Opið bréf til borgarstjórnar Þórunn Guðmundsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson og Sigurður Flosason skrifa 3. nóvember 2015 07:00 Um miðjan október fóru fram réttarhöld í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar. Málssóknin var neyðarúrræði Tónlistarskólans til að fá úr því skorið hvort ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta að styðja við nemendur á framhaldsstigi í tónlist stæðist lagalega. Málið bíður nú dómsúrskurðar, en niðurstaðan mun skera úr um hvort Tónlistarskólinn í Reykjavík muni geta starfað áfram. Við réttarhöldin svaraði borgarlögmaður því með ótvíræðum hætti að ábyrgð á tónlistarnámi samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla (upp að háskólastigi) lægi hjá sveitarfélögunum lögum samkvæmt og það hefði ekki breyst við undirritun „Samkomulags um eflingu tónlistarnáms“ sumarið 2011. Þetta samræmist því sem Samtök tónlistarskóla í Reykjavík (STÍR) hafa haldið fram frá upphafi og sá skilningur hefur ítrekað verið staðfestur af fyrrverandi og núverandi menntamálaráðherra. Undanfarin fjögur ár hefur það hins vegar komið fram á fjölmörgum fundum sem STÍR hefur átt með borgarstjóra, borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar að borgin telji að ríkið hafi tekið yfir ábyrgð á framhaldsnámi í hljóðfæraleik og miðnámi og framhaldsnámi í söng. Var m.a. ítrekað vitnað í álit borgarlögmanns því til stuðnings. Þegar eftir því var gengið reyndist það álit svo aldrei hafa verið gert. Umsögn Birgis Björns Sigurjónssonar, fjármálastjóra borgarinnar, til borgarráðs (dagsett 24. maí 2011, 11 dögum eftir að samkomulagið var undirritað) tekur af allan vafa um ábyrgð borgarinnar vegna samkomulagsins: „...sveitarfélögin (skuldbinda) sig til að fjármagna kennslu þeirra nemenda sem innritaðir eru við viðurkennda tónlistarskóla og uppfylla inntökuskilyrði og reglur um námsframvindu. Í samkomulaginu er ekki afmarkaður fjöldi þeirra nemenda sem öðlast rétt samkvæmt því til stuðnings frá sveitarfélaginu með öðrum hætti en ofangreindum. Áhættan liggur þannig hjá sveitarfélögum hvað varðar fjölda nemenda og viðbótarkostnað sem það kann að leiða til.“ Áhættan og ábyrgðin liggur sem sagt hjá sveitarfélögunum. Í þessu samhengi er líka ástæða til að vitna í Ársskýrslu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2011 (bls. 14): „Á árinu leit dagsins ljós ný stefnumótun Reykjavíkurborgar um tónlistarfræðslu. Meginmarkmið hennar eru að tryggja jafnræði til tónlistarnáms og metnaðarfulla kennslu fyrir börn og ungmenni. Jafnframt urðu þáttaskil í fyrirkomulagi tónlistarnáms á mið- og framhaldsstigi þegar undirritað var samkomulag í maí á milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnaðarhlutdeild ríkisins í náminu. Felur aðkoma ríkisins í sér að framlög til málaflokksins aukast um allt að 250 m.kr. á ári og að sveitarfélögin tryggja að nemendur geti stundað nám sitt án tillits til búsetu.“ Þarna er rætt um „kostnaðarhlutdeild“ ríkisins, aukningu á framlögum til málaflokksins og að það séu sveitarfélög sem skuli tryggja að átthagafjötrar hverfi. Þetta þrennt er í hrópandi ósamræmi við það sem varð svo raunin – Reykjavíkurborg fór að halda því fram að ríkið eitt ætti að standa straum af öllum kostnaði við miðnám í söng og allt framhaldsnám, borgin tók út öll framlög sín til efri stiganna og lýsti því jafnframt ítrekað yfir að nemendur úr öðrum sveitarfélögum kæmu borginni ekkert við. Æ ofan í æ hefur skólastjórum tónlistarskóla í borginni verið bent á að hætta að krefja borgina um stuðning við framhaldsnám vegna þess að hið eina rétta í stöðunni sé að herja á menntamálaráðuneytið. En úr því að Reykjavíkurborg viðurkennir loks að ábyrgðin sé hennar, hver er þá málsvörnin? Af hverju brúar hún ekki bilið milli kennslukostnaðar og framlags ríkisins eins og önnur sveitarfélög? Jú, lögum samkvæmt hafa sveitarfélög rétt á að ákveða fyrirkomulag varðandi stuðning við tónlistarnám. Borgin hafi í þessu tilviki ákveðið að styðja eingöngu við grunnnámið og miðnám í hljóðfæraleik. Ef þetta er raunin, þá vakna ýmsar spurningar: Af hverju skrifaði borgin undir samkomulagið, úr því að hún kýs að framfylgja því ekki? Af hverju fullyrti borgin ítrekað að ábyrgðin væri ekki hennar, þegar henni var það greinilega ljóst frá upphafi að ábyrgðin lægi hjá borginni? Hvers vegna tekur borgin að sér að útdeila fjármagni frá Jöfnunarsjóði til nemenda á efri stigum í Reykjavík, úr því að hún telur að þetta skólastig komi sér ekkert við? Reykjavíkurborg er stjórnvald og þetta er því stjórnvaldsákvörðun sem þarf að tilkynna með formlegum hætti og gefa tónlistarskólum andmælarétt. Stenst þessi ákvörðun úr því að það var ekki gert? Reykjavíkurborg viðurkennir að sveitarfélögin ein beri ábyrgð á tónlistarnámi. Með því að hætta stuðningi við nemendur á efri stigum gerir borgin skólunum ókleift að kenna tónlist á efri stigum. Er það meðvituð ákvörðun hjá borgaryfirvöldum að leggja niður framhaldsnám í tónlist í borginni? Hvenær var þessi ákvörðun tekin og var hún rædd með formlegum hætti? Á fundi með borgarstjóra vorið 2014 sagði hann eitthvað á þá leið að hann tryði því ekki að Illugi Gunnarsson vildi að tónlistarskólarnir færu á hausinn á hans vakt. Það hefur nú verið staðfest að það er borgarstjóri sem stendur vaktina og því hlýtur lokaspurningin að vera: Vill Dagur B. Eggertsson að tónlistarskólarnir fari á hausinn á hans vakt? Samtök tónlistarskóla í Reykjavík hvetja borgina eindregið til að axla ábyrgð og leita allra leiða til að finna lausn á vandamálum tónlistarskóla í borginni. Það er sannfæring okkar að þverpólitískur vilji sé um að finna málinu lausn og ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að finna skynsamlega kostnaðarskiptingu á málaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Um miðjan október fóru fram réttarhöld í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar. Málssóknin var neyðarúrræði Tónlistarskólans til að fá úr því skorið hvort ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta að styðja við nemendur á framhaldsstigi í tónlist stæðist lagalega. Málið bíður nú dómsúrskurðar, en niðurstaðan mun skera úr um hvort Tónlistarskólinn í Reykjavík muni geta starfað áfram. Við réttarhöldin svaraði borgarlögmaður því með ótvíræðum hætti að ábyrgð á tónlistarnámi samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla (upp að háskólastigi) lægi hjá sveitarfélögunum lögum samkvæmt og það hefði ekki breyst við undirritun „Samkomulags um eflingu tónlistarnáms“ sumarið 2011. Þetta samræmist því sem Samtök tónlistarskóla í Reykjavík (STÍR) hafa haldið fram frá upphafi og sá skilningur hefur ítrekað verið staðfestur af fyrrverandi og núverandi menntamálaráðherra. Undanfarin fjögur ár hefur það hins vegar komið fram á fjölmörgum fundum sem STÍR hefur átt með borgarstjóra, borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar að borgin telji að ríkið hafi tekið yfir ábyrgð á framhaldsnámi í hljóðfæraleik og miðnámi og framhaldsnámi í söng. Var m.a. ítrekað vitnað í álit borgarlögmanns því til stuðnings. Þegar eftir því var gengið reyndist það álit svo aldrei hafa verið gert. Umsögn Birgis Björns Sigurjónssonar, fjármálastjóra borgarinnar, til borgarráðs (dagsett 24. maí 2011, 11 dögum eftir að samkomulagið var undirritað) tekur af allan vafa um ábyrgð borgarinnar vegna samkomulagsins: „...sveitarfélögin (skuldbinda) sig til að fjármagna kennslu þeirra nemenda sem innritaðir eru við viðurkennda tónlistarskóla og uppfylla inntökuskilyrði og reglur um námsframvindu. Í samkomulaginu er ekki afmarkaður fjöldi þeirra nemenda sem öðlast rétt samkvæmt því til stuðnings frá sveitarfélaginu með öðrum hætti en ofangreindum. Áhættan liggur þannig hjá sveitarfélögum hvað varðar fjölda nemenda og viðbótarkostnað sem það kann að leiða til.“ Áhættan og ábyrgðin liggur sem sagt hjá sveitarfélögunum. Í þessu samhengi er líka ástæða til að vitna í Ársskýrslu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2011 (bls. 14): „Á árinu leit dagsins ljós ný stefnumótun Reykjavíkurborgar um tónlistarfræðslu. Meginmarkmið hennar eru að tryggja jafnræði til tónlistarnáms og metnaðarfulla kennslu fyrir börn og ungmenni. Jafnframt urðu þáttaskil í fyrirkomulagi tónlistarnáms á mið- og framhaldsstigi þegar undirritað var samkomulag í maí á milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnaðarhlutdeild ríkisins í náminu. Felur aðkoma ríkisins í sér að framlög til málaflokksins aukast um allt að 250 m.kr. á ári og að sveitarfélögin tryggja að nemendur geti stundað nám sitt án tillits til búsetu.“ Þarna er rætt um „kostnaðarhlutdeild“ ríkisins, aukningu á framlögum til málaflokksins og að það séu sveitarfélög sem skuli tryggja að átthagafjötrar hverfi. Þetta þrennt er í hrópandi ósamræmi við það sem varð svo raunin – Reykjavíkurborg fór að halda því fram að ríkið eitt ætti að standa straum af öllum kostnaði við miðnám í söng og allt framhaldsnám, borgin tók út öll framlög sín til efri stiganna og lýsti því jafnframt ítrekað yfir að nemendur úr öðrum sveitarfélögum kæmu borginni ekkert við. Æ ofan í æ hefur skólastjórum tónlistarskóla í borginni verið bent á að hætta að krefja borgina um stuðning við framhaldsnám vegna þess að hið eina rétta í stöðunni sé að herja á menntamálaráðuneytið. En úr því að Reykjavíkurborg viðurkennir loks að ábyrgðin sé hennar, hver er þá málsvörnin? Af hverju brúar hún ekki bilið milli kennslukostnaðar og framlags ríkisins eins og önnur sveitarfélög? Jú, lögum samkvæmt hafa sveitarfélög rétt á að ákveða fyrirkomulag varðandi stuðning við tónlistarnám. Borgin hafi í þessu tilviki ákveðið að styðja eingöngu við grunnnámið og miðnám í hljóðfæraleik. Ef þetta er raunin, þá vakna ýmsar spurningar: Af hverju skrifaði borgin undir samkomulagið, úr því að hún kýs að framfylgja því ekki? Af hverju fullyrti borgin ítrekað að ábyrgðin væri ekki hennar, þegar henni var það greinilega ljóst frá upphafi að ábyrgðin lægi hjá borginni? Hvers vegna tekur borgin að sér að útdeila fjármagni frá Jöfnunarsjóði til nemenda á efri stigum í Reykjavík, úr því að hún telur að þetta skólastig komi sér ekkert við? Reykjavíkurborg er stjórnvald og þetta er því stjórnvaldsákvörðun sem þarf að tilkynna með formlegum hætti og gefa tónlistarskólum andmælarétt. Stenst þessi ákvörðun úr því að það var ekki gert? Reykjavíkurborg viðurkennir að sveitarfélögin ein beri ábyrgð á tónlistarnámi. Með því að hætta stuðningi við nemendur á efri stigum gerir borgin skólunum ókleift að kenna tónlist á efri stigum. Er það meðvituð ákvörðun hjá borgaryfirvöldum að leggja niður framhaldsnám í tónlist í borginni? Hvenær var þessi ákvörðun tekin og var hún rædd með formlegum hætti? Á fundi með borgarstjóra vorið 2014 sagði hann eitthvað á þá leið að hann tryði því ekki að Illugi Gunnarsson vildi að tónlistarskólarnir færu á hausinn á hans vakt. Það hefur nú verið staðfest að það er borgarstjóri sem stendur vaktina og því hlýtur lokaspurningin að vera: Vill Dagur B. Eggertsson að tónlistarskólarnir fari á hausinn á hans vakt? Samtök tónlistarskóla í Reykjavík hvetja borgina eindregið til að axla ábyrgð og leita allra leiða til að finna lausn á vandamálum tónlistarskóla í borginni. Það er sannfæring okkar að þverpólitískur vilji sé um að finna málinu lausn og ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að finna skynsamlega kostnaðarskiptingu á málaflokknum.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun