Meiri áhersla á rétt foreldra en barna Viktoría Hermannsdóttir skrifar 6. maí 2015 07:00 Það er mikil áfall fyrir alla fjölskyldumeðlimi þegar foreldrar ákveða að skilja. Margrét segir mikilvægt fyrir börnin að samskipti milli foreldra séu góð eftir skilnað. NORDICPHOTOS/GETTY „Það hefur stundum verið meiri áhersla á rétt foreldra en rétt barna við skilnað. Það er mikilvægt að fyrirkomulag um búsetu sé ákveðið út frá þörfum barnsins,“ segir Margrét Bárðardóttir sálfræðingur, sem verður fundarstjóri á málþinginu Börn og skilnaðir, sem haldið verður í Norræna húsinu á fimmtudag. Á málþinginu verður rætt um aðstæður barna við skilnað, öryggi og tengsl, mikilvægi foreldrafærni beggja foreldra, skipta búsetu og fleira sem tengist skilnaði. Margrét bendir á að í dag sé orðið algengt að foreldrar skipti umgengni við barnið, viku og viku. Það sé þó aðferð sem henti alls ekki öllum börnum. „Það hefur ekki verið nógu mikið inni í umræðunni að taka þurfi tillit til aldurs barnsins þegar búseta er skipulögð í framhaldi af skilnaði. Mörgum okkar þykir orðið alltof algengt að það sé nánast sjálfkrafa fyrirkomulag vika og vika,“ segir Margrét. „Ef við skoðum rannsóknir um öryggi og tengsl barna þá er mjög mikilvægt að það sé tekið mið af aldri barnsins í þessu fyrirkomulagi. Slíkt fyrirkomulag getur verið í góðu lagi fyrir eldri börn en fyrir yngri börnin er mikilvægt að laga búsetuskiptingu að þroska barnsins og hafa þá frekar styttri heimsóknir hjá öðru foreldrinu. Lítið barn, kannski 1-3 ára, þolir ekki vel viku aðskilnað frá foreldri. Það er mjög mikilvægt að foreldrar komi sér saman um hvers konar fyrirkomulag hentar hverju aldurs- og þroskastigi. Skapgerð barnsins er einnig mikilvæg, tengsl við foreldra fyrir skilnað og svo framvegis.“ Margrét segir það lykilatriði varðandi velferð barna eftir skilnað að samskipti foreldra sín á milli og við barnið séu góð. „Við vitum að allar rannsóknir ber að sama brunni hvað það varðar að góð samskipti eftir skilnað eru það sem skiptir mestu máli varðandi líðan barna og aðlögun ,“ segir hún. „Börn búa líka yfir alveg sérstakri aðlögunarhæfni en rannsóknir segja okkur að börn geti aðlagast skilnaði vel en að það sé algjört lykilatriði að vel sé staðið að skilnaðinum; að breytingar séu hafðar í lágmarki, að hugað sé að góðri foreldrafærni beggja foreldra og að foreldrar geti talað saman eins og manneskjur. Þetta eru mikilvægar breytur þegar skoðað er hvað hefur áhrif á velfarnað barna eftir skilnað.“Málþingið hefst klukkan 16 á fimmtudag og stendur til 18.45. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
„Það hefur stundum verið meiri áhersla á rétt foreldra en rétt barna við skilnað. Það er mikilvægt að fyrirkomulag um búsetu sé ákveðið út frá þörfum barnsins,“ segir Margrét Bárðardóttir sálfræðingur, sem verður fundarstjóri á málþinginu Börn og skilnaðir, sem haldið verður í Norræna húsinu á fimmtudag. Á málþinginu verður rætt um aðstæður barna við skilnað, öryggi og tengsl, mikilvægi foreldrafærni beggja foreldra, skipta búsetu og fleira sem tengist skilnaði. Margrét bendir á að í dag sé orðið algengt að foreldrar skipti umgengni við barnið, viku og viku. Það sé þó aðferð sem henti alls ekki öllum börnum. „Það hefur ekki verið nógu mikið inni í umræðunni að taka þurfi tillit til aldurs barnsins þegar búseta er skipulögð í framhaldi af skilnaði. Mörgum okkar þykir orðið alltof algengt að það sé nánast sjálfkrafa fyrirkomulag vika og vika,“ segir Margrét. „Ef við skoðum rannsóknir um öryggi og tengsl barna þá er mjög mikilvægt að það sé tekið mið af aldri barnsins í þessu fyrirkomulagi. Slíkt fyrirkomulag getur verið í góðu lagi fyrir eldri börn en fyrir yngri börnin er mikilvægt að laga búsetuskiptingu að þroska barnsins og hafa þá frekar styttri heimsóknir hjá öðru foreldrinu. Lítið barn, kannski 1-3 ára, þolir ekki vel viku aðskilnað frá foreldri. Það er mjög mikilvægt að foreldrar komi sér saman um hvers konar fyrirkomulag hentar hverju aldurs- og þroskastigi. Skapgerð barnsins er einnig mikilvæg, tengsl við foreldra fyrir skilnað og svo framvegis.“ Margrét segir það lykilatriði varðandi velferð barna eftir skilnað að samskipti foreldra sín á milli og við barnið séu góð. „Við vitum að allar rannsóknir ber að sama brunni hvað það varðar að góð samskipti eftir skilnað eru það sem skiptir mestu máli varðandi líðan barna og aðlögun ,“ segir hún. „Börn búa líka yfir alveg sérstakri aðlögunarhæfni en rannsóknir segja okkur að börn geti aðlagast skilnaði vel en að það sé algjört lykilatriði að vel sé staðið að skilnaðinum; að breytingar séu hafðar í lágmarki, að hugað sé að góðri foreldrafærni beggja foreldra og að foreldrar geti talað saman eins og manneskjur. Þetta eru mikilvægar breytur þegar skoðað er hvað hefur áhrif á velfarnað barna eftir skilnað.“Málþingið hefst klukkan 16 á fimmtudag og stendur til 18.45.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira