Að komast í núll Þórir Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2015 00:00 Ég hitti hetjur í síðustu viku. Á fundi Alþjóða Rauða krossins í Genf voru saman komnir helstu ebólusérfræðingar heims, Rauða kross fólk sem unnið hefur sleitulaust gegn farsóttinni í tíu mánuði og ungur maður frá Líberíu sem fékk ebólu og lifði af. Dauðasóttin hefur lagst á 22 þúsund manns og lagt nærri níu þúsund að velli. Vísitölur – fjöldi tilfella, dagar frá síðasta tilfelli á einstaka stöðum – benda í eina átt. Sjúkdómurinn er í mikilli rénun. Fari allt á besta veg eru gífurleg uppbyggingarverkefni fram undan. Innviðir landanna þriggja, Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne, hafa orðið fyrir miklu höggi. Þá þarf að endurreisa. Siðir og mannleg samskipti hafa komist í uppnám. Fólk þarf að læra á ný að snerting felur í sér hlýju en ekki smitleið. Fyrir Rauða krossinum liggur að hlúa að sínum sjálfboðaliðum. Ungi maðurinn frá Líberíu var óvelkominn í sinn heimabæ þegar hann kom af spítalanum. Hann fékk inni hjá Rauða krossinum og hefur verið sjálfboðaliði í baráttunni gegn ebólu síðan. Hann og þúsundir annarra þurfa bæði áfallahjálp og aðstoð við að byggja upp líf sitt að nýju. Í Síerra Leóne, þar sem Rauði krossinn á Íslandi hefur hjálpað ungmennum að koma undir sig fótunum, er litið til Íslendinga um stuðning við enduruppbyggingu. Þar eigum við vini og félaga sem þurfa á okkur að halda. Fyrst þarf samt að komast í núll – útrýma ebólu. Þó að tilfellum hafi fækkað sýkist fólk enn og deyr. Fækkun tilfella gæti tengst þurrkum sem nú eru á svæðinu. Rigningarnar koma í apríl. Enginn veit hvað gerist þá. Ekki verður hægt að lýsa yfir sigri í baráttunni fyrr en ekkert ebólutilfelli hefur greinst í 42 daga. Þrotlaus vinna sjálfboðaliða og sérfræðinga heldur áfram á meðan. Enn er þörf á hetjum til þess að komast í núll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Ég hitti hetjur í síðustu viku. Á fundi Alþjóða Rauða krossins í Genf voru saman komnir helstu ebólusérfræðingar heims, Rauða kross fólk sem unnið hefur sleitulaust gegn farsóttinni í tíu mánuði og ungur maður frá Líberíu sem fékk ebólu og lifði af. Dauðasóttin hefur lagst á 22 þúsund manns og lagt nærri níu þúsund að velli. Vísitölur – fjöldi tilfella, dagar frá síðasta tilfelli á einstaka stöðum – benda í eina átt. Sjúkdómurinn er í mikilli rénun. Fari allt á besta veg eru gífurleg uppbyggingarverkefni fram undan. Innviðir landanna þriggja, Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne, hafa orðið fyrir miklu höggi. Þá þarf að endurreisa. Siðir og mannleg samskipti hafa komist í uppnám. Fólk þarf að læra á ný að snerting felur í sér hlýju en ekki smitleið. Fyrir Rauða krossinum liggur að hlúa að sínum sjálfboðaliðum. Ungi maðurinn frá Líberíu var óvelkominn í sinn heimabæ þegar hann kom af spítalanum. Hann fékk inni hjá Rauða krossinum og hefur verið sjálfboðaliði í baráttunni gegn ebólu síðan. Hann og þúsundir annarra þurfa bæði áfallahjálp og aðstoð við að byggja upp líf sitt að nýju. Í Síerra Leóne, þar sem Rauði krossinn á Íslandi hefur hjálpað ungmennum að koma undir sig fótunum, er litið til Íslendinga um stuðning við enduruppbyggingu. Þar eigum við vini og félaga sem þurfa á okkur að halda. Fyrst þarf samt að komast í núll – útrýma ebólu. Þó að tilfellum hafi fækkað sýkist fólk enn og deyr. Fækkun tilfella gæti tengst þurrkum sem nú eru á svæðinu. Rigningarnar koma í apríl. Enginn veit hvað gerist þá. Ekki verður hægt að lýsa yfir sigri í baráttunni fyrr en ekkert ebólutilfelli hefur greinst í 42 daga. Þrotlaus vinna sjálfboðaliða og sérfræðinga heldur áfram á meðan. Enn er þörf á hetjum til þess að komast í núll.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar