Samið um heilbrigðiskerfið Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 30. janúar 2015 07:00 Í tengslum við kjarasamninga Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands undirrituðu ráðherrar í ríkisstjórn viljayfirlýsingu um mikilvægi heilbrigðiskerfisins og vilja til að styrkja frekar heilbrigðisþjónustu í landinu. Ráðherrar og læknar hafa frá stofnun heilbrigðisráðuneytisins 1970 öðrum fremur mótað heilbrigðiskerfi landsmanna í núverandi mynd. Það er því rík ástæða til að fylgjast með framvindu þessarar yfirlýsingar. Markmið heilbrigðiskerfisins er að tryggja landsmönnum „aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag“ og „að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði.“ Rannsóknir á þróun kerfisins sýna að svo virðist sem íslenskir stjórnmálamenn séu ófærir um að veita þessum markmiðum forystu og tryggja að skipulag, innviðir og gangverk kerfisins fylgi þeirri stefnu sem þar er mörkuð. Markmið sem miða að því að hækka útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi til samræmis við nágrannalöndin eru t.d. varhugaverð. Slík markmið geta virkað sem útboð fyrir fyrirtæki í leit að viðskiptatækifærum, m.ö.o. ávísun á einkavæðingu að hætti ríkisstjórnar Blairs í Bretlandi. Gera verður ráð fyrir að kjörnir fulltrúar sem semja fyrir hönd landsmanna við lækna um heilbrigðiskerfið taki mið af hugmyndum almennings um kerfið. Til er skoðanakönnun sem sýndi að um 80% aðspurðra vildu að heilbrigðisþjónustan væri fyrst og fremst á hendi hins opinbera og að 94% vildu að meira fjármagni yrði veitt í heilbrigðisþjónustu úr opinberum sjóðum. Hvergi er að finna í viljayfirlýsingu ráðherranna og læknanna staðfestingu sem með óyggjandi hætti tekur mið af þessum skoðunum landsmanna.Skammgóður vermir Ef jöfnuður í heilbrigðisþjónustu er markmið, þá er aukinn einkarekstur ekki svarið. Jöfnuður í þessu samhengi er viðfangsefni stjórnmálanna; ekki markaðarins. Þá er einkarekstur skammgóður vermir fyrir þá sem vilja ná markmiðinu um skilvirkari þjónustu og hagkvæmari nýtingu fjármagns og þekkingar. Reynsla og rannsóknir sýna að þegar fram í sækir hafa stjórnvöld minni stjórn á útgjöldum til heilbrigðismála eftir því sem hlutur einkarekstrar er meiri innan kerfisins. Á Íslandi hafa læknar ítrekað komið í veg fyrir þjónustustýringu innan kerfisins; síðast í harðvítugri deilu sjúkrahús- og sérgreinalækna annars vegar og heilsugæslulækna hins vegar árið 1995 þegar tilraun var gerð til að koma á tilvísanakerfi í anda þess sem þekkist í nágrannalöndunum. Læknar sem fagstétt eiga ekki aðeins faglegra hagsmuna að gæta innan heilbrigðiskerfisins, heldur ríkra viðskiptahagsmuna. Fjárfestingar einkaaðila í lækningatækjum og búnaði þurfa tekjur til að standa straum af slíkum fjárfestingum. Þessar tekjur koma úr opinberum sjóðum og úr vösum sjúklinga. Í læknisþjónustu á Íslandi er framboð á þjónustu ekki óháð eftirspurn þar sem sömu læknar sjúkdómsgreina, meta þörfina fyrir þjónustu og ákvarða þar með eftirspurnina. Margir læknar sem starfa hjá hinu opinbera starfa einnig á einkastofum. Bæði læknar og sjúklingar geta farið á milli þessara þjónustukerfa að vild. Hættan á árekstrum þar sem takast á viðskiptahagsmunir lækna og hagsmunir hins opinbera sem gætir almannahagsmuna er augljós.Hin ósýnilega hönd stjórnmálanna Ákvarðanir stjórnvalda hafa lagt grunninn að því tvískipta kerfi sem einkennir íslenska heilbrigðiskerfið í dag. Árið 1981 afgreiddu stjórnvöld launakröfur sjúkrahúslækna með því að hvetja lækna til að vinna meira á einkastofum. Þá, eins og nú, þóttu launakröfur læknanna háar og líklegar til að hleypa upp þeim samningum sem þegar höfðu náðst í almennum kjarasamningum. Á einkastofum gátu læknar innheimt fyrir unnin verk, sent Tryggingastofnun (TR) reikninginn og þannig hækkað tekjur sínar án þess að hækkunin kæmi fram í vísitölunni, sem var undirrót óðaverðbólgunnar sem þá var efnahagslegt viðfangsefni stjórnvalda. Þarna var í tíð ráðherra Alþýðubandalagsins tekin afdrifarík ákvörðun við mótun heilbrigðiskerfisins. Í apríl 2011 voru samningar sérgreinalækna lausir. Ólíkt því sem gerðist í lok árs 1997, þegar TR greiddi ekki fyrir þjónustu sérgreinalækna eftir að samningar þeirra runnu út og sjúklingar þurftu að greiða þjónustu þeirra úr eigin vasa, þá heimilaði ráðherra Samfylkingarinnar sérgreinalæknum að starfa áfram á samningunum án þess að greiðslur ríkisins hækkuðu. Þetta gaf sérgreinalæknum svigrúm til að hækka sína gjaldskrá og sækja þannig launahækkun sína í vasa sjúklinga. Það var svo ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem með samningum í lok árs 2013 lét ríkið taka þá hækkun yfir, þegjandi og hljóðalaust. Stórtækar sameiningar á lykilstofnunum heilbrigðisþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu marka skref í átt til einkarekstrar. Sameiningarnar hafa skapað fábrotnari og ósveigjanlegri vinnumarkað fyrir sérmenntað heilbrigðisstarfsfólk. Stærð stofnananna hefur gert rekstur þeirra sýnilegri á fjárlögum ríkisins og veikt stöðu þeirra gagnvart fjárveitingarvaldinu, sem með reglulegu millibili hefur hert á kröfunni um hagkvæmni og skilvirkni í rekstri. Stofnanirnar eru því nú varnarlausari gagnvart rökum sem vilja „báknið burt“. Þannig hafa sameiningar ráðherra Framsóknarflokksins búið í haginn fyrir þá sem vilja réttlæta enn frekari einkavæðingu innan kerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í tengslum við kjarasamninga Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands undirrituðu ráðherrar í ríkisstjórn viljayfirlýsingu um mikilvægi heilbrigðiskerfisins og vilja til að styrkja frekar heilbrigðisþjónustu í landinu. Ráðherrar og læknar hafa frá stofnun heilbrigðisráðuneytisins 1970 öðrum fremur mótað heilbrigðiskerfi landsmanna í núverandi mynd. Það er því rík ástæða til að fylgjast með framvindu þessarar yfirlýsingar. Markmið heilbrigðiskerfisins er að tryggja landsmönnum „aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag“ og „að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði.“ Rannsóknir á þróun kerfisins sýna að svo virðist sem íslenskir stjórnmálamenn séu ófærir um að veita þessum markmiðum forystu og tryggja að skipulag, innviðir og gangverk kerfisins fylgi þeirri stefnu sem þar er mörkuð. Markmið sem miða að því að hækka útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi til samræmis við nágrannalöndin eru t.d. varhugaverð. Slík markmið geta virkað sem útboð fyrir fyrirtæki í leit að viðskiptatækifærum, m.ö.o. ávísun á einkavæðingu að hætti ríkisstjórnar Blairs í Bretlandi. Gera verður ráð fyrir að kjörnir fulltrúar sem semja fyrir hönd landsmanna við lækna um heilbrigðiskerfið taki mið af hugmyndum almennings um kerfið. Til er skoðanakönnun sem sýndi að um 80% aðspurðra vildu að heilbrigðisþjónustan væri fyrst og fremst á hendi hins opinbera og að 94% vildu að meira fjármagni yrði veitt í heilbrigðisþjónustu úr opinberum sjóðum. Hvergi er að finna í viljayfirlýsingu ráðherranna og læknanna staðfestingu sem með óyggjandi hætti tekur mið af þessum skoðunum landsmanna.Skammgóður vermir Ef jöfnuður í heilbrigðisþjónustu er markmið, þá er aukinn einkarekstur ekki svarið. Jöfnuður í þessu samhengi er viðfangsefni stjórnmálanna; ekki markaðarins. Þá er einkarekstur skammgóður vermir fyrir þá sem vilja ná markmiðinu um skilvirkari þjónustu og hagkvæmari nýtingu fjármagns og þekkingar. Reynsla og rannsóknir sýna að þegar fram í sækir hafa stjórnvöld minni stjórn á útgjöldum til heilbrigðismála eftir því sem hlutur einkarekstrar er meiri innan kerfisins. Á Íslandi hafa læknar ítrekað komið í veg fyrir þjónustustýringu innan kerfisins; síðast í harðvítugri deilu sjúkrahús- og sérgreinalækna annars vegar og heilsugæslulækna hins vegar árið 1995 þegar tilraun var gerð til að koma á tilvísanakerfi í anda þess sem þekkist í nágrannalöndunum. Læknar sem fagstétt eiga ekki aðeins faglegra hagsmuna að gæta innan heilbrigðiskerfisins, heldur ríkra viðskiptahagsmuna. Fjárfestingar einkaaðila í lækningatækjum og búnaði þurfa tekjur til að standa straum af slíkum fjárfestingum. Þessar tekjur koma úr opinberum sjóðum og úr vösum sjúklinga. Í læknisþjónustu á Íslandi er framboð á þjónustu ekki óháð eftirspurn þar sem sömu læknar sjúkdómsgreina, meta þörfina fyrir þjónustu og ákvarða þar með eftirspurnina. Margir læknar sem starfa hjá hinu opinbera starfa einnig á einkastofum. Bæði læknar og sjúklingar geta farið á milli þessara þjónustukerfa að vild. Hættan á árekstrum þar sem takast á viðskiptahagsmunir lækna og hagsmunir hins opinbera sem gætir almannahagsmuna er augljós.Hin ósýnilega hönd stjórnmálanna Ákvarðanir stjórnvalda hafa lagt grunninn að því tvískipta kerfi sem einkennir íslenska heilbrigðiskerfið í dag. Árið 1981 afgreiddu stjórnvöld launakröfur sjúkrahúslækna með því að hvetja lækna til að vinna meira á einkastofum. Þá, eins og nú, þóttu launakröfur læknanna háar og líklegar til að hleypa upp þeim samningum sem þegar höfðu náðst í almennum kjarasamningum. Á einkastofum gátu læknar innheimt fyrir unnin verk, sent Tryggingastofnun (TR) reikninginn og þannig hækkað tekjur sínar án þess að hækkunin kæmi fram í vísitölunni, sem var undirrót óðaverðbólgunnar sem þá var efnahagslegt viðfangsefni stjórnvalda. Þarna var í tíð ráðherra Alþýðubandalagsins tekin afdrifarík ákvörðun við mótun heilbrigðiskerfisins. Í apríl 2011 voru samningar sérgreinalækna lausir. Ólíkt því sem gerðist í lok árs 1997, þegar TR greiddi ekki fyrir þjónustu sérgreinalækna eftir að samningar þeirra runnu út og sjúklingar þurftu að greiða þjónustu þeirra úr eigin vasa, þá heimilaði ráðherra Samfylkingarinnar sérgreinalæknum að starfa áfram á samningunum án þess að greiðslur ríkisins hækkuðu. Þetta gaf sérgreinalæknum svigrúm til að hækka sína gjaldskrá og sækja þannig launahækkun sína í vasa sjúklinga. Það var svo ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem með samningum í lok árs 2013 lét ríkið taka þá hækkun yfir, þegjandi og hljóðalaust. Stórtækar sameiningar á lykilstofnunum heilbrigðisþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu marka skref í átt til einkarekstrar. Sameiningarnar hafa skapað fábrotnari og ósveigjanlegri vinnumarkað fyrir sérmenntað heilbrigðisstarfsfólk. Stærð stofnananna hefur gert rekstur þeirra sýnilegri á fjárlögum ríkisins og veikt stöðu þeirra gagnvart fjárveitingarvaldinu, sem með reglulegu millibili hefur hert á kröfunni um hagkvæmni og skilvirkni í rekstri. Stofnanirnar eru því nú varnarlausari gagnvart rökum sem vilja „báknið burt“. Þannig hafa sameiningar ráðherra Framsóknarflokksins búið í haginn fyrir þá sem vilja réttlæta enn frekari einkavæðingu innan kerfisins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun