Stjórnarformaður Volkswagen segir af sér Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2015 10:37 Ferdinand Piëch stjórnarformaður (til vinstri) og Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen. Ferdinand Piëch stjórnarformaður Volkswagen hefur sagt af sér. Tvær vikur eru frá því að hann greindi þýska blaðinu Der Spiegel frá því að hann treysti ekki forstjóra Volkswagen og að hann vildi ekki að hann tæki við sér sem stjórnarformaður er hann stígur úr forstjórastóli. Í það hefur stefnt lengi. Enginn annarra meðlima í stjórn Volkswagen tóku undir orð Piëch, né heldur aðrir stjórnendur fyrirtækisins. Því var Piëch afar einangraður í afstöðu sinni og það leiddi til afsagnar hans. Piëch hefur fram að þessu fengið flestu því ráðið sem hann kýs innan hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Piëch á 51% í Volkswagen Group ásamt fjölskyldu sinni, en hún er komin af Porsche slektinu. Þessar fréttir þykja stórar í þýska bílaheiminum og í ljósi eignarhalds Piëch og fjölskyldu hans telja margir að slagnum milli Piëch og forstjórans sé alls ekki lokið. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Ferdinand Piëch stjórnarformaður Volkswagen hefur sagt af sér. Tvær vikur eru frá því að hann greindi þýska blaðinu Der Spiegel frá því að hann treysti ekki forstjóra Volkswagen og að hann vildi ekki að hann tæki við sér sem stjórnarformaður er hann stígur úr forstjórastóli. Í það hefur stefnt lengi. Enginn annarra meðlima í stjórn Volkswagen tóku undir orð Piëch, né heldur aðrir stjórnendur fyrirtækisins. Því var Piëch afar einangraður í afstöðu sinni og það leiddi til afsagnar hans. Piëch hefur fram að þessu fengið flestu því ráðið sem hann kýs innan hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Piëch á 51% í Volkswagen Group ásamt fjölskyldu sinni, en hún er komin af Porsche slektinu. Þessar fréttir þykja stórar í þýska bílaheiminum og í ljósi eignarhalds Piëch og fjölskyldu hans telja margir að slagnum milli Piëch og forstjórans sé alls ekki lokið.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent