Fiat Chrysler með tap á þriðja ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 09:12 Jeep Wrangler Renegade er einn þeirra bíla Jeep selst hafa eins og heitar lummur um allan heim á undanförnum árum. Fiat Chrysler Automobiles hefur tilkynnt um 41 milljarða króna tap á rekstri fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi ársins. Líkt og með Volkswagen er tap fyrirtækisins til komið vegna þess að fyrirtækið hefur lagt til hliðar fé til að mæta kostnaði við innkallanir bíla. Nam það fé 83 milljarði og því hefði orðið álíka mikill hagnaður af rekstri Fiat Chrysler ef þessir fjármunir hefðu ekki verið lagðir til hliðar. Í fyrra var 26 milljarða króna hagnaður af rekstri Fiat Chrysler á þessum ársfjórðungi. Mjög vel gekk hjá Fiat Chrysler í Bandaríkjunum og salan jókst um 12% á milli ára og seldi fyrirtækið 685.000 bíla þar á þessum 3 mánuðum og hagnaðist á því um 163 milljarða króna. Vænt tap annarsstaðar í heiminum dró niður árangur Fiat Chrysler, sérstaklega í S-Ameríku og Asíu. Heildarsala Fiat Chrysler á þriðja ársfjórðungi var 1,1 milljón bílar og áætluð heildarsala ársins er 4,8 milljón bílar. Sala Jeep bíla var 27% meiri en í fyrra, en sala Jeep hefur verið með hreinum ólíkindum á síðustu misserum. Mest lesið „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Fiat Chrysler Automobiles hefur tilkynnt um 41 milljarða króna tap á rekstri fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi ársins. Líkt og með Volkswagen er tap fyrirtækisins til komið vegna þess að fyrirtækið hefur lagt til hliðar fé til að mæta kostnaði við innkallanir bíla. Nam það fé 83 milljarði og því hefði orðið álíka mikill hagnaður af rekstri Fiat Chrysler ef þessir fjármunir hefðu ekki verið lagðir til hliðar. Í fyrra var 26 milljarða króna hagnaður af rekstri Fiat Chrysler á þessum ársfjórðungi. Mjög vel gekk hjá Fiat Chrysler í Bandaríkjunum og salan jókst um 12% á milli ára og seldi fyrirtækið 685.000 bíla þar á þessum 3 mánuðum og hagnaðist á því um 163 milljarða króna. Vænt tap annarsstaðar í heiminum dró niður árangur Fiat Chrysler, sérstaklega í S-Ameríku og Asíu. Heildarsala Fiat Chrysler á þriðja ársfjórðungi var 1,1 milljón bílar og áætluð heildarsala ársins er 4,8 milljón bílar. Sala Jeep bíla var 27% meiri en í fyrra, en sala Jeep hefur verið með hreinum ólíkindum á síðustu misserum.
Mest lesið „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent