Að komast í núll Þórir Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2015 00:00 Ég hitti hetjur í síðustu viku. Á fundi Alþjóða Rauða krossins í Genf voru saman komnir helstu ebólusérfræðingar heims, Rauða kross fólk sem unnið hefur sleitulaust gegn farsóttinni í tíu mánuði og ungur maður frá Líberíu sem fékk ebólu og lifði af. Dauðasóttin hefur lagst á 22 þúsund manns og lagt nærri níu þúsund að velli. Vísitölur – fjöldi tilfella, dagar frá síðasta tilfelli á einstaka stöðum – benda í eina átt. Sjúkdómurinn er í mikilli rénun. Fari allt á besta veg eru gífurleg uppbyggingarverkefni fram undan. Innviðir landanna þriggja, Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne, hafa orðið fyrir miklu höggi. Þá þarf að endurreisa. Siðir og mannleg samskipti hafa komist í uppnám. Fólk þarf að læra á ný að snerting felur í sér hlýju en ekki smitleið. Fyrir Rauða krossinum liggur að hlúa að sínum sjálfboðaliðum. Ungi maðurinn frá Líberíu var óvelkominn í sinn heimabæ þegar hann kom af spítalanum. Hann fékk inni hjá Rauða krossinum og hefur verið sjálfboðaliði í baráttunni gegn ebólu síðan. Hann og þúsundir annarra þurfa bæði áfallahjálp og aðstoð við að byggja upp líf sitt að nýju. Í Síerra Leóne, þar sem Rauði krossinn á Íslandi hefur hjálpað ungmennum að koma undir sig fótunum, er litið til Íslendinga um stuðning við enduruppbyggingu. Þar eigum við vini og félaga sem þurfa á okkur að halda. Fyrst þarf samt að komast í núll – útrýma ebólu. Þó að tilfellum hafi fækkað sýkist fólk enn og deyr. Fækkun tilfella gæti tengst þurrkum sem nú eru á svæðinu. Rigningarnar koma í apríl. Enginn veit hvað gerist þá. Ekki verður hægt að lýsa yfir sigri í baráttunni fyrr en ekkert ebólutilfelli hefur greinst í 42 daga. Þrotlaus vinna sjálfboðaliða og sérfræðinga heldur áfram á meðan. Enn er þörf á hetjum til þess að komast í núll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ég hitti hetjur í síðustu viku. Á fundi Alþjóða Rauða krossins í Genf voru saman komnir helstu ebólusérfræðingar heims, Rauða kross fólk sem unnið hefur sleitulaust gegn farsóttinni í tíu mánuði og ungur maður frá Líberíu sem fékk ebólu og lifði af. Dauðasóttin hefur lagst á 22 þúsund manns og lagt nærri níu þúsund að velli. Vísitölur – fjöldi tilfella, dagar frá síðasta tilfelli á einstaka stöðum – benda í eina átt. Sjúkdómurinn er í mikilli rénun. Fari allt á besta veg eru gífurleg uppbyggingarverkefni fram undan. Innviðir landanna þriggja, Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne, hafa orðið fyrir miklu höggi. Þá þarf að endurreisa. Siðir og mannleg samskipti hafa komist í uppnám. Fólk þarf að læra á ný að snerting felur í sér hlýju en ekki smitleið. Fyrir Rauða krossinum liggur að hlúa að sínum sjálfboðaliðum. Ungi maðurinn frá Líberíu var óvelkominn í sinn heimabæ þegar hann kom af spítalanum. Hann fékk inni hjá Rauða krossinum og hefur verið sjálfboðaliði í baráttunni gegn ebólu síðan. Hann og þúsundir annarra þurfa bæði áfallahjálp og aðstoð við að byggja upp líf sitt að nýju. Í Síerra Leóne, þar sem Rauði krossinn á Íslandi hefur hjálpað ungmennum að koma undir sig fótunum, er litið til Íslendinga um stuðning við enduruppbyggingu. Þar eigum við vini og félaga sem þurfa á okkur að halda. Fyrst þarf samt að komast í núll – útrýma ebólu. Þó að tilfellum hafi fækkað sýkist fólk enn og deyr. Fækkun tilfella gæti tengst þurrkum sem nú eru á svæðinu. Rigningarnar koma í apríl. Enginn veit hvað gerist þá. Ekki verður hægt að lýsa yfir sigri í baráttunni fyrr en ekkert ebólutilfelli hefur greinst í 42 daga. Þrotlaus vinna sjálfboðaliða og sérfræðinga heldur áfram á meðan. Enn er þörf á hetjum til þess að komast í núll.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar