Útópísk einstefna Gunnar Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2015 07:00 Þrengt er að bílaumferð í Reykjavík með markvissum hætti. Þessar breytingar læðast að okkur í litlum skrefum en eru smám saman að skerða lífsgæði okkar. Hversu margar mínútur hafa bæst við daglegar bílferðir þínar undanfarinn áratug? Hversu mikið kostar það þig í töpuðum vinnustundum eða frítíma? Eru stjórnendur skipulagsmála farnir að teygja sig of langt í túlkununum sínum á vilja borgarbúa til stuðnings fyrir sínar aðgerðir? Á dögunum birtist í Morgunblaðinu greinin „Hraðaminnkun bara lítið skref“ þar sem vísað er til stuðnings íbúa míns hverfis fyrir nýjustu aðgerðum borgarinnar í samgöngumálum. Í greininni segir formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, Hjálmar Sveinsson, eftirfarandi: „Ég tel engan vafa leika á því að æskilegast væri að minnka umferðarhraðann á Hringbraut, Miklubraut og Sæbraut að hluta“. Til stuðnings þessu fyrirhugaða næsta skrefi skipulagsráðs að lækka hámarkshraða á Miklubraut um Hlíðar, úr 60 í 50 km/klst. vísar Hjálmar til þess að „íbúar í Hlíðunum hafi gert kröfu um úrbætur í umferðarmálum“. Ég bý í Hlíðunum og það er rétt að íbúar hér hafa gert kröfur um úrbætur í umferðarmálum, en ólíkt því sem Hjálmar gefur í skyn þá er okkar reynsla af samskiptum við borgina sú að lítið er hlustað á þarfir íbúa. Í kjölfar fjölda beiðna og undirskriftasöfnunar tókst okkur íbúum hverfisins loks að fá fund með fulltrúum Reykjavíkurborgar þann 8. október sl. Eini tilgangur þessa fundar var að ítreka ósk okkar um hljóðmön enda umferðarhávaði í hverfinu víða yfir heilsufarsmörkum.Afvegaleiddu umræðuna Á fundinum, sem stýrt var af nokkrum starfsmönnum borgarinnar, afvegaleiddu þeir umræðu um hljóðmön en þess í stað kynntu starfsmennirnir m.a. fyrirætlanir borgarinnar um lækkun umferðarhraða sem ætti að leysa málið. Við íbúarnir vorum mjög vonsviknir að ekkert skyldi hlustað á okkar sjónarmið. Enginn vilji var til að reisa hljóðmön sem hjálpar okkur að lifa með umferðinni heldur þyrftum við að bíða eftir skrefum borgarinnar til þess að láta okkur lifa án hennar. Svo er látið líta út fyrir að við íbúar Hlíðanna séum að þrýsta á þessa lækkun hámarkshraða. Maður spyr sig hvort vilji íbúa annarra hverfa sé mistúlkaður með sama hætti til þess að réttlæta aðgerðir borgarinnar á þeim svæðum. Eftir lestur þessarar greinar í Morgunblaðinu fór ég að leiða hugann að öllum þessum litlu skrefum sem tekin hafa verið til að þrengja að bílasamgöngum. Lítið hefur verið fjárfest á undanförnum árum í að auðvelda bílaumferð í borginni s.s. með mislægum gatnamótum, stokkum, viðgerðum eða nýjum akreinum (nema fyrir Strætó). Þess í stað eru götur þrengdar og hægt á umferð svo hún stíflast á sífellt fleiri stöðum. Borgin hefur unnið gott starf í að bæta suma samgöngukosti s.s. með göngu- og hjólastígum. Spurning mín er hvort endilega þurfi að gera aðra kosti verri á sama tíma? Vísað er í hjólamenningu ýmissa borga en engin þeirra er staðsett á sama breiddarbaug og Reykjavík. Eins umhverfisvænt og rómantískt sem það hljómar að fleiri hjóli og nýti almenningssamgöngur þá eru veðurfar, skammdegið og tíðni almenningssamgangna hérlendis engan veginn samanburðarhæf við þær borgir sem miðað er við. Borgarbúar vilja greiðari umferð og styttri ferðatíma. Með því að stífla enn frekar helstu samgönguæðar borgarinnar eins og Miklubraut og Sæbraut er enn eitt skrefið tekið í átt að þeirri draumsýn að bílinn gegni afar takmörkuðu hlutverki í samgöngum borgarbúa. Afleiðingar þess eru lengri ferðatími og skert lífsgæði. Barátta íbúa míns litla hverfis í Reykjavík má síns lítils gegn stóra plani stjórnenda borgarinnar. Ég tel næsta víst að þetta sé ekki plan meirihluta borgarbúa né fulltrúa okkar í borgarstjórn heldur frekar útópísk einstefna ákveðinna einstaklinga sem nú ráða í skipulagsmálum. Hversu mikið þurfa bílasamgöngur að versna svo hinn þögli meirihluti taki í stýrið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Þrengt er að bílaumferð í Reykjavík með markvissum hætti. Þessar breytingar læðast að okkur í litlum skrefum en eru smám saman að skerða lífsgæði okkar. Hversu margar mínútur hafa bæst við daglegar bílferðir þínar undanfarinn áratug? Hversu mikið kostar það þig í töpuðum vinnustundum eða frítíma? Eru stjórnendur skipulagsmála farnir að teygja sig of langt í túlkununum sínum á vilja borgarbúa til stuðnings fyrir sínar aðgerðir? Á dögunum birtist í Morgunblaðinu greinin „Hraðaminnkun bara lítið skref“ þar sem vísað er til stuðnings íbúa míns hverfis fyrir nýjustu aðgerðum borgarinnar í samgöngumálum. Í greininni segir formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, Hjálmar Sveinsson, eftirfarandi: „Ég tel engan vafa leika á því að æskilegast væri að minnka umferðarhraðann á Hringbraut, Miklubraut og Sæbraut að hluta“. Til stuðnings þessu fyrirhugaða næsta skrefi skipulagsráðs að lækka hámarkshraða á Miklubraut um Hlíðar, úr 60 í 50 km/klst. vísar Hjálmar til þess að „íbúar í Hlíðunum hafi gert kröfu um úrbætur í umferðarmálum“. Ég bý í Hlíðunum og það er rétt að íbúar hér hafa gert kröfur um úrbætur í umferðarmálum, en ólíkt því sem Hjálmar gefur í skyn þá er okkar reynsla af samskiptum við borgina sú að lítið er hlustað á þarfir íbúa. Í kjölfar fjölda beiðna og undirskriftasöfnunar tókst okkur íbúum hverfisins loks að fá fund með fulltrúum Reykjavíkurborgar þann 8. október sl. Eini tilgangur þessa fundar var að ítreka ósk okkar um hljóðmön enda umferðarhávaði í hverfinu víða yfir heilsufarsmörkum.Afvegaleiddu umræðuna Á fundinum, sem stýrt var af nokkrum starfsmönnum borgarinnar, afvegaleiddu þeir umræðu um hljóðmön en þess í stað kynntu starfsmennirnir m.a. fyrirætlanir borgarinnar um lækkun umferðarhraða sem ætti að leysa málið. Við íbúarnir vorum mjög vonsviknir að ekkert skyldi hlustað á okkar sjónarmið. Enginn vilji var til að reisa hljóðmön sem hjálpar okkur að lifa með umferðinni heldur þyrftum við að bíða eftir skrefum borgarinnar til þess að láta okkur lifa án hennar. Svo er látið líta út fyrir að við íbúar Hlíðanna séum að þrýsta á þessa lækkun hámarkshraða. Maður spyr sig hvort vilji íbúa annarra hverfa sé mistúlkaður með sama hætti til þess að réttlæta aðgerðir borgarinnar á þeim svæðum. Eftir lestur þessarar greinar í Morgunblaðinu fór ég að leiða hugann að öllum þessum litlu skrefum sem tekin hafa verið til að þrengja að bílasamgöngum. Lítið hefur verið fjárfest á undanförnum árum í að auðvelda bílaumferð í borginni s.s. með mislægum gatnamótum, stokkum, viðgerðum eða nýjum akreinum (nema fyrir Strætó). Þess í stað eru götur þrengdar og hægt á umferð svo hún stíflast á sífellt fleiri stöðum. Borgin hefur unnið gott starf í að bæta suma samgöngukosti s.s. með göngu- og hjólastígum. Spurning mín er hvort endilega þurfi að gera aðra kosti verri á sama tíma? Vísað er í hjólamenningu ýmissa borga en engin þeirra er staðsett á sama breiddarbaug og Reykjavík. Eins umhverfisvænt og rómantískt sem það hljómar að fleiri hjóli og nýti almenningssamgöngur þá eru veðurfar, skammdegið og tíðni almenningssamgangna hérlendis engan veginn samanburðarhæf við þær borgir sem miðað er við. Borgarbúar vilja greiðari umferð og styttri ferðatíma. Með því að stífla enn frekar helstu samgönguæðar borgarinnar eins og Miklubraut og Sæbraut er enn eitt skrefið tekið í átt að þeirri draumsýn að bílinn gegni afar takmörkuðu hlutverki í samgöngum borgarbúa. Afleiðingar þess eru lengri ferðatími og skert lífsgæði. Barátta íbúa míns litla hverfis í Reykjavík má síns lítils gegn stóra plani stjórnenda borgarinnar. Ég tel næsta víst að þetta sé ekki plan meirihluta borgarbúa né fulltrúa okkar í borgarstjórn heldur frekar útópísk einstefna ákveðinna einstaklinga sem nú ráða í skipulagsmálum. Hversu mikið þurfa bílasamgöngur að versna svo hinn þögli meirihluti taki í stýrið?
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun