Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2015 06:00 Sextán marka maður. Ómar Ingi Magnússon er í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í Rússlandi. Ómar Ingi Magnússon og félagar í íslenska 19 ára landsliðinu hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og þar á meðal eru sigrar á móti Þýskalandi og Spáni. Strákarnir unnu Egypta í gær. „Þetta hefur byrjað vel hjá okkur þó að leikurinn í dag hafi ekki verið upp á marga fiska. Tveir fyrstu voru mjög góðir hjá okkur en þessi er vonandi bara undantekningin. Við kláruðum hann og það er það sem skipti máli,“ segir Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska liðinu. Íslenska liðið lét sér nægja tveggja marka sigur á Egyptum 31-29 en áður hafði liðið unnið Þýskaland 34-26 og Spán með einu marki, 25-24. „Við spiluðum mjög vel á móti Þýskalandi og vorum frábærir á móti Spáni. Stemningin er góð hjá okkur og allir eru glaðir og flottir,“ segir Ómar Ingi sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins með sextán mörk í þessum þremur leikjum. Íslenska liðið vann Opna Evrópumótið í Gautaborg með sigri á Svíum í úrslitaleik og strákarnir hafa haldið sigurförinni áfram á þessu móti. „Við erum ekki búnir að tapa í þó nokkurn tíma, síðan í fyrra einhvern tímann,“ segir Ómar Ingi. „Við ætlum okkur stóra hluti á þessu móti en markmiðið núna er samt bara að klára riðilinn. Það eru tveir leikir eftir í riðlinum og við þurfum að klára þá almennilega til að fá sem auðveldastan andstæðing í 16 liða úrslitunum. Síðan pælum við bara í 16 liða úrslitunum þegar þar að kemur,“ segir Ómar Ingi og passar sig á því að tala ekki af sér. Íslenska nítján ára liðið er búið að vinna alla fjórtán leiki sína á árinu 2015. Sigurinn á Spáni þar sem Ómar Ingi skoraði sigurmarkið er einn af þeim stærri til þessa í ár „Spánn lenti í þriðja sæti á Evrópumótinu í fyrra og er með eitt af bestu liðum í heimi. Á góðum degi erum við þar líka. Við getum unnið alla en þetta getur líka farið illa á móti öllum ef við erum ekki á tánum,“ segir Ómar Ingi. „Það eru sömu gildi í gangi hjá okkur eins og öllum íslenskum liðum sem er stemningin, barátta og vilji. Við erum flest allir í góðum hlutverkum hjá liðunum okkar heima. Við fáum þar mikið að gera og það er sett ábyrgð á okkur sem þroskar okkur gríðarlega,“ segir Ómar Ingi sem er frá Selfossi en spilað með Val á síðasta ári. „Hvert smáatriði skiptir máli í svona leikjum og hver ákvörðun skiptir máli. Hausinn er einbeittur á riðilinn núna en síðan koma aðrar hugsanir eftir það. Við ætlum bara að taka einn leik í einu,“ segir Ómar en liðið mætir Noregi í dag. Norðmenn hafa líka unnið þrjá fyrstu leiki sína. „Norðmenn eru stórir og sterkir. Þeir keyra líka mikið og þetta verður erfiður leikur,“ segir Ómar og hann viðurkennir að það sé hungur í fleiri sigra innan íslenska liðsins. „Það væri ekki verra að geta haldið sigurgöngunni áfram fram eftir ágústmánuði,“ segir Ómar Ingi. Handbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon og félagar í íslenska 19 ára landsliðinu hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og þar á meðal eru sigrar á móti Þýskalandi og Spáni. Strákarnir unnu Egypta í gær. „Þetta hefur byrjað vel hjá okkur þó að leikurinn í dag hafi ekki verið upp á marga fiska. Tveir fyrstu voru mjög góðir hjá okkur en þessi er vonandi bara undantekningin. Við kláruðum hann og það er það sem skipti máli,“ segir Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska liðinu. Íslenska liðið lét sér nægja tveggja marka sigur á Egyptum 31-29 en áður hafði liðið unnið Þýskaland 34-26 og Spán með einu marki, 25-24. „Við spiluðum mjög vel á móti Þýskalandi og vorum frábærir á móti Spáni. Stemningin er góð hjá okkur og allir eru glaðir og flottir,“ segir Ómar Ingi sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins með sextán mörk í þessum þremur leikjum. Íslenska liðið vann Opna Evrópumótið í Gautaborg með sigri á Svíum í úrslitaleik og strákarnir hafa haldið sigurförinni áfram á þessu móti. „Við erum ekki búnir að tapa í þó nokkurn tíma, síðan í fyrra einhvern tímann,“ segir Ómar Ingi. „Við ætlum okkur stóra hluti á þessu móti en markmiðið núna er samt bara að klára riðilinn. Það eru tveir leikir eftir í riðlinum og við þurfum að klára þá almennilega til að fá sem auðveldastan andstæðing í 16 liða úrslitunum. Síðan pælum við bara í 16 liða úrslitunum þegar þar að kemur,“ segir Ómar Ingi og passar sig á því að tala ekki af sér. Íslenska nítján ára liðið er búið að vinna alla fjórtán leiki sína á árinu 2015. Sigurinn á Spáni þar sem Ómar Ingi skoraði sigurmarkið er einn af þeim stærri til þessa í ár „Spánn lenti í þriðja sæti á Evrópumótinu í fyrra og er með eitt af bestu liðum í heimi. Á góðum degi erum við þar líka. Við getum unnið alla en þetta getur líka farið illa á móti öllum ef við erum ekki á tánum,“ segir Ómar Ingi. „Það eru sömu gildi í gangi hjá okkur eins og öllum íslenskum liðum sem er stemningin, barátta og vilji. Við erum flest allir í góðum hlutverkum hjá liðunum okkar heima. Við fáum þar mikið að gera og það er sett ábyrgð á okkur sem þroskar okkur gríðarlega,“ segir Ómar Ingi sem er frá Selfossi en spilað með Val á síðasta ári. „Hvert smáatriði skiptir máli í svona leikjum og hver ákvörðun skiptir máli. Hausinn er einbeittur á riðilinn núna en síðan koma aðrar hugsanir eftir það. Við ætlum bara að taka einn leik í einu,“ segir Ómar en liðið mætir Noregi í dag. Norðmenn hafa líka unnið þrjá fyrstu leiki sína. „Norðmenn eru stórir og sterkir. Þeir keyra líka mikið og þetta verður erfiður leikur,“ segir Ómar og hann viðurkennir að það sé hungur í fleiri sigra innan íslenska liðsins. „Það væri ekki verra að geta haldið sigurgöngunni áfram fram eftir ágústmánuði,“ segir Ómar Ingi.
Handbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira