Tesla milli stranda Bandaríkjanna á 59 tímum Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2015 11:10 Tesla Model S bíllinn á einni hraðhleðslustöðinni á leiðinni. Margir bílkaupendur þora ekki að kaupa rafmagnsbíla vegna drægni þeirra. Þeir óttast að komast ekki á milli lengri áfangastaða. Tesla vill eyða þessum ótta og hefur í því skyni ekið Tesla Model S bílum margar lengri leiðir og það á merkilega skömmum tíma. Nýjasta dæmið er akstur milli stranda Bandaríkjanna í síðustu viku sem ekki tók nema 58 klukkustundir og 55 mínútur. Á þeim tíma voru farnir 4.845 kílómetrar milli borganna Los Angeles og New York. Á þessum tíma þurfti að sjálfsögðu að hlaða bílinn rafmagni mörgum sinnum en Tesla hefur sett upp hraðhleðslustöðvanet sem tryggir að þetta er hægt. Ef deilt er í vegalengdina með þeim tíma sem aksturinn tók sést að meðalhraði bílsins var 82,25 km/klst. Eitthvað hafa þó ökumenn bílsins farið hraðar á stundum, ef tekið er tillit til þess að inní heildartímanum eru þau stopp sem nauðsynleg voru til hleðslu bílsins. Sá tími sem bíllinn stóð kyrr til hleðslu var samtals 16 klukkutímar og 31 mínúta. Því var bíllinn aðeins 42 klukkutíma og 24 mínútur á ferð og meðalhraðinn því um 114 km/klst. Síðasta sumar fóru bílablaðamenn Edmunds.com þessa sömu leið á samskonar bíl á 67 klukkustundum og 21 mínútu og því var metið bætt nú um sjö og hálfa klukkustund. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent
Margir bílkaupendur þora ekki að kaupa rafmagnsbíla vegna drægni þeirra. Þeir óttast að komast ekki á milli lengri áfangastaða. Tesla vill eyða þessum ótta og hefur í því skyni ekið Tesla Model S bílum margar lengri leiðir og það á merkilega skömmum tíma. Nýjasta dæmið er akstur milli stranda Bandaríkjanna í síðustu viku sem ekki tók nema 58 klukkustundir og 55 mínútur. Á þeim tíma voru farnir 4.845 kílómetrar milli borganna Los Angeles og New York. Á þessum tíma þurfti að sjálfsögðu að hlaða bílinn rafmagni mörgum sinnum en Tesla hefur sett upp hraðhleðslustöðvanet sem tryggir að þetta er hægt. Ef deilt er í vegalengdina með þeim tíma sem aksturinn tók sést að meðalhraði bílsins var 82,25 km/klst. Eitthvað hafa þó ökumenn bílsins farið hraðar á stundum, ef tekið er tillit til þess að inní heildartímanum eru þau stopp sem nauðsynleg voru til hleðslu bílsins. Sá tími sem bíllinn stóð kyrr til hleðslu var samtals 16 klukkutímar og 31 mínúta. Því var bíllinn aðeins 42 klukkutíma og 24 mínútur á ferð og meðalhraðinn því um 114 km/klst. Síðasta sumar fóru bílablaðamenn Edmunds.com þessa sömu leið á samskonar bíl á 67 klukkustundum og 21 mínútu og því var metið bætt nú um sjö og hálfa klukkustund.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent