Kveikja í hundrað brjóstum: „Upp úr geirvörtunum stendur svo loginn“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2015 15:40 Harpa Rún og Elín Anna ásamt brjóstakertunum og gifsafsteypunum. Vísir/Ernir Myndlistakonurnar Harpa Rún Ólafsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir eru nú í óða önn að undirbúa gjörninginn „Með eld í brjósti“ en þær hyggjast kveikja í brjóstum hundrað kvenna á hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Gjörningurinn „Með eld í brjósti“ samanstendur af hundrað kertum sem steypt verða eftir brjóstum hundrað kvenna af öllum stéttum í samfélaginu,“ útskýrir Harpa Rún. „Brjóstin eru steypt úr allavega lituðu vaxi og verða eins mismunandi og þau eru mörg. Upp úr geirvörtunum stendur svo loginn.“ Verkefnið er fjármagnað af styrk frá Framkvæmdarnefnd um hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna en til stendur að halda afmælið hátíðlegt þann 19. júní næstkomandi. Þegar kveikt verður í brjóstakertunum flytur Kvennakórinn Katla lagið „Brennið þið vitar.“Loginn táknar baráttubálið „Kertin eru hundrað talsins til að tákna þann fjölda ára sem íslenskar konur hafa haft pólitíska rödd í samfélaginu. Brjóstin eru marglita vegna fjölbreytileikans sem býr í konunni.“ Harpa segir logann tákna baráttubálið sem myndlistakonurnar leitast við að kveikja í brjóstum kvenna. „Hann táknar einnig engu síður þá viðvörun að eldurinn megi alls ekki slokkna. Lagið „Brennið þið vitar“ þykir okkur tilvalið þar sem það fjallar um baráttu og hættur sem auðvelt er að yfirfæra á baráttu kvenna. Ljósið í vitanum er leiðarljós sem er mikilvægt að hafa fyrir augunum í jafnréttisbaráttu því enn er langt í land.“ Harpa og Elín hófu að safna brjóstunum í kjölfar styrkveitingarinnar. Þær höfðu í fyrstu samband við konur sem þær töldu að myndu kveikja fyrir verkefninu, stofnuðu Facebook-hóp í kringum verkefnið og síðan hafa hinar ýmsu konur tínst inn ein af annarri. „Áhuginn og jákvæðnin fyrir verkefninu kom okkur mikið á óvart og það er mikil breidd í kvennahópnum sem hefur sent okkur brjóstamót, bæði í aldri, karakter og starfstéttum.“Gifsa sín eigin brjóst Myndlistakonurnar steypa kertin eftir brjóstamóti úr gifsi en hver og ein kona gifsar annað brjóst sitt sjálf heima hjá sér með hliðsjón af kennslumyndbandi sem Harpa og Elín útbjuggu. „Sumar fengu líka börnin sín til að hjálpa sér, aðrar eiginmenn, eiginkonur eða vinkonur og höfðu gaman af. Við höfum fengið margar fallegar sögur af mótunarferlunum.“ Harpa segir fegurð verkefnisins meðal annars felast í fjölbreytileikanum og því að taka þátt, standa saman og vera ekki upptekin af því að passa inn í staðalímyndina. Enn vantar brjóst í verkið og listakonurnar hvetja áhugasamar konur til þess að hafa samband ef þær vilja vera með. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Sjá meira
Myndlistakonurnar Harpa Rún Ólafsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir eru nú í óða önn að undirbúa gjörninginn „Með eld í brjósti“ en þær hyggjast kveikja í brjóstum hundrað kvenna á hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Gjörningurinn „Með eld í brjósti“ samanstendur af hundrað kertum sem steypt verða eftir brjóstum hundrað kvenna af öllum stéttum í samfélaginu,“ útskýrir Harpa Rún. „Brjóstin eru steypt úr allavega lituðu vaxi og verða eins mismunandi og þau eru mörg. Upp úr geirvörtunum stendur svo loginn.“ Verkefnið er fjármagnað af styrk frá Framkvæmdarnefnd um hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna en til stendur að halda afmælið hátíðlegt þann 19. júní næstkomandi. Þegar kveikt verður í brjóstakertunum flytur Kvennakórinn Katla lagið „Brennið þið vitar.“Loginn táknar baráttubálið „Kertin eru hundrað talsins til að tákna þann fjölda ára sem íslenskar konur hafa haft pólitíska rödd í samfélaginu. Brjóstin eru marglita vegna fjölbreytileikans sem býr í konunni.“ Harpa segir logann tákna baráttubálið sem myndlistakonurnar leitast við að kveikja í brjóstum kvenna. „Hann táknar einnig engu síður þá viðvörun að eldurinn megi alls ekki slokkna. Lagið „Brennið þið vitar“ þykir okkur tilvalið þar sem það fjallar um baráttu og hættur sem auðvelt er að yfirfæra á baráttu kvenna. Ljósið í vitanum er leiðarljós sem er mikilvægt að hafa fyrir augunum í jafnréttisbaráttu því enn er langt í land.“ Harpa og Elín hófu að safna brjóstunum í kjölfar styrkveitingarinnar. Þær höfðu í fyrstu samband við konur sem þær töldu að myndu kveikja fyrir verkefninu, stofnuðu Facebook-hóp í kringum verkefnið og síðan hafa hinar ýmsu konur tínst inn ein af annarri. „Áhuginn og jákvæðnin fyrir verkefninu kom okkur mikið á óvart og það er mikil breidd í kvennahópnum sem hefur sent okkur brjóstamót, bæði í aldri, karakter og starfstéttum.“Gifsa sín eigin brjóst Myndlistakonurnar steypa kertin eftir brjóstamóti úr gifsi en hver og ein kona gifsar annað brjóst sitt sjálf heima hjá sér með hliðsjón af kennslumyndbandi sem Harpa og Elín útbjuggu. „Sumar fengu líka börnin sín til að hjálpa sér, aðrar eiginmenn, eiginkonur eða vinkonur og höfðu gaman af. Við höfum fengið margar fallegar sögur af mótunarferlunum.“ Harpa segir fegurð verkefnisins meðal annars felast í fjölbreytileikanum og því að taka þátt, standa saman og vera ekki upptekin af því að passa inn í staðalímyndina. Enn vantar brjóst í verkið og listakonurnar hvetja áhugasamar konur til þess að hafa samband ef þær vilja vera með.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning