Gummi: Var aldrei rólegur í seinni hálfleik Arnar Björnsson skrifar 30. janúar 2015 18:45 Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM. „Þetta var mjög erfitt. Þegar liðin eru búin að spila svona marga leiki þá þeir oft svolítið sérstakir og kaflaskiptir. Við byrjuðum illa og það tók okkur 10 til 12 mínútur að komast inn í leikinn. Svo skorum við 7 mörk í röð, Landin varði þrjú skot í röð og við náðum forystunni og brutum ísinn. Það er auðvitað gríðarlega mikið í húfi því með þessum sigri erum við búnir að tryggja okkur möguleikann á því að komast á Olympíuleikana. Öll liðin vissu hve mikilvægur þessi leikur var. Gegn Króötum á morgun getur allt gerst því það veit enginn ennþá hvort það verða sjö lið sem fá tækifæri til þess að komast á Olympíuleikana eða ekki. En við erum búnir að tryggja okkur áfram og það verður ekki af okkur tekið.“ Guðmundur segir að leikurinn hafi verið erfiður. „Við spiluðum vel í sókninni, skoruðum 36 mörk en varnarleikurinn í seinni hálfleik var mjög erfiður og lítil markvarsla“. Varstu farinn að halda að þetta yrði endurtekning á Argentínuleiknum? „Ég verð að játa það að ég var aldrei rólegur í seinni hálfleik. Við náðum ekki að standa vörnina og fengum ekki markvörsluna sem við þurftum. Þetta tvennt var ekki í nógu góðu standi í seinni hálfleik.“ Hægri vængurinn ykkar, Lasse Svan og Mads Christiansen, var frábær í kvöld? „Það er nú ekki oft sem maður sér leikmann skora 13 mörk úr jafnmörgum skotum. Þetta er bara gjörsamlega stórkostlegt. Mads Christiansen var mjög öflugur og var að mata hann. Ég skipti venjulega hornamönnun inná í hálfleik en ákvað að gera það ekki núna því ég fann að þetta var hans dagur“. En af því að leikurinn var í járnum að þá gastu ekki gert þær skiptingar sem þú hefðir viljað? „Nei, ég verð bara að viðurkenna það. Mér fannst leikurinn það erfiður að ég þorði ekki að taka þá áhættu“. Þið mætið Króötum strax á morgun og þú getur ekki dundað við það fram á morgun að skoða þennan leik? „Nei það er rétt hjá þér ég verð bara að vaða í Króataleikinn einn tveir og bingó. Ég á fríska menn sem geta hjálpað á morgun. Ég vildi umfram allt endilega vinna þennan leik og ég lagði mikið í hann. Við vonum að það verði nógu mikill kraftur í mönnum að vinna leikinn á morgun“. Seturðu leikinn á morgun þannig upp að leikmennirnir eigi að njóta þess að spila eða gefur þú allt í hann? „Ég vil endilega vinna hann, ekki spurning og við leggjum allt það sem við getum í hann“. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56 Skoraði 13 mörk úr 13 skotum Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum. 30. janúar 2015 18:24 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM. „Þetta var mjög erfitt. Þegar liðin eru búin að spila svona marga leiki þá þeir oft svolítið sérstakir og kaflaskiptir. Við byrjuðum illa og það tók okkur 10 til 12 mínútur að komast inn í leikinn. Svo skorum við 7 mörk í röð, Landin varði þrjú skot í röð og við náðum forystunni og brutum ísinn. Það er auðvitað gríðarlega mikið í húfi því með þessum sigri erum við búnir að tryggja okkur möguleikann á því að komast á Olympíuleikana. Öll liðin vissu hve mikilvægur þessi leikur var. Gegn Króötum á morgun getur allt gerst því það veit enginn ennþá hvort það verða sjö lið sem fá tækifæri til þess að komast á Olympíuleikana eða ekki. En við erum búnir að tryggja okkur áfram og það verður ekki af okkur tekið.“ Guðmundur segir að leikurinn hafi verið erfiður. „Við spiluðum vel í sókninni, skoruðum 36 mörk en varnarleikurinn í seinni hálfleik var mjög erfiður og lítil markvarsla“. Varstu farinn að halda að þetta yrði endurtekning á Argentínuleiknum? „Ég verð að játa það að ég var aldrei rólegur í seinni hálfleik. Við náðum ekki að standa vörnina og fengum ekki markvörsluna sem við þurftum. Þetta tvennt var ekki í nógu góðu standi í seinni hálfleik.“ Hægri vængurinn ykkar, Lasse Svan og Mads Christiansen, var frábær í kvöld? „Það er nú ekki oft sem maður sér leikmann skora 13 mörk úr jafnmörgum skotum. Þetta er bara gjörsamlega stórkostlegt. Mads Christiansen var mjög öflugur og var að mata hann. Ég skipti venjulega hornamönnun inná í hálfleik en ákvað að gera það ekki núna því ég fann að þetta var hans dagur“. En af því að leikurinn var í járnum að þá gastu ekki gert þær skiptingar sem þú hefðir viljað? „Nei, ég verð bara að viðurkenna það. Mér fannst leikurinn það erfiður að ég þorði ekki að taka þá áhættu“. Þið mætið Króötum strax á morgun og þú getur ekki dundað við það fram á morgun að skoða þennan leik? „Nei það er rétt hjá þér ég verð bara að vaða í Króataleikinn einn tveir og bingó. Ég á fríska menn sem geta hjálpað á morgun. Ég vildi umfram allt endilega vinna þennan leik og ég lagði mikið í hann. Við vonum að það verði nógu mikill kraftur í mönnum að vinna leikinn á morgun“. Seturðu leikinn á morgun þannig upp að leikmennirnir eigi að njóta þess að spila eða gefur þú allt í hann? „Ég vil endilega vinna hann, ekki spurning og við leggjum allt það sem við getum í hann“.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56 Skoraði 13 mörk úr 13 skotum Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum. 30. janúar 2015 18:24 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56
Skoraði 13 mörk úr 13 skotum Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum. 30. janúar 2015 18:24