Audi S8 Plus er 605 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2015 09:35 Audi S8 Plus verður snögg limósína. Audi hefur aldrei boðið flaggskipið A8 bíl í sérstakri kraftaútgáfu, þ.e. með stafina RS í endann. Þó hefur lengi verið til öflugri útgáfa hans, S8. Með nýrri kynslóð A8 bílsins mun Audi nú bjóða S8 Plus útgáfu bílsins með 605 hestafla vél. Audi S8 verður með 520 hestafla vél og venjulegur A8 aflminni en með fjölbreyttara vélarúrvali, þar á meðal dísilvél. Það er aðeins Mercedes Benz S65 sem er aflmeiri af stóru þýsku lúxusbílunum, en hann er líka 12 strokka en Audi S8 Plus er með 8 strokka vél. Þessi Audi S8 Plus bíll er ári snöggur í hundraðið af stórum bíl að vera, eða 3,8 sekúndur og hámarkshraði hans er 306 km/klst. Bíllinn kemur með Carbon-Ceramic bremsum og á 21 tommu álfelgum. Bæði að innnan og utan er bíllinn aðgreindur frá A8 og S8 bílunum með ýmsum smáatriðum. Þessi bíll kemur á markað í nóvember á þessu ári og verðið er 145.200 evrur, eða 21,4 milljónir króna. Eitthvað dýrari verður hann þó hér á landi með sín myndarlegu vörugjöld og söluskatt. Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent
Audi hefur aldrei boðið flaggskipið A8 bíl í sérstakri kraftaútgáfu, þ.e. með stafina RS í endann. Þó hefur lengi verið til öflugri útgáfa hans, S8. Með nýrri kynslóð A8 bílsins mun Audi nú bjóða S8 Plus útgáfu bílsins með 605 hestafla vél. Audi S8 verður með 520 hestafla vél og venjulegur A8 aflminni en með fjölbreyttara vélarúrvali, þar á meðal dísilvél. Það er aðeins Mercedes Benz S65 sem er aflmeiri af stóru þýsku lúxusbílunum, en hann er líka 12 strokka en Audi S8 Plus er með 8 strokka vél. Þessi Audi S8 Plus bíll er ári snöggur í hundraðið af stórum bíl að vera, eða 3,8 sekúndur og hámarkshraði hans er 306 km/klst. Bíllinn kemur með Carbon-Ceramic bremsum og á 21 tommu álfelgum. Bæði að innnan og utan er bíllinn aðgreindur frá A8 og S8 bílunum með ýmsum smáatriðum. Þessi bíll kemur á markað í nóvember á þessu ári og verðið er 145.200 evrur, eða 21,4 milljónir króna. Eitthvað dýrari verður hann þó hér á landi með sín myndarlegu vörugjöld og söluskatt.
Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent