2015 sögulegt ár fyrir SÞ Berglind Sigmarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 07:00 Árið 2000 komu þjóðarleiðtogar heims saman á vegum Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja Þúsaldarmarkmiðin svokölluðu. Markmiðin voru mótuð af fámennum hópi í kjallaraherbergi SÞ í New York, umhverfismarkmiði var skotið inn í á síðustu stundu. Þetta var í fyrsta skipti sem svo skýr markmið voru sett fram til að minnka fátækt í heiminum. Markmiðin eru átta og hefur þremur markmiðum verið náð á þessum 15 árum. Það hefur tekið tíma fyrir alþjóðasamfélagið að vinna eftir slíkum markmiðum og árangurinn hefði getað verið meiri, en þróunin er í áttina og enn eru ellefu mánuðir til stefnu. Árið 2015 koma leiðtogar frá aðildarríkjum SÞ saman á ný til að meta árangur markmiðanna og endurnýja. Ferlið hefur verið eitt það markverðasta í sögu samtakanna og eflaust með flóknari stefnumótunarferlum sem um getur, 193 aðildarríki og óteljandi hagsmunahópar. Markvisst hefur verið reynt að fá sem flesta að mótun þeirra, bæði almenning, stjórnvöld og félagasamtök. Allir eiga hagsmuna að gæta við þetta samningaborð og það hefur klárlega flækt málin. Drög að markmiðunum voru birt í skýrslu framkvæmdastjóra SÞ í desember sl., um er að ræða 17 markmið með 169 undirmarkmiðum (sjá nánar á 2015.is). Samningaviðræður standa nú yfir með mánaðarlegum fundum í New York fram á sumar, síðan tekur Allsherjarþingið lokaákvörðun í september. Þessi markmið munu gefa ríkjum heims þann möguleika að stefna á sjálfbærni að öllu leyti, ekki bara ríkisrekstri heldur fyrir alla vinkla samfélagsins jafnt sem einstaklinga. Vinnuheiti markmiðanna hefur verið „sjálfbæru þróunarmarkmiðin“ og verða þau líklega sett til 15 ára á ný. Þessi gríðarstóra markmiðasetning um þróun heims er ekki það eina stórtæka á árinu. Sameinuðu þjóðirnar fagna í ár 70 ára starfsafmæli sínu, sem gefur okkur tækifæri til að líta til baka á framlag samtakanna til friðar, mannréttinda og þróunar. Í tilefni þessara tímamóta hafa samtökin lýst því yfir að 2015 verði tileinkað ljósinu/ljóstækni og jarðveginum. Á þeim vettvangi verða ýmsir viðburðir hér á landi til að vekja athygli á þeim málaflokkum. Það er kraftur í árinu, það eru sterkir hópar um allan heim með kröfur um aðgerðir, sérstaklega í kringum mótun nýrra markmiða en einnig í kringum loftslagsmálin. Í tilefni af ári ljóssins er ekkert annað í boði en að vera bjartsýn! Slík alheims markmiðasetning er söguleg og vonandi tekst með henni að skapa sanngjarnari og sjálfbærari heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Árið 2000 komu þjóðarleiðtogar heims saman á vegum Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja Þúsaldarmarkmiðin svokölluðu. Markmiðin voru mótuð af fámennum hópi í kjallaraherbergi SÞ í New York, umhverfismarkmiði var skotið inn í á síðustu stundu. Þetta var í fyrsta skipti sem svo skýr markmið voru sett fram til að minnka fátækt í heiminum. Markmiðin eru átta og hefur þremur markmiðum verið náð á þessum 15 árum. Það hefur tekið tíma fyrir alþjóðasamfélagið að vinna eftir slíkum markmiðum og árangurinn hefði getað verið meiri, en þróunin er í áttina og enn eru ellefu mánuðir til stefnu. Árið 2015 koma leiðtogar frá aðildarríkjum SÞ saman á ný til að meta árangur markmiðanna og endurnýja. Ferlið hefur verið eitt það markverðasta í sögu samtakanna og eflaust með flóknari stefnumótunarferlum sem um getur, 193 aðildarríki og óteljandi hagsmunahópar. Markvisst hefur verið reynt að fá sem flesta að mótun þeirra, bæði almenning, stjórnvöld og félagasamtök. Allir eiga hagsmuna að gæta við þetta samningaborð og það hefur klárlega flækt málin. Drög að markmiðunum voru birt í skýrslu framkvæmdastjóra SÞ í desember sl., um er að ræða 17 markmið með 169 undirmarkmiðum (sjá nánar á 2015.is). Samningaviðræður standa nú yfir með mánaðarlegum fundum í New York fram á sumar, síðan tekur Allsherjarþingið lokaákvörðun í september. Þessi markmið munu gefa ríkjum heims þann möguleika að stefna á sjálfbærni að öllu leyti, ekki bara ríkisrekstri heldur fyrir alla vinkla samfélagsins jafnt sem einstaklinga. Vinnuheiti markmiðanna hefur verið „sjálfbæru þróunarmarkmiðin“ og verða þau líklega sett til 15 ára á ný. Þessi gríðarstóra markmiðasetning um þróun heims er ekki það eina stórtæka á árinu. Sameinuðu þjóðirnar fagna í ár 70 ára starfsafmæli sínu, sem gefur okkur tækifæri til að líta til baka á framlag samtakanna til friðar, mannréttinda og þróunar. Í tilefni þessara tímamóta hafa samtökin lýst því yfir að 2015 verði tileinkað ljósinu/ljóstækni og jarðveginum. Á þeim vettvangi verða ýmsir viðburðir hér á landi til að vekja athygli á þeim málaflokkum. Það er kraftur í árinu, það eru sterkir hópar um allan heim með kröfur um aðgerðir, sérstaklega í kringum mótun nýrra markmiða en einnig í kringum loftslagsmálin. Í tilefni af ári ljóssins er ekkert annað í boði en að vera bjartsýn! Slík alheims markmiðasetning er söguleg og vonandi tekst með henni að skapa sanngjarnari og sjálfbærari heim.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun