Kveikja í hundrað brjóstum: „Upp úr geirvörtunum stendur svo loginn“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2015 15:40 Harpa Rún og Elín Anna ásamt brjóstakertunum og gifsafsteypunum. Vísir/Ernir Myndlistakonurnar Harpa Rún Ólafsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir eru nú í óða önn að undirbúa gjörninginn „Með eld í brjósti“ en þær hyggjast kveikja í brjóstum hundrað kvenna á hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Gjörningurinn „Með eld í brjósti“ samanstendur af hundrað kertum sem steypt verða eftir brjóstum hundrað kvenna af öllum stéttum í samfélaginu,“ útskýrir Harpa Rún. „Brjóstin eru steypt úr allavega lituðu vaxi og verða eins mismunandi og þau eru mörg. Upp úr geirvörtunum stendur svo loginn.“ Verkefnið er fjármagnað af styrk frá Framkvæmdarnefnd um hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna en til stendur að halda afmælið hátíðlegt þann 19. júní næstkomandi. Þegar kveikt verður í brjóstakertunum flytur Kvennakórinn Katla lagið „Brennið þið vitar.“Loginn táknar baráttubálið „Kertin eru hundrað talsins til að tákna þann fjölda ára sem íslenskar konur hafa haft pólitíska rödd í samfélaginu. Brjóstin eru marglita vegna fjölbreytileikans sem býr í konunni.“ Harpa segir logann tákna baráttubálið sem myndlistakonurnar leitast við að kveikja í brjóstum kvenna. „Hann táknar einnig engu síður þá viðvörun að eldurinn megi alls ekki slokkna. Lagið „Brennið þið vitar“ þykir okkur tilvalið þar sem það fjallar um baráttu og hættur sem auðvelt er að yfirfæra á baráttu kvenna. Ljósið í vitanum er leiðarljós sem er mikilvægt að hafa fyrir augunum í jafnréttisbaráttu því enn er langt í land.“ Harpa og Elín hófu að safna brjóstunum í kjölfar styrkveitingarinnar. Þær höfðu í fyrstu samband við konur sem þær töldu að myndu kveikja fyrir verkefninu, stofnuðu Facebook-hóp í kringum verkefnið og síðan hafa hinar ýmsu konur tínst inn ein af annarri. „Áhuginn og jákvæðnin fyrir verkefninu kom okkur mikið á óvart og það er mikil breidd í kvennahópnum sem hefur sent okkur brjóstamót, bæði í aldri, karakter og starfstéttum.“Gifsa sín eigin brjóst Myndlistakonurnar steypa kertin eftir brjóstamóti úr gifsi en hver og ein kona gifsar annað brjóst sitt sjálf heima hjá sér með hliðsjón af kennslumyndbandi sem Harpa og Elín útbjuggu. „Sumar fengu líka börnin sín til að hjálpa sér, aðrar eiginmenn, eiginkonur eða vinkonur og höfðu gaman af. Við höfum fengið margar fallegar sögur af mótunarferlunum.“ Harpa segir fegurð verkefnisins meðal annars felast í fjölbreytileikanum og því að taka þátt, standa saman og vera ekki upptekin af því að passa inn í staðalímyndina. Enn vantar brjóst í verkið og listakonurnar hvetja áhugasamar konur til þess að hafa samband ef þær vilja vera með. Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira
Myndlistakonurnar Harpa Rún Ólafsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir eru nú í óða önn að undirbúa gjörninginn „Með eld í brjósti“ en þær hyggjast kveikja í brjóstum hundrað kvenna á hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Gjörningurinn „Með eld í brjósti“ samanstendur af hundrað kertum sem steypt verða eftir brjóstum hundrað kvenna af öllum stéttum í samfélaginu,“ útskýrir Harpa Rún. „Brjóstin eru steypt úr allavega lituðu vaxi og verða eins mismunandi og þau eru mörg. Upp úr geirvörtunum stendur svo loginn.“ Verkefnið er fjármagnað af styrk frá Framkvæmdarnefnd um hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna en til stendur að halda afmælið hátíðlegt þann 19. júní næstkomandi. Þegar kveikt verður í brjóstakertunum flytur Kvennakórinn Katla lagið „Brennið þið vitar.“Loginn táknar baráttubálið „Kertin eru hundrað talsins til að tákna þann fjölda ára sem íslenskar konur hafa haft pólitíska rödd í samfélaginu. Brjóstin eru marglita vegna fjölbreytileikans sem býr í konunni.“ Harpa segir logann tákna baráttubálið sem myndlistakonurnar leitast við að kveikja í brjóstum kvenna. „Hann táknar einnig engu síður þá viðvörun að eldurinn megi alls ekki slokkna. Lagið „Brennið þið vitar“ þykir okkur tilvalið þar sem það fjallar um baráttu og hættur sem auðvelt er að yfirfæra á baráttu kvenna. Ljósið í vitanum er leiðarljós sem er mikilvægt að hafa fyrir augunum í jafnréttisbaráttu því enn er langt í land.“ Harpa og Elín hófu að safna brjóstunum í kjölfar styrkveitingarinnar. Þær höfðu í fyrstu samband við konur sem þær töldu að myndu kveikja fyrir verkefninu, stofnuðu Facebook-hóp í kringum verkefnið og síðan hafa hinar ýmsu konur tínst inn ein af annarri. „Áhuginn og jákvæðnin fyrir verkefninu kom okkur mikið á óvart og það er mikil breidd í kvennahópnum sem hefur sent okkur brjóstamót, bæði í aldri, karakter og starfstéttum.“Gifsa sín eigin brjóst Myndlistakonurnar steypa kertin eftir brjóstamóti úr gifsi en hver og ein kona gifsar annað brjóst sitt sjálf heima hjá sér með hliðsjón af kennslumyndbandi sem Harpa og Elín útbjuggu. „Sumar fengu líka börnin sín til að hjálpa sér, aðrar eiginmenn, eiginkonur eða vinkonur og höfðu gaman af. Við höfum fengið margar fallegar sögur af mótunarferlunum.“ Harpa segir fegurð verkefnisins meðal annars felast í fjölbreytileikanum og því að taka þátt, standa saman og vera ekki upptekin af því að passa inn í staðalímyndina. Enn vantar brjóst í verkið og listakonurnar hvetja áhugasamar konur til þess að hafa samband ef þær vilja vera með.
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira