Martin Kaymer með yfirburði í eyðimörkinni 17. janúar 2015 13:12 Kaymer hefur verið sjóðandi heitur í Abu Dhabi AP Þjóðverjinn Martin Kaymer hefur farið á kostum á HSBC meistaramótinu sem fram fer í Abu Dhabi en fyrir lokahringinn í þessu sterka móti á Evrópumótaröðinni hefur hann sex högga forystu á næsta mann. Kaymer hefur leikið hringina þrjá á 64, 67 og 65 höggum en hann er samtals á 20 höggum undir pari. Í öðru sæti er Belginn Thomas Pieters á 14 höggum undir pari en það þarf hálfgert kraftaverk til þess að ná Þjóðverjanum, sem hefur spilað stórkostlegt golf alla helgina.Rory McIlroy er meðal þátttakenda á ný eftir jólafrí en hann virðist vera í góðu formi og situr jafn í fimmta sæti á tólf höggum undir pari. HSBC meistaramótið er ekki það eina sem er á döfinni í golfheiminum þessa helgi en á Hawaii fer Sony Open fram sem hluti er af PGA-mótaröðinni. Þegar að mótið er hálfnað deila þeir Webb Simpson, Justin Thomas og reynsluboltinn Matt Kuchar mótið á 12 höggum undir pari. Bæði mótin eru í beinni á Golfstöðinni en útsendingartíma má nálgast hér. Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer hefur farið á kostum á HSBC meistaramótinu sem fram fer í Abu Dhabi en fyrir lokahringinn í þessu sterka móti á Evrópumótaröðinni hefur hann sex högga forystu á næsta mann. Kaymer hefur leikið hringina þrjá á 64, 67 og 65 höggum en hann er samtals á 20 höggum undir pari. Í öðru sæti er Belginn Thomas Pieters á 14 höggum undir pari en það þarf hálfgert kraftaverk til þess að ná Þjóðverjanum, sem hefur spilað stórkostlegt golf alla helgina.Rory McIlroy er meðal þátttakenda á ný eftir jólafrí en hann virðist vera í góðu formi og situr jafn í fimmta sæti á tólf höggum undir pari. HSBC meistaramótið er ekki það eina sem er á döfinni í golfheiminum þessa helgi en á Hawaii fer Sony Open fram sem hluti er af PGA-mótaröðinni. Þegar að mótið er hálfnað deila þeir Webb Simpson, Justin Thomas og reynsluboltinn Matt Kuchar mótið á 12 höggum undir pari. Bæði mótin eru í beinni á Golfstöðinni en útsendingartíma má nálgast hér.
Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira