Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2015 22:30 Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu og að með ólíkindum sé að verksmiðjan skyldi ekki fara í umhverfismat. Stefnt er að endanlegri ákvörðun um byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga í kringum næstu mánaðamót. Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir ári að hún væri nánast mengunarfrí og þyrfti því ekki að sæta umhverfismati. VSÓ ráðgjöf vann matsskýrsluna fyrir Silicor. „Við skoðuðum öll gögn sem Silicor leggur fram og niðurstaða okkar, eftir að hafa skoðað þau gögn, er að þetta sé alls ekki mengandi. Þetta er líklega einhver hreinasta stóriðja sem þú getur nokkurntíman reist,“ segir Guðjón Jónsson, efnaverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf. Framleiðslan verði efni í sólarrafhlöður. „Og það er mjög gaman að geta gert það á jafn mengunarlausan hátt og þarna er gert,“ segir Guðjón.Guðjón Jónsson, efnaverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann matsskýrsluna fyrir Silicor Materials.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist hvorki trúa þessu né treysta. Reynslan af verksmiðjunum tveimur á Grundartanga sé slík. „Ég sé hvað þeir eru að gera á nóttinni. Ég sé þegar þeir sleppa út. Og þegar það er klagað og kvartað þá er sagt: Mistök. Mistök. Þetta gerist ekki aftur. Síðan er það þannig að þeir fá að mæla sína mengun sjálfir. Og þú getur ímyndað þér niðurstöðuna,“ segir Bubbi. Í grein í Fréttablaðinu fyrir helgi spurði Bubbi hvort fullnægjandi sannanir væru fyrir því að flúor yrði ekki losaður út í andrúmsloftið, sagði óljós svör um flúormengun, Hvalfjörður yrði menguð ruslakista. Guðjón Jónsson segir þetta algerlega ástæðulausar áhyggjur. „Vegna þess að þarna er enginn flúor, ekkert brennisteinsdíoxið og þetta mun engin áhrif hafa á iðnaðarsvæðið eins og það er skilgreint í dag.“ Guðjón kveðst skilja áhyggjur manna, þetta sé vissulega stóriðja sem muni sjást, en hún muni ekki menga. Engin mengunarefni séu í ferlinu, sem geti valdið ytri mengun. „Ég held að þetta sé allt lygi,“ segir Bubbi. „Ég er ekki alveg að fatta hvað er þess valdandi að verksmiðja af þessari stærðargráðu er sett niður í Hvalfjörð án þess að fara í umhverfismat. Þetta er með ólíkindum,“ bætir hann við. Skipulagsstofnun sagði í yfirlýsingu fyrir helgi að sú niðurstaða, að ekki þyrfti umhverfismat, hefði meðal annars verið byggð á áliti opinberra sérfræðistofnana. Engin þeirra hefði lagt til að starfsemin færi í umhverfismat. Þá bendir stofnunin á að starfsleyfi fáist ekki fyrr en gengið hafi verið úr skugga um hvort forsendur standist. „Þannig að gögnin, þau verða að standast. Annars fá menn bara ekki að reisa þessa verksmiðju,“ segir Guðjón Jónsson hjá VSÓ ráðgjöf. Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Misheppnuð ævintýri Silicor Materials Stjórnvöld í Ohio og Mississippi hafa farið flatt á viðskiptum sínum við fyrirtækið sem hyggst reisa sólarkísilverksmiðju fyrir 77 milljarða króna á Grundartanga. 16. júlí 2014 15:15 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu og að með ólíkindum sé að verksmiðjan skyldi ekki fara í umhverfismat. Stefnt er að endanlegri ákvörðun um byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga í kringum næstu mánaðamót. Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir ári að hún væri nánast mengunarfrí og þyrfti því ekki að sæta umhverfismati. VSÓ ráðgjöf vann matsskýrsluna fyrir Silicor. „Við skoðuðum öll gögn sem Silicor leggur fram og niðurstaða okkar, eftir að hafa skoðað þau gögn, er að þetta sé alls ekki mengandi. Þetta er líklega einhver hreinasta stóriðja sem þú getur nokkurntíman reist,“ segir Guðjón Jónsson, efnaverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf. Framleiðslan verði efni í sólarrafhlöður. „Og það er mjög gaman að geta gert það á jafn mengunarlausan hátt og þarna er gert,“ segir Guðjón.Guðjón Jónsson, efnaverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann matsskýrsluna fyrir Silicor Materials.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist hvorki trúa þessu né treysta. Reynslan af verksmiðjunum tveimur á Grundartanga sé slík. „Ég sé hvað þeir eru að gera á nóttinni. Ég sé þegar þeir sleppa út. Og þegar það er klagað og kvartað þá er sagt: Mistök. Mistök. Þetta gerist ekki aftur. Síðan er það þannig að þeir fá að mæla sína mengun sjálfir. Og þú getur ímyndað þér niðurstöðuna,“ segir Bubbi. Í grein í Fréttablaðinu fyrir helgi spurði Bubbi hvort fullnægjandi sannanir væru fyrir því að flúor yrði ekki losaður út í andrúmsloftið, sagði óljós svör um flúormengun, Hvalfjörður yrði menguð ruslakista. Guðjón Jónsson segir þetta algerlega ástæðulausar áhyggjur. „Vegna þess að þarna er enginn flúor, ekkert brennisteinsdíoxið og þetta mun engin áhrif hafa á iðnaðarsvæðið eins og það er skilgreint í dag.“ Guðjón kveðst skilja áhyggjur manna, þetta sé vissulega stóriðja sem muni sjást, en hún muni ekki menga. Engin mengunarefni séu í ferlinu, sem geti valdið ytri mengun. „Ég held að þetta sé allt lygi,“ segir Bubbi. „Ég er ekki alveg að fatta hvað er þess valdandi að verksmiðja af þessari stærðargráðu er sett niður í Hvalfjörð án þess að fara í umhverfismat. Þetta er með ólíkindum,“ bætir hann við. Skipulagsstofnun sagði í yfirlýsingu fyrir helgi að sú niðurstaða, að ekki þyrfti umhverfismat, hefði meðal annars verið byggð á áliti opinberra sérfræðistofnana. Engin þeirra hefði lagt til að starfsemin færi í umhverfismat. Þá bendir stofnunin á að starfsleyfi fáist ekki fyrr en gengið hafi verið úr skugga um hvort forsendur standist. „Þannig að gögnin, þau verða að standast. Annars fá menn bara ekki að reisa þessa verksmiðju,“ segir Guðjón Jónsson hjá VSÓ ráðgjöf.
Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Misheppnuð ævintýri Silicor Materials Stjórnvöld í Ohio og Mississippi hafa farið flatt á viðskiptum sínum við fyrirtækið sem hyggst reisa sólarkísilverksmiðju fyrir 77 milljarða króna á Grundartanga. 16. júlí 2014 15:15 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Misheppnuð ævintýri Silicor Materials Stjórnvöld í Ohio og Mississippi hafa farið flatt á viðskiptum sínum við fyrirtækið sem hyggst reisa sólarkísilverksmiðju fyrir 77 milljarða króna á Grundartanga. 16. júlí 2014 15:15
Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent