Dagur: Hallaði á okkur í dómgæslunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 30. janúar 2015 15:02 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landliðsins, segir að það hafi verið erfitt að spila án Steffen Weinhold gegn Króatíu í dag. Weinhold meiddist í síðasta leik hjá Þýskalandi og Króatía vann nokkuð öruggan sigur, 28-23, þar sem lítið gekk upp í sóknarleik þeirra þýsku. Dagur sagði við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag að þeir sem eftir stóðu hafi ekki átt mikið eftir á tankinum eftir langt og strangt mót.Sjá einnig: Umfjöllun: Króatía - Þýskaland 28-23 | Erfitt tap hjá Degi „Það vantaði mikið hjá okkur í dag. Meiðslin hjá Steffen Weinhold kostuðu okkur mikið en hann er hausinn í sóknarleiknum hjá okkur og svo verður bara að segjast eins og er að nítján ára strákurinn okkar á vinstri vængnum (Paul Drux) var orðinn bensínlaus og kannski ekki hægt að ætlast til þess að hann spili áttunda leikinn í röð einn í stöðunni.“ „Þetta var ákveðinn veggur sem við lentum bara á,“ bætti Dagur við. „Menn sem hafa ekki verið að spila mikið í mótinu urðu taugaóstyrkir og leituðu oft af fyrsta möguleika til að setja boltann inn á línu. Þeir stálu boltanum oft og refsuðu okkur fyrir það.“Vísir/Eva BjörkDagur reyndi um tíma í síðari hálfleik að setja sjöunda manninn inn á í þýsku sóknina og það gaf ágæta raun fyrst um sinn. „Það var bara synd að við stóðum nógu vel í vörninni á þeim tíma því þá hefðum við getað komist aðeins betur inn í þetta. Við áttum ágætissyrpu og þetta var okkar síðasti séns til að komast inn í leikinn. Eftir það fór ég að hvíla menn sem ég ætla að veðja á á morgun.“ Silvio Heinevetter átti stórleik en það dugði ekki til. „Það segir ákveðna sögu. Við höfum náð að dreifa álaginu mest í þeirri stöðu og markverðirnir eru því hvað ferskastir af mínum leikmönnum.“ „Við byrjuðum vel í báðum hálfleikjum, á meðan við höfðum kraftinn en svo fjaraði þetta út hjá okkur. Við vorum bara bensínlausir.“Vísir/Eva BjörkÞýskaland mætir tapliðinu úr leik Danmerkur og Slóveníu í leik um sjöunda sætið á mótinu og það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. „Ég þarf að púsla þessu saman og kreista síðustu dropana úr drengjunum. Við sjáum hvernig það tekst. Við erum þó búnir að spila fínt mót og það verður ekki tekið af þeim. Það kostaði þá hins vegar mikla orku að vera í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með ungt og óreynt lið.“ Dagur virtist mjög pirraður út í dómgæsluna í leiknum í kvöld en hingað til hefur hann ekki viljað tjá sig um hana - ekki heldur eftir nokkur umdeild atvik í leiknum gegn Katar í 8-liða úrslitum. „Mér fannst við ekki fá mikið í þessum leik - ég verð að segja alveg eins og er. Mér fannst aðeins halla bara á okkur. Skrýtið að segja þetta eftir síðasta leik,“ sagði hann og brosti út í annað. HM 2015 í Katar Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landliðsins, segir að það hafi verið erfitt að spila án Steffen Weinhold gegn Króatíu í dag. Weinhold meiddist í síðasta leik hjá Þýskalandi og Króatía vann nokkuð öruggan sigur, 28-23, þar sem lítið gekk upp í sóknarleik þeirra þýsku. Dagur sagði við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag að þeir sem eftir stóðu hafi ekki átt mikið eftir á tankinum eftir langt og strangt mót.Sjá einnig: Umfjöllun: Króatía - Þýskaland 28-23 | Erfitt tap hjá Degi „Það vantaði mikið hjá okkur í dag. Meiðslin hjá Steffen Weinhold kostuðu okkur mikið en hann er hausinn í sóknarleiknum hjá okkur og svo verður bara að segjast eins og er að nítján ára strákurinn okkar á vinstri vængnum (Paul Drux) var orðinn bensínlaus og kannski ekki hægt að ætlast til þess að hann spili áttunda leikinn í röð einn í stöðunni.“ „Þetta var ákveðinn veggur sem við lentum bara á,“ bætti Dagur við. „Menn sem hafa ekki verið að spila mikið í mótinu urðu taugaóstyrkir og leituðu oft af fyrsta möguleika til að setja boltann inn á línu. Þeir stálu boltanum oft og refsuðu okkur fyrir það.“Vísir/Eva BjörkDagur reyndi um tíma í síðari hálfleik að setja sjöunda manninn inn á í þýsku sóknina og það gaf ágæta raun fyrst um sinn. „Það var bara synd að við stóðum nógu vel í vörninni á þeim tíma því þá hefðum við getað komist aðeins betur inn í þetta. Við áttum ágætissyrpu og þetta var okkar síðasti séns til að komast inn í leikinn. Eftir það fór ég að hvíla menn sem ég ætla að veðja á á morgun.“ Silvio Heinevetter átti stórleik en það dugði ekki til. „Það segir ákveðna sögu. Við höfum náð að dreifa álaginu mest í þeirri stöðu og markverðirnir eru því hvað ferskastir af mínum leikmönnum.“ „Við byrjuðum vel í báðum hálfleikjum, á meðan við höfðum kraftinn en svo fjaraði þetta út hjá okkur. Við vorum bara bensínlausir.“Vísir/Eva BjörkÞýskaland mætir tapliðinu úr leik Danmerkur og Slóveníu í leik um sjöunda sætið á mótinu og það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. „Ég þarf að púsla þessu saman og kreista síðustu dropana úr drengjunum. Við sjáum hvernig það tekst. Við erum þó búnir að spila fínt mót og það verður ekki tekið af þeim. Það kostaði þá hins vegar mikla orku að vera í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með ungt og óreynt lið.“ Dagur virtist mjög pirraður út í dómgæsluna í leiknum í kvöld en hingað til hefur hann ekki viljað tjá sig um hana - ekki heldur eftir nokkur umdeild atvik í leiknum gegn Katar í 8-liða úrslitum. „Mér fannst við ekki fá mikið í þessum leik - ég verð að segja alveg eins og er. Mér fannst aðeins halla bara á okkur. Skrýtið að segja þetta eftir síðasta leik,“ sagði hann og brosti út í annað.
HM 2015 í Katar Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira