Kveikja í hundrað brjóstum: „Upp úr geirvörtunum stendur svo loginn“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2015 15:40 Harpa Rún og Elín Anna ásamt brjóstakertunum og gifsafsteypunum. Vísir/Ernir Myndlistakonurnar Harpa Rún Ólafsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir eru nú í óða önn að undirbúa gjörninginn „Með eld í brjósti“ en þær hyggjast kveikja í brjóstum hundrað kvenna á hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Gjörningurinn „Með eld í brjósti“ samanstendur af hundrað kertum sem steypt verða eftir brjóstum hundrað kvenna af öllum stéttum í samfélaginu,“ útskýrir Harpa Rún. „Brjóstin eru steypt úr allavega lituðu vaxi og verða eins mismunandi og þau eru mörg. Upp úr geirvörtunum stendur svo loginn.“ Verkefnið er fjármagnað af styrk frá Framkvæmdarnefnd um hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna en til stendur að halda afmælið hátíðlegt þann 19. júní næstkomandi. Þegar kveikt verður í brjóstakertunum flytur Kvennakórinn Katla lagið „Brennið þið vitar.“Loginn táknar baráttubálið „Kertin eru hundrað talsins til að tákna þann fjölda ára sem íslenskar konur hafa haft pólitíska rödd í samfélaginu. Brjóstin eru marglita vegna fjölbreytileikans sem býr í konunni.“ Harpa segir logann tákna baráttubálið sem myndlistakonurnar leitast við að kveikja í brjóstum kvenna. „Hann táknar einnig engu síður þá viðvörun að eldurinn megi alls ekki slokkna. Lagið „Brennið þið vitar“ þykir okkur tilvalið þar sem það fjallar um baráttu og hættur sem auðvelt er að yfirfæra á baráttu kvenna. Ljósið í vitanum er leiðarljós sem er mikilvægt að hafa fyrir augunum í jafnréttisbaráttu því enn er langt í land.“ Harpa og Elín hófu að safna brjóstunum í kjölfar styrkveitingarinnar. Þær höfðu í fyrstu samband við konur sem þær töldu að myndu kveikja fyrir verkefninu, stofnuðu Facebook-hóp í kringum verkefnið og síðan hafa hinar ýmsu konur tínst inn ein af annarri. „Áhuginn og jákvæðnin fyrir verkefninu kom okkur mikið á óvart og það er mikil breidd í kvennahópnum sem hefur sent okkur brjóstamót, bæði í aldri, karakter og starfstéttum.“Gifsa sín eigin brjóst Myndlistakonurnar steypa kertin eftir brjóstamóti úr gifsi en hver og ein kona gifsar annað brjóst sitt sjálf heima hjá sér með hliðsjón af kennslumyndbandi sem Harpa og Elín útbjuggu. „Sumar fengu líka börnin sín til að hjálpa sér, aðrar eiginmenn, eiginkonur eða vinkonur og höfðu gaman af. Við höfum fengið margar fallegar sögur af mótunarferlunum.“ Harpa segir fegurð verkefnisins meðal annars felast í fjölbreytileikanum og því að taka þátt, standa saman og vera ekki upptekin af því að passa inn í staðalímyndina. Enn vantar brjóst í verkið og listakonurnar hvetja áhugasamar konur til þess að hafa samband ef þær vilja vera með. Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
Myndlistakonurnar Harpa Rún Ólafsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir eru nú í óða önn að undirbúa gjörninginn „Með eld í brjósti“ en þær hyggjast kveikja í brjóstum hundrað kvenna á hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Gjörningurinn „Með eld í brjósti“ samanstendur af hundrað kertum sem steypt verða eftir brjóstum hundrað kvenna af öllum stéttum í samfélaginu,“ útskýrir Harpa Rún. „Brjóstin eru steypt úr allavega lituðu vaxi og verða eins mismunandi og þau eru mörg. Upp úr geirvörtunum stendur svo loginn.“ Verkefnið er fjármagnað af styrk frá Framkvæmdarnefnd um hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna en til stendur að halda afmælið hátíðlegt þann 19. júní næstkomandi. Þegar kveikt verður í brjóstakertunum flytur Kvennakórinn Katla lagið „Brennið þið vitar.“Loginn táknar baráttubálið „Kertin eru hundrað talsins til að tákna þann fjölda ára sem íslenskar konur hafa haft pólitíska rödd í samfélaginu. Brjóstin eru marglita vegna fjölbreytileikans sem býr í konunni.“ Harpa segir logann tákna baráttubálið sem myndlistakonurnar leitast við að kveikja í brjóstum kvenna. „Hann táknar einnig engu síður þá viðvörun að eldurinn megi alls ekki slokkna. Lagið „Brennið þið vitar“ þykir okkur tilvalið þar sem það fjallar um baráttu og hættur sem auðvelt er að yfirfæra á baráttu kvenna. Ljósið í vitanum er leiðarljós sem er mikilvægt að hafa fyrir augunum í jafnréttisbaráttu því enn er langt í land.“ Harpa og Elín hófu að safna brjóstunum í kjölfar styrkveitingarinnar. Þær höfðu í fyrstu samband við konur sem þær töldu að myndu kveikja fyrir verkefninu, stofnuðu Facebook-hóp í kringum verkefnið og síðan hafa hinar ýmsu konur tínst inn ein af annarri. „Áhuginn og jákvæðnin fyrir verkefninu kom okkur mikið á óvart og það er mikil breidd í kvennahópnum sem hefur sent okkur brjóstamót, bæði í aldri, karakter og starfstéttum.“Gifsa sín eigin brjóst Myndlistakonurnar steypa kertin eftir brjóstamóti úr gifsi en hver og ein kona gifsar annað brjóst sitt sjálf heima hjá sér með hliðsjón af kennslumyndbandi sem Harpa og Elín útbjuggu. „Sumar fengu líka börnin sín til að hjálpa sér, aðrar eiginmenn, eiginkonur eða vinkonur og höfðu gaman af. Við höfum fengið margar fallegar sögur af mótunarferlunum.“ Harpa segir fegurð verkefnisins meðal annars felast í fjölbreytileikanum og því að taka þátt, standa saman og vera ekki upptekin af því að passa inn í staðalímyndina. Enn vantar brjóst í verkið og listakonurnar hvetja áhugasamar konur til þess að hafa samband ef þær vilja vera með.
Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira