Erum við enn að leita að þér? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2015 08:00 Þegar íslenskar stúlkur byrja að sofa hjá eru þær yngri en annars staðar á Norðurlöndum. Íslenskar konur eru þess vegna í aukinni áhættu að smitast fyrr af kynsjúkdómum. HPV-veiran smitast með kynmökum og er aðalorsök leghálskrabbameins sem á heimsvísu er þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameins hjá konum.Vinkonan sem kom ekki Kona sem ég hitti um daginn sagði mér að hún hefði greinst fyrir þrjátíu árum með leghálskrabbamein eftir að hafa komið í hópleit. Hún var ekki orðin þrítug og móðir ungra barna. Hún sagðist heppin að hafa mætt reglulega í leit því krabbameinið uppgötvaðist á byrjunarstigi, á meðan það var enn læknanlegt. Hún veit af eigin raun hve mikilvægt er að mæta reglulega í krabbameinsleit því náin vinkona hennar sem greindist einnig með leghálskrabbamein sama ár hafði ekki mætt í boðaða leit. Sú var ekki jafn heppin. Hér á landi er konum á aldrinum 23 til 65 ára boðið að mæta á þriggja ára fresti í leghálskrabbameinsleit en samt sem áður eru alltof margar konur sem koma of sjaldan eða aldrei.Konurnar sem leitað var að Einungis tvær af hverjum tíu konum sem fá sitt fyrsta boð um að koma í hópleit að leghálskrabbameini panta tíma innan hálfs árs. Og um helmingur kemur ekki reglulega þrátt fyrir að fá boð en til að leitin skili árangri þarf að taka leghálsstrok á þriggja ára fresti. Í árvekniátaki Bleiku slaufunnar í október síðastliðnum stóð Krabbameinsfélagið fyrir herferðinni „Erum við að leita að þér?“ Á meðan á átakinu stóð varð mikil vakning hjá þjóðinni um mikilvægi þess að konur þiggi boð um að mæta í leit. Feður hringdu og fengu tíma fyrir dætur sínar í leghálskrabbameinsleit. Mæður og ömmur komu í samfylgd dætra eða barnabarna. Skoðanadögum var fjölgað til að anna eftirspurn og símaþjónusta aukin. Alls komu 65% fleiri konur á aldrinum 23 til 39 ára í leghálskrabbameinsleit á Leitarstöðina í Reykjavík í október heldur en í september. Til samanburðar varð engin marktæk aukning á mætingu í október miðað við september árið áður (2013). Átakið núna skilaði þannig góðum árangri.Lúmskur sjúkdómur Dánartíðni vegna leghálskrabbameins hefur lækkað um 90% frá því að leit hófst á vegum Krabbameinsfélagsins fyrir hálfri öld. Þessi árangur jafngildir að um 600 konum hafi verið bjargað frá ótímabærum dauða. En þó svo að konum sem látast úr leghálskrabbameini hafi fækkað umtalsvert mun sjúkdómurinn ekki hverfa úr samfélaginu á næstu árum. Þvert á móti hafa ungar konur verið að greinast með lengra gengið leghálskrabbamein sem erfiðara er að lækna. Það sem er mikilvægt að átta sig á er að sjúkdómurinn er lúmskur því hann er oftast einkennalaus á byrjunarstigum þegar meiri líkur eru á lækningu.Leitin heldur áfram Krabbameinsfélagið hvetur konur til að nýta sér þessa mikilvægu heilsuvernd sem leitarstarfið er. Leitin að konunum í október bar sannarlega árangur en leitin heldur áfram. Til að ná enn betri árangri þurfa konur á boðunaraldri að mæta reglulega. Og höfum í huga að það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að jafnöflugu leitarstarfi og rekið er á Íslandi. Það eru forréttindi. Getur nokkuð verið að við séum enn að leita að þér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þegar íslenskar stúlkur byrja að sofa hjá eru þær yngri en annars staðar á Norðurlöndum. Íslenskar konur eru þess vegna í aukinni áhættu að smitast fyrr af kynsjúkdómum. HPV-veiran smitast með kynmökum og er aðalorsök leghálskrabbameins sem á heimsvísu er þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameins hjá konum.Vinkonan sem kom ekki Kona sem ég hitti um daginn sagði mér að hún hefði greinst fyrir þrjátíu árum með leghálskrabbamein eftir að hafa komið í hópleit. Hún var ekki orðin þrítug og móðir ungra barna. Hún sagðist heppin að hafa mætt reglulega í leit því krabbameinið uppgötvaðist á byrjunarstigi, á meðan það var enn læknanlegt. Hún veit af eigin raun hve mikilvægt er að mæta reglulega í krabbameinsleit því náin vinkona hennar sem greindist einnig með leghálskrabbamein sama ár hafði ekki mætt í boðaða leit. Sú var ekki jafn heppin. Hér á landi er konum á aldrinum 23 til 65 ára boðið að mæta á þriggja ára fresti í leghálskrabbameinsleit en samt sem áður eru alltof margar konur sem koma of sjaldan eða aldrei.Konurnar sem leitað var að Einungis tvær af hverjum tíu konum sem fá sitt fyrsta boð um að koma í hópleit að leghálskrabbameini panta tíma innan hálfs árs. Og um helmingur kemur ekki reglulega þrátt fyrir að fá boð en til að leitin skili árangri þarf að taka leghálsstrok á þriggja ára fresti. Í árvekniátaki Bleiku slaufunnar í október síðastliðnum stóð Krabbameinsfélagið fyrir herferðinni „Erum við að leita að þér?“ Á meðan á átakinu stóð varð mikil vakning hjá þjóðinni um mikilvægi þess að konur þiggi boð um að mæta í leit. Feður hringdu og fengu tíma fyrir dætur sínar í leghálskrabbameinsleit. Mæður og ömmur komu í samfylgd dætra eða barnabarna. Skoðanadögum var fjölgað til að anna eftirspurn og símaþjónusta aukin. Alls komu 65% fleiri konur á aldrinum 23 til 39 ára í leghálskrabbameinsleit á Leitarstöðina í Reykjavík í október heldur en í september. Til samanburðar varð engin marktæk aukning á mætingu í október miðað við september árið áður (2013). Átakið núna skilaði þannig góðum árangri.Lúmskur sjúkdómur Dánartíðni vegna leghálskrabbameins hefur lækkað um 90% frá því að leit hófst á vegum Krabbameinsfélagsins fyrir hálfri öld. Þessi árangur jafngildir að um 600 konum hafi verið bjargað frá ótímabærum dauða. En þó svo að konum sem látast úr leghálskrabbameini hafi fækkað umtalsvert mun sjúkdómurinn ekki hverfa úr samfélaginu á næstu árum. Þvert á móti hafa ungar konur verið að greinast með lengra gengið leghálskrabbamein sem erfiðara er að lækna. Það sem er mikilvægt að átta sig á er að sjúkdómurinn er lúmskur því hann er oftast einkennalaus á byrjunarstigum þegar meiri líkur eru á lækningu.Leitin heldur áfram Krabbameinsfélagið hvetur konur til að nýta sér þessa mikilvægu heilsuvernd sem leitarstarfið er. Leitin að konunum í október bar sannarlega árangur en leitin heldur áfram. Til að ná enn betri árangri þurfa konur á boðunaraldri að mæta reglulega. Og höfum í huga að það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að jafnöflugu leitarstarfi og rekið er á Íslandi. Það eru forréttindi. Getur nokkuð verið að við séum enn að leita að þér?
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun