Verum samferða Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen skrifar 3. október 2015 07:00 Á síðustu árum hefur vöxtur í ferðaþjónustu á Íslandi verið ævintýri líkastur og spár sérfræðinga gera ráð fyrir viðlíka fjölgun á næstu árum. Þetta hefur haft í för með sér margvíslegan ávinning en um leið áskoranir fyrir íslenskt samfélag. Ferðaþjónustan hefur á örfáum árum vaxið í það að vera sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur og um allt land hefur sprottið upp blómleg atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu. Það er ekki að ástæðulausu að margir segja að uppgangur ferðaþjónustunnar marki straumhvörf í uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. En á sama tíma hefur álag á náttúruna aukist og uppbygging á ýmis konar innviðum ekki náð að halda í við þessa öru þróun. Þar þurfum við að gera betur og breyta verklagi. Eitt það mikilvægasta sem við getum gert er að auka samhæfingu innan stjórnsýslunnar og efla samvinnu milli hans opinbera og greinarinnar sjálfrar. Undanfarin misseri hefur verið unnin viðamikil stefnumótunarvinna á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Samtaka ferðaþjónustunnar. Haldnir hafa verið fjölsóttir fundir hringinn í kringum landið og telst okkur til að ríflega þúsund manns hafi tekið þátt í stefnumótuninni með einum eða öðrum hætti. Það sem stendur upp úr eftir alla þessa vinnu er hversu mikill samhljómur er í því hvert beri að stefna og hvaða leiðir skuli feta. Næstkomandi þriðjudag munum við kynna afrakstur þessarar vinnu þar sem stefnan er mörkuð um uppbyggingu og þróun ferðaþjónustunnar á næstu árum og áratugum. Við erum þess fullviss að með góðu skipulagi, metnaði og skýrri sýn muni íslensk ferðaþjónusta, íslensk náttúra og íslenskt samfélag blómstra hlið við hlið. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við mótun og gerð nýrrar ferðamálastefnu fyrir Ísland. Á næstu vikum munum við fylgja stefnunni eftir með kynningum um allt land og hvetjum alla áhugasama til að mæta á þá fundi og vera okkur samferða í þeirri vinnu sem fram undan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur vöxtur í ferðaþjónustu á Íslandi verið ævintýri líkastur og spár sérfræðinga gera ráð fyrir viðlíka fjölgun á næstu árum. Þetta hefur haft í för með sér margvíslegan ávinning en um leið áskoranir fyrir íslenskt samfélag. Ferðaþjónustan hefur á örfáum árum vaxið í það að vera sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur og um allt land hefur sprottið upp blómleg atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu. Það er ekki að ástæðulausu að margir segja að uppgangur ferðaþjónustunnar marki straumhvörf í uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. En á sama tíma hefur álag á náttúruna aukist og uppbygging á ýmis konar innviðum ekki náð að halda í við þessa öru þróun. Þar þurfum við að gera betur og breyta verklagi. Eitt það mikilvægasta sem við getum gert er að auka samhæfingu innan stjórnsýslunnar og efla samvinnu milli hans opinbera og greinarinnar sjálfrar. Undanfarin misseri hefur verið unnin viðamikil stefnumótunarvinna á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Samtaka ferðaþjónustunnar. Haldnir hafa verið fjölsóttir fundir hringinn í kringum landið og telst okkur til að ríflega þúsund manns hafi tekið þátt í stefnumótuninni með einum eða öðrum hætti. Það sem stendur upp úr eftir alla þessa vinnu er hversu mikill samhljómur er í því hvert beri að stefna og hvaða leiðir skuli feta. Næstkomandi þriðjudag munum við kynna afrakstur þessarar vinnu þar sem stefnan er mörkuð um uppbyggingu og þróun ferðaþjónustunnar á næstu árum og áratugum. Við erum þess fullviss að með góðu skipulagi, metnaði og skýrri sýn muni íslensk ferðaþjónusta, íslensk náttúra og íslenskt samfélag blómstra hlið við hlið. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við mótun og gerð nýrrar ferðamálastefnu fyrir Ísland. Á næstu vikum munum við fylgja stefnunni eftir með kynningum um allt land og hvetjum alla áhugasama til að mæta á þá fundi og vera okkur samferða í þeirri vinnu sem fram undan er.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar