Kveikja í hundrað brjóstum: „Upp úr geirvörtunum stendur svo loginn“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2015 15:40 Harpa Rún og Elín Anna ásamt brjóstakertunum og gifsafsteypunum. Vísir/Ernir Myndlistakonurnar Harpa Rún Ólafsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir eru nú í óða önn að undirbúa gjörninginn „Með eld í brjósti“ en þær hyggjast kveikja í brjóstum hundrað kvenna á hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Gjörningurinn „Með eld í brjósti“ samanstendur af hundrað kertum sem steypt verða eftir brjóstum hundrað kvenna af öllum stéttum í samfélaginu,“ útskýrir Harpa Rún. „Brjóstin eru steypt úr allavega lituðu vaxi og verða eins mismunandi og þau eru mörg. Upp úr geirvörtunum stendur svo loginn.“ Verkefnið er fjármagnað af styrk frá Framkvæmdarnefnd um hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna en til stendur að halda afmælið hátíðlegt þann 19. júní næstkomandi. Þegar kveikt verður í brjóstakertunum flytur Kvennakórinn Katla lagið „Brennið þið vitar.“Loginn táknar baráttubálið „Kertin eru hundrað talsins til að tákna þann fjölda ára sem íslenskar konur hafa haft pólitíska rödd í samfélaginu. Brjóstin eru marglita vegna fjölbreytileikans sem býr í konunni.“ Harpa segir logann tákna baráttubálið sem myndlistakonurnar leitast við að kveikja í brjóstum kvenna. „Hann táknar einnig engu síður þá viðvörun að eldurinn megi alls ekki slokkna. Lagið „Brennið þið vitar“ þykir okkur tilvalið þar sem það fjallar um baráttu og hættur sem auðvelt er að yfirfæra á baráttu kvenna. Ljósið í vitanum er leiðarljós sem er mikilvægt að hafa fyrir augunum í jafnréttisbaráttu því enn er langt í land.“ Harpa og Elín hófu að safna brjóstunum í kjölfar styrkveitingarinnar. Þær höfðu í fyrstu samband við konur sem þær töldu að myndu kveikja fyrir verkefninu, stofnuðu Facebook-hóp í kringum verkefnið og síðan hafa hinar ýmsu konur tínst inn ein af annarri. „Áhuginn og jákvæðnin fyrir verkefninu kom okkur mikið á óvart og það er mikil breidd í kvennahópnum sem hefur sent okkur brjóstamót, bæði í aldri, karakter og starfstéttum.“Gifsa sín eigin brjóst Myndlistakonurnar steypa kertin eftir brjóstamóti úr gifsi en hver og ein kona gifsar annað brjóst sitt sjálf heima hjá sér með hliðsjón af kennslumyndbandi sem Harpa og Elín útbjuggu. „Sumar fengu líka börnin sín til að hjálpa sér, aðrar eiginmenn, eiginkonur eða vinkonur og höfðu gaman af. Við höfum fengið margar fallegar sögur af mótunarferlunum.“ Harpa segir fegurð verkefnisins meðal annars felast í fjölbreytileikanum og því að taka þátt, standa saman og vera ekki upptekin af því að passa inn í staðalímyndina. Enn vantar brjóst í verkið og listakonurnar hvetja áhugasamar konur til þess að hafa samband ef þær vilja vera með. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Myndlistakonurnar Harpa Rún Ólafsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir eru nú í óða önn að undirbúa gjörninginn „Með eld í brjósti“ en þær hyggjast kveikja í brjóstum hundrað kvenna á hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Gjörningurinn „Með eld í brjósti“ samanstendur af hundrað kertum sem steypt verða eftir brjóstum hundrað kvenna af öllum stéttum í samfélaginu,“ útskýrir Harpa Rún. „Brjóstin eru steypt úr allavega lituðu vaxi og verða eins mismunandi og þau eru mörg. Upp úr geirvörtunum stendur svo loginn.“ Verkefnið er fjármagnað af styrk frá Framkvæmdarnefnd um hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna en til stendur að halda afmælið hátíðlegt þann 19. júní næstkomandi. Þegar kveikt verður í brjóstakertunum flytur Kvennakórinn Katla lagið „Brennið þið vitar.“Loginn táknar baráttubálið „Kertin eru hundrað talsins til að tákna þann fjölda ára sem íslenskar konur hafa haft pólitíska rödd í samfélaginu. Brjóstin eru marglita vegna fjölbreytileikans sem býr í konunni.“ Harpa segir logann tákna baráttubálið sem myndlistakonurnar leitast við að kveikja í brjóstum kvenna. „Hann táknar einnig engu síður þá viðvörun að eldurinn megi alls ekki slokkna. Lagið „Brennið þið vitar“ þykir okkur tilvalið þar sem það fjallar um baráttu og hættur sem auðvelt er að yfirfæra á baráttu kvenna. Ljósið í vitanum er leiðarljós sem er mikilvægt að hafa fyrir augunum í jafnréttisbaráttu því enn er langt í land.“ Harpa og Elín hófu að safna brjóstunum í kjölfar styrkveitingarinnar. Þær höfðu í fyrstu samband við konur sem þær töldu að myndu kveikja fyrir verkefninu, stofnuðu Facebook-hóp í kringum verkefnið og síðan hafa hinar ýmsu konur tínst inn ein af annarri. „Áhuginn og jákvæðnin fyrir verkefninu kom okkur mikið á óvart og það er mikil breidd í kvennahópnum sem hefur sent okkur brjóstamót, bæði í aldri, karakter og starfstéttum.“Gifsa sín eigin brjóst Myndlistakonurnar steypa kertin eftir brjóstamóti úr gifsi en hver og ein kona gifsar annað brjóst sitt sjálf heima hjá sér með hliðsjón af kennslumyndbandi sem Harpa og Elín útbjuggu. „Sumar fengu líka börnin sín til að hjálpa sér, aðrar eiginmenn, eiginkonur eða vinkonur og höfðu gaman af. Við höfum fengið margar fallegar sögur af mótunarferlunum.“ Harpa segir fegurð verkefnisins meðal annars felast í fjölbreytileikanum og því að taka þátt, standa saman og vera ekki upptekin af því að passa inn í staðalímyndina. Enn vantar brjóst í verkið og listakonurnar hvetja áhugasamar konur til þess að hafa samband ef þær vilja vera með.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira