Verum samferða Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen skrifar 3. október 2015 07:00 Á síðustu árum hefur vöxtur í ferðaþjónustu á Íslandi verið ævintýri líkastur og spár sérfræðinga gera ráð fyrir viðlíka fjölgun á næstu árum. Þetta hefur haft í för með sér margvíslegan ávinning en um leið áskoranir fyrir íslenskt samfélag. Ferðaþjónustan hefur á örfáum árum vaxið í það að vera sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur og um allt land hefur sprottið upp blómleg atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu. Það er ekki að ástæðulausu að margir segja að uppgangur ferðaþjónustunnar marki straumhvörf í uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. En á sama tíma hefur álag á náttúruna aukist og uppbygging á ýmis konar innviðum ekki náð að halda í við þessa öru þróun. Þar þurfum við að gera betur og breyta verklagi. Eitt það mikilvægasta sem við getum gert er að auka samhæfingu innan stjórnsýslunnar og efla samvinnu milli hans opinbera og greinarinnar sjálfrar. Undanfarin misseri hefur verið unnin viðamikil stefnumótunarvinna á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Samtaka ferðaþjónustunnar. Haldnir hafa verið fjölsóttir fundir hringinn í kringum landið og telst okkur til að ríflega þúsund manns hafi tekið þátt í stefnumótuninni með einum eða öðrum hætti. Það sem stendur upp úr eftir alla þessa vinnu er hversu mikill samhljómur er í því hvert beri að stefna og hvaða leiðir skuli feta. Næstkomandi þriðjudag munum við kynna afrakstur þessarar vinnu þar sem stefnan er mörkuð um uppbyggingu og þróun ferðaþjónustunnar á næstu árum og áratugum. Við erum þess fullviss að með góðu skipulagi, metnaði og skýrri sýn muni íslensk ferðaþjónusta, íslensk náttúra og íslenskt samfélag blómstra hlið við hlið. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við mótun og gerð nýrrar ferðamálastefnu fyrir Ísland. Á næstu vikum munum við fylgja stefnunni eftir með kynningum um allt land og hvetjum alla áhugasama til að mæta á þá fundi og vera okkur samferða í þeirri vinnu sem fram undan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur vöxtur í ferðaþjónustu á Íslandi verið ævintýri líkastur og spár sérfræðinga gera ráð fyrir viðlíka fjölgun á næstu árum. Þetta hefur haft í för með sér margvíslegan ávinning en um leið áskoranir fyrir íslenskt samfélag. Ferðaþjónustan hefur á örfáum árum vaxið í það að vera sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur og um allt land hefur sprottið upp blómleg atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu. Það er ekki að ástæðulausu að margir segja að uppgangur ferðaþjónustunnar marki straumhvörf í uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. En á sama tíma hefur álag á náttúruna aukist og uppbygging á ýmis konar innviðum ekki náð að halda í við þessa öru þróun. Þar þurfum við að gera betur og breyta verklagi. Eitt það mikilvægasta sem við getum gert er að auka samhæfingu innan stjórnsýslunnar og efla samvinnu milli hans opinbera og greinarinnar sjálfrar. Undanfarin misseri hefur verið unnin viðamikil stefnumótunarvinna á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Samtaka ferðaþjónustunnar. Haldnir hafa verið fjölsóttir fundir hringinn í kringum landið og telst okkur til að ríflega þúsund manns hafi tekið þátt í stefnumótuninni með einum eða öðrum hætti. Það sem stendur upp úr eftir alla þessa vinnu er hversu mikill samhljómur er í því hvert beri að stefna og hvaða leiðir skuli feta. Næstkomandi þriðjudag munum við kynna afrakstur þessarar vinnu þar sem stefnan er mörkuð um uppbyggingu og þróun ferðaþjónustunnar á næstu árum og áratugum. Við erum þess fullviss að með góðu skipulagi, metnaði og skýrri sýn muni íslensk ferðaþjónusta, íslensk náttúra og íslenskt samfélag blómstra hlið við hlið. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við mótun og gerð nýrrar ferðamálastefnu fyrir Ísland. Á næstu vikum munum við fylgja stefnunni eftir með kynningum um allt land og hvetjum alla áhugasama til að mæta á þá fundi og vera okkur samferða í þeirri vinnu sem fram undan er.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun