Leiguíbúðir fyrir efnameiri í forgang í Mosfellsbæ Sigrún H. Pálsdóttir skrifar 9. mars 2015 08:00 Nýverið gerði Íbúahreyfingin tillögur starfshóps Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um uppbyggingu leiguhúsnæðis í miðbæ Mosfellsbæjar að umræðuefni í bæjarstjórn. Ástæðan er sú að þær fela ekki í sér nein úrræði fyrir unga og efnaminni íbúa, heldur einungis þá efnameiri. Lóðarvalið segir sína sögu. Það á að byggja í miðbænum þar sem íbúðir eru eftirsóttar og byggingarkostnaður hár vegna kvaða um bílakjallara og fleira. Staðsetningin ein kallar því á hátt sölu- og leiguverð nema til komi sértækar ráðstafanir sveitarfélagsins. Í umræðum kom fram að starfshópurinn ætlar hvorki að hafa frumkvæði að samstarfi við húsnæðissamvinnufélög, - en þau eru rekin án hagnaðarsjónarmiða, - né lækka gatnagerðargjöld. Orðrétt sagði bæjarstjóri: „Leiguverð ræðst af markaðsaðstæðum. Bærinn mun ekki koma með neinum hætti að rekstri þessara íbúða og þetta eru ekki félagslegar leiguíbúðir, heldur almennt leiguhúsnæði á frjálsum markaði.“ Það er sem sagt framboðið sem á að sjá til þess að lækka leiguverð. En hvað styður þá kenningu? Þetta eru einungis þrjátíu íbúðir á dýrasta stað í bænum. Samkvæmt minnisblaði á að úthluta lóðum fyrir sextíu íbúðir á mörkum Þverholts og Skeiðholts í miðbæ Mosfellsbæjar. Í fyrsta áfanga á að byggja fjörutíu íbúðir, þar af þrjátíu leiguíbúðir sem á hvílir þinglýst kvöð um varanlega útleigu sem er besta mál. En að aflétta þinglýstri kvöð er auðvelt og engar aðgerðir til lækkunar á upphafskostnaði sem stuðla að viðráðanlegri leigu til frambúðar. Í tillögunum segir ekkert um hvernig haga skuli rekstri, halda utan um útleigu, viðhald og fleira. Á bæjarstjórnarfundinum lýsti undirrituð afstöðu Íbúahreyfingarinnar til málsins: „Íbúahreyfingin er tilbúin til að koma að vinnu valnefndarinnar sem fái jafnframt það hlutverk að tryggja að væntanlegar leiguíbúðir verði á viðráðanlegu verði og útfærsla á því hvernig rekstur og fyrirkomulag leiguíbúðanna verði tryggð til langs tíma. Íbúahreyfingin telur mjög mikilvægt að allar raddir heyrist við undirbúning þessa máls. En […] lítur svo á að markmið með úthlutun lóða undir leiguíbúðir sé fyrst og fremst að tryggja fólki og þá sérstaklega ungu fólki leiguíbúðir á sem lægstu leigugjaldi til langs tíma.“Gæta þarf jafnræðis Íbúahreyfingin tekur undir nauðsyn þess að byggja upp leigumarkað í Mosfellsbæ. Íslensk heimili eru í sárum eftir mesta bankahrun sögunnar og sögð þau skuldsettustu í heimi. Nú sex árum síðar hefur mikill fjöldi fólks misst húsnæði sitt og lánshæfi í bönkunum. Margir eru því ekki borgunarmenn fyrir eigin húsnæði. Enn aðrir geta ekki hugsað sér að láta binda sig aftur á skuldaklafann. Uppbygging leigumarkaðar er því knýjandi. Þetta fyrsta skref í þróun leigumarkaðar í Mosfellsbæ er með öðrum formerkjum en Íbúahreyfingin hefði kosið. Forgangsröðunin vekur undrun. Undirrituð frétti fyrst af tilvist starfshópsins á fundi bæjarráðs nú í lok janúar. Hefði ekki verið skynsamlegra að hafa þverpólitíska sátt um svo mikilvægt mál? Og muna að sveitarstjórnir þurfa að gæta jafnræðis í ákvörðunum sínum, muna að það er líka þeirra verkefni að tryggja ungum og efnaminni fjölskyldum leiguhúsnæði á viðráðanlegu leiguverði. Í stefnumótandi starfi í bæjarstjórn þurfa ráðandi öfl að þola að hlusta á öll sjónarmið. Þannig er lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Nýverið gerði Íbúahreyfingin tillögur starfshóps Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um uppbyggingu leiguhúsnæðis í miðbæ Mosfellsbæjar að umræðuefni í bæjarstjórn. Ástæðan er sú að þær fela ekki í sér nein úrræði fyrir unga og efnaminni íbúa, heldur einungis þá efnameiri. Lóðarvalið segir sína sögu. Það á að byggja í miðbænum þar sem íbúðir eru eftirsóttar og byggingarkostnaður hár vegna kvaða um bílakjallara og fleira. Staðsetningin ein kallar því á hátt sölu- og leiguverð nema til komi sértækar ráðstafanir sveitarfélagsins. Í umræðum kom fram að starfshópurinn ætlar hvorki að hafa frumkvæði að samstarfi við húsnæðissamvinnufélög, - en þau eru rekin án hagnaðarsjónarmiða, - né lækka gatnagerðargjöld. Orðrétt sagði bæjarstjóri: „Leiguverð ræðst af markaðsaðstæðum. Bærinn mun ekki koma með neinum hætti að rekstri þessara íbúða og þetta eru ekki félagslegar leiguíbúðir, heldur almennt leiguhúsnæði á frjálsum markaði.“ Það er sem sagt framboðið sem á að sjá til þess að lækka leiguverð. En hvað styður þá kenningu? Þetta eru einungis þrjátíu íbúðir á dýrasta stað í bænum. Samkvæmt minnisblaði á að úthluta lóðum fyrir sextíu íbúðir á mörkum Þverholts og Skeiðholts í miðbæ Mosfellsbæjar. Í fyrsta áfanga á að byggja fjörutíu íbúðir, þar af þrjátíu leiguíbúðir sem á hvílir þinglýst kvöð um varanlega útleigu sem er besta mál. En að aflétta þinglýstri kvöð er auðvelt og engar aðgerðir til lækkunar á upphafskostnaði sem stuðla að viðráðanlegri leigu til frambúðar. Í tillögunum segir ekkert um hvernig haga skuli rekstri, halda utan um útleigu, viðhald og fleira. Á bæjarstjórnarfundinum lýsti undirrituð afstöðu Íbúahreyfingarinnar til málsins: „Íbúahreyfingin er tilbúin til að koma að vinnu valnefndarinnar sem fái jafnframt það hlutverk að tryggja að væntanlegar leiguíbúðir verði á viðráðanlegu verði og útfærsla á því hvernig rekstur og fyrirkomulag leiguíbúðanna verði tryggð til langs tíma. Íbúahreyfingin telur mjög mikilvægt að allar raddir heyrist við undirbúning þessa máls. En […] lítur svo á að markmið með úthlutun lóða undir leiguíbúðir sé fyrst og fremst að tryggja fólki og þá sérstaklega ungu fólki leiguíbúðir á sem lægstu leigugjaldi til langs tíma.“Gæta þarf jafnræðis Íbúahreyfingin tekur undir nauðsyn þess að byggja upp leigumarkað í Mosfellsbæ. Íslensk heimili eru í sárum eftir mesta bankahrun sögunnar og sögð þau skuldsettustu í heimi. Nú sex árum síðar hefur mikill fjöldi fólks misst húsnæði sitt og lánshæfi í bönkunum. Margir eru því ekki borgunarmenn fyrir eigin húsnæði. Enn aðrir geta ekki hugsað sér að láta binda sig aftur á skuldaklafann. Uppbygging leigumarkaðar er því knýjandi. Þetta fyrsta skref í þróun leigumarkaðar í Mosfellsbæ er með öðrum formerkjum en Íbúahreyfingin hefði kosið. Forgangsröðunin vekur undrun. Undirrituð frétti fyrst af tilvist starfshópsins á fundi bæjarráðs nú í lok janúar. Hefði ekki verið skynsamlegra að hafa þverpólitíska sátt um svo mikilvægt mál? Og muna að sveitarstjórnir þurfa að gæta jafnræðis í ákvörðunum sínum, muna að það er líka þeirra verkefni að tryggja ungum og efnaminni fjölskyldum leiguhúsnæði á viðráðanlegu leiguverði. Í stefnumótandi starfi í bæjarstjórn þurfa ráðandi öfl að þola að hlusta á öll sjónarmið. Þannig er lýðræðið.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar