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar