Fáránlega stóri jólaþátturinn hjá Loga Bergmanni Eiðssyni verður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld.
Þátturinn verður hinn glæsilegasti en alls verða tíu tónlistaratriði og fjórtán gestir líta við hjá Loga.
Hin ástsæla söngkona okkar Íslendinga, Diddú, mun taka jólalagið Einmanna á Jólanótt sem hún hefur ekki sungið opinberlega í þrjátíu ár.
Jón Jónsson mun síðan taka lagið í beinni frá Græna Hattinum á Akureyri. Logi verður í fáránlegu jólaskapi í kvöld í sérstökum 90 mínútna þætti. Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik undir #jólalogi og deildu mynd af þér og þínum í ykkar mesta og besta jólaskapi og þú gætir átt möguleika á því að vinna 2 miða á jólatónleika Baggalúts. Í fyrramálið mun Logi svo hringja í vinningshafann í þættinum sínum, Bakaríinu. Ekki missa af Fáránlega stóra jólþættinum, í kvöld kl. 19:25.
Eftirfarandi tónlistaratriði verða í þættinum í kvöld:
Sniglabandið
Vagina Boys
Diddú
Óperudraugarnir
Friðrik Ómar
Eivör
Þorsteinn Kári Jónsson
Skítamórall
Ómar Ragnarsson
Jón Jónsson
Gestir:
Egill Ólafsson og Diddú
Illugi Gunnarsson, Svandís Svavarsdóttir og Róbert Marshall
Stefán Máni, Ragnar Jónsson og Lilja Sigurðardóttir
Baltasar Breki og Vala Kristín Eiríksdóttir
Þorsteinn Kári Jónsson, Ómar Ragnarsson og Friðrik Ómar
Maggi Texas og Solla á Gló.
