Heilbrigðistryggingargjald renni til Landspítalans Reynir Arngrímsson skrifar 16. janúar 2015 07:00 Yfirlýsing ráðherra ríkisstjórnarinnar og Læknafélags Íslands þann 8. janúar sl. vekur upp vonir um að nú geti hafist endurreisn heilbrigðiskerfisins. Til þess virðist vilji af beggja hálfu. Slíkt kostar peninga. Ef halda á í forsendur fjárlaga um jafnvægi í rekstri ríkissjóðs verða að koma til nýir tekjustofnar. Atvinnuleysi í landinu hefur farið lækkandi. Því ber að fagna en í stað þess að lækka tryggingargjald í skyndi skapast tækifæri fyrir átak í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Nýtum þennan tekjustofn nú, í svigrúmi sem gefst með batnandi atvinnuástandi, til að hleypa lífi í byggingarframkvæmdir Landspítalans. Slíkar framkvæmdir skapa atvinnutækifæri og minnka atvinnuleysið enn frekar. Eflum atvinnulífið með þessum hætti. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið ef mæta á áætlunum um fjölgun Íslendinga og breytingum í aldurssamsetningu á komandi árum. Núverandi húsakostur spítalans er úr sér genginn, heldur ekki vatni og sum staðar orðinn heilsuspillandi. Skapa þarf mannsæmandi starfsaðstæður fyrir lækna, svo þeir geti unnið störf sín og beitt þekkingu sinni og þjálfun til fullnustu. Frá árinu 1980 hafa útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála vaxið hægt og bítandi. Voru þá 5,5% af vergri landsframleiðslu. Framfarir í læknisfræði hafa verið gífurlegar síðan þá. Vaxandi ævilíkur Íslendinga og fyrirsjáanleg fjölgun í hópi 65 ára og eldri á næstu árum endurspegla það. Hæst fóru heildar heilbrigðisútgjöld árið 2003 þegar þau voru 10,4% af VLF, en hafa síðan aftur farið lækkandi. Árið 2013 voru heildarútgjöld til heilbrigðismála komin niður í 8,81%, þar af voru útgjöld hins opinbera til málaflokksins 7,11% af VLF.Samfélagsleg ábyrgð Við erum því miður eftirbátar frændþjóða okkar svo um munar. Það sést á stöðu málaflokksins og þeim óróa sem ríkir þar. Við þurfum innspýtingu sem nemur þeim sparnaði sem hefur verið í viðhaldi og endurnýjun sjúkrahússins. Til að snúa þessari þróun við þarf að huga að fjármögnun kerfisins, afla nýrra tekjustofna eða færa til fjármagn hins opinbera og forgangsraða. Heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa einnig hækkað. Voru um 0,8% af VLF árið 1980. Fóru hæst í 1,84% árið 2003, en lægst á árinu 2007 eða 1,52%. Árið 2013 voru þau 1,69%. Hlutur heimilanna það ár var 19,2% af heildar heilbrigðisútgjöldum og námu um 32 milljörðum króna. Í samhengi má benda á að tekjur hins opinbera af hagnaði og tekjum lögaðila voru á sama ári 40 milljarðar eða aðeins um 5% af heildartekjum ríkisins. Í þessu ljósi vekja fregnir af háum arðgreiðslum stórfyrirtækja, útgerðar og bankastofnana athygli ekki síður en ofurlaun stjórnenda þeirra. Nú þurfa fyrirtækin í landinu, bankar og fjármálafyrirtæki og Samtök atvinnulífsins að sýna samfélagslega ábyrgð og taka þátt í endurreisninni og viðhaldi á framúrskarandi heilbrigðisþjónustu í landinu. Uppbyggingu Landspítalans og hjúkrunarrýma. Samstaða um sérstakt heilbrigðistryggingargjald á fyrirtæki og hækkun álagsprósentu á tekjur og hagnað lögaðila og þrotabúaskattur með þetta að markmiði væri skref í áttina og virðingarvert framtak til þjóðarsjúkrahússins. Látum athafnir fylgja orðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Yfirlýsing ráðherra ríkisstjórnarinnar og Læknafélags Íslands þann 8. janúar sl. vekur upp vonir um að nú geti hafist endurreisn heilbrigðiskerfisins. Til þess virðist vilji af beggja hálfu. Slíkt kostar peninga. Ef halda á í forsendur fjárlaga um jafnvægi í rekstri ríkissjóðs verða að koma til nýir tekjustofnar. Atvinnuleysi í landinu hefur farið lækkandi. Því ber að fagna en í stað þess að lækka tryggingargjald í skyndi skapast tækifæri fyrir átak í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Nýtum þennan tekjustofn nú, í svigrúmi sem gefst með batnandi atvinnuástandi, til að hleypa lífi í byggingarframkvæmdir Landspítalans. Slíkar framkvæmdir skapa atvinnutækifæri og minnka atvinnuleysið enn frekar. Eflum atvinnulífið með þessum hætti. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið ef mæta á áætlunum um fjölgun Íslendinga og breytingum í aldurssamsetningu á komandi árum. Núverandi húsakostur spítalans er úr sér genginn, heldur ekki vatni og sum staðar orðinn heilsuspillandi. Skapa þarf mannsæmandi starfsaðstæður fyrir lækna, svo þeir geti unnið störf sín og beitt þekkingu sinni og þjálfun til fullnustu. Frá árinu 1980 hafa útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála vaxið hægt og bítandi. Voru þá 5,5% af vergri landsframleiðslu. Framfarir í læknisfræði hafa verið gífurlegar síðan þá. Vaxandi ævilíkur Íslendinga og fyrirsjáanleg fjölgun í hópi 65 ára og eldri á næstu árum endurspegla það. Hæst fóru heildar heilbrigðisútgjöld árið 2003 þegar þau voru 10,4% af VLF, en hafa síðan aftur farið lækkandi. Árið 2013 voru heildarútgjöld til heilbrigðismála komin niður í 8,81%, þar af voru útgjöld hins opinbera til málaflokksins 7,11% af VLF.Samfélagsleg ábyrgð Við erum því miður eftirbátar frændþjóða okkar svo um munar. Það sést á stöðu málaflokksins og þeim óróa sem ríkir þar. Við þurfum innspýtingu sem nemur þeim sparnaði sem hefur verið í viðhaldi og endurnýjun sjúkrahússins. Til að snúa þessari þróun við þarf að huga að fjármögnun kerfisins, afla nýrra tekjustofna eða færa til fjármagn hins opinbera og forgangsraða. Heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa einnig hækkað. Voru um 0,8% af VLF árið 1980. Fóru hæst í 1,84% árið 2003, en lægst á árinu 2007 eða 1,52%. Árið 2013 voru þau 1,69%. Hlutur heimilanna það ár var 19,2% af heildar heilbrigðisútgjöldum og námu um 32 milljörðum króna. Í samhengi má benda á að tekjur hins opinbera af hagnaði og tekjum lögaðila voru á sama ári 40 milljarðar eða aðeins um 5% af heildartekjum ríkisins. Í þessu ljósi vekja fregnir af háum arðgreiðslum stórfyrirtækja, útgerðar og bankastofnana athygli ekki síður en ofurlaun stjórnenda þeirra. Nú þurfa fyrirtækin í landinu, bankar og fjármálafyrirtæki og Samtök atvinnulífsins að sýna samfélagslega ábyrgð og taka þátt í endurreisninni og viðhaldi á framúrskarandi heilbrigðisþjónustu í landinu. Uppbyggingu Landspítalans og hjúkrunarrýma. Samstaða um sérstakt heilbrigðistryggingargjald á fyrirtæki og hækkun álagsprósentu á tekjur og hagnað lögaðila og þrotabúaskattur með þetta að markmiði væri skref í áttina og virðingarvert framtak til þjóðarsjúkrahússins. Látum athafnir fylgja orðum.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar