„Auðveldara að gefa konum lyf“ Ráð Rótarinnar skrifar 14. maí 2015 07:00 Hinn 17. apríl var neysla kvenna á geðlyfjum og róandi ávanalyfjum til umræðu í þættinum Kvennaráð á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þar velti Björk Eiðsdóttir þáttarstjórnandi upp þeirri spurningu hvort verið sé að meðhöndla eðlilegar tilfinningar kvenna með geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum en viðmælendur hennar voru þær Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður Geðlæknafélagsins, Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Sjúkrahúsinu Vogi, og Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Embættis landlæknis nota íslenskar konur mun meira af þunglyndislyfjum en karlar. Þetta á reyndar ekki bara við á Íslandi heldur kemur fram á vefsíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að þó að svipað margir karlar og konur eigi við geðrænan vanda að stríða þá sé birtingarmynd hans mjög kynbundin. Þunglyndi er algengasti geðheilsuvandi kvenna, helmingi algengari en meðal karla, þær þjást frekar af kvíðaröskunum en karlar og þær eru líklegri til að þjást af fjölkvillum. En hver er þá skýringin á þessum kynjamun? Í þættinum kom fram, bæði hjá Valgerði og Þórgunni, að engin einhlít skýring væri á þessu kynjamynstri en kannski væri: „auðveldara að gefa konum lyf“, „þær leita frekar á heilsugæsluna“, „leita sér frekar aðstoðar“ og aðspurð af hverju konur koma síður til meðferðar en karlar svarar Valgerður að það sé spurning hvort þær séu „meira úti í bæ að fá lyf og vera hjá læknum heldur en að koma í meðferð og líta á sig með fíkil. Þetta er svo flókið. Þetta er ekki alveg einfalt svar við þessu en örugglega sitt lítið af hverju.“ Það kemur því lítið haldbært fram í viðtali við læknana, um ástæður þess að konur þurfi á svona miklum geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum að halda. Sú skýring að konur leiti frekar til læknis kafar ekki djúpt í vandann og skilur eftir sig spurninguna: Af hverju fara konur svona oft til læknis?Þurfa valdeflandi stuðning Fleiri spurningar vöknuðu hjá okkur Rótarkonum eftir þáttinn. Er konum frekar ávísuð lyf í stað þess að leitað sé að rót vandans? Af hverju fá karlar síður ávísuð geðlyf? Er kannski enn við lýði sú hugsun að konur séu „veikari“ og jafnvel hugsjúkar eða hysterískar? Af hverju koma mun færri konur en karlar í áfengis- og lyfjameðferð? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hins vegar ágætar skýringar á því af hverju konur glíma við svo mikla vanlíðan að þær sprengi skalana í notkun ávanabindandi lyfja og geðlyfja. Það eru nefnilega sterk tengsl á milli þessa heilbrigðisvanda kvenna og „kynhlutverka, streituvalda og neikvæðra upplifana og atvika“. Kynbundnir áhættuþættir geðraskana sem algengar eru hjá konum eru samkvæmt AHS: „kynbundið ofbeldi, óhagstæð félagsleg skilyrði, lágar tekjur og tekjumisrétti, undirskipun í félagslegu tilliti og stéttarstöðu og stöðug ábyrgð á umönnun annarra.“ Við skimun á ofbeldi inni á Vogi kemur í ljós að 80% kvenna sem koma þar til meðferðar hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta er gríðarlega hátt hlutfall sem varpar skýru ljósi á tengsl fíknivanda og ofbeldis og annarra erfiðra upplifana sem hljótast af veikari stöðu kvenna í samfélaginu. Það er því ekki fjarri lagi að álykta að verið sé að gefa lyf við tilfinningavanda sem skapast af stöðu þeirra, m.a. í ofbeldisfullu hjónabandi eða í nánum samböndum, í stað þess að veita konum þann valdeflandi stuðning og meðferð sem þær þurfa á að halda. Það skal tekið fram að þessi grein er ekki skrifuð gegn geðlyfjum, þau eru mörgum nauðsynleg. Við í Rótinni viljum hins vegar leita svara við þeim spurningum um kynbundinn mun á heilsufari sem við vörpum fram í greininni. Svörin fást með uppbyggingu þekkingarsamfélags, rannsóknum og meðferðarkerfi sem byggir á gagnreyndri þekkingu. Tilfinningavanda kvenna og fíknivanda þarf að skoða heildrænt og með kynjagleraugum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir fyrir um.Guðrún Ebba ÓlafsdóttirKristín I. PálsdóttirÞórlaug Sveinsdóttirí ráði Rótarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Hinn 17. apríl var neysla kvenna á geðlyfjum og róandi ávanalyfjum til umræðu í þættinum Kvennaráð á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þar velti Björk Eiðsdóttir þáttarstjórnandi upp þeirri spurningu hvort verið sé að meðhöndla eðlilegar tilfinningar kvenna með geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum en viðmælendur hennar voru þær Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður Geðlæknafélagsins, Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Sjúkrahúsinu Vogi, og Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Embættis landlæknis nota íslenskar konur mun meira af þunglyndislyfjum en karlar. Þetta á reyndar ekki bara við á Íslandi heldur kemur fram á vefsíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að þó að svipað margir karlar og konur eigi við geðrænan vanda að stríða þá sé birtingarmynd hans mjög kynbundin. Þunglyndi er algengasti geðheilsuvandi kvenna, helmingi algengari en meðal karla, þær þjást frekar af kvíðaröskunum en karlar og þær eru líklegri til að þjást af fjölkvillum. En hver er þá skýringin á þessum kynjamun? Í þættinum kom fram, bæði hjá Valgerði og Þórgunni, að engin einhlít skýring væri á þessu kynjamynstri en kannski væri: „auðveldara að gefa konum lyf“, „þær leita frekar á heilsugæsluna“, „leita sér frekar aðstoðar“ og aðspurð af hverju konur koma síður til meðferðar en karlar svarar Valgerður að það sé spurning hvort þær séu „meira úti í bæ að fá lyf og vera hjá læknum heldur en að koma í meðferð og líta á sig með fíkil. Þetta er svo flókið. Þetta er ekki alveg einfalt svar við þessu en örugglega sitt lítið af hverju.“ Það kemur því lítið haldbært fram í viðtali við læknana, um ástæður þess að konur þurfi á svona miklum geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum að halda. Sú skýring að konur leiti frekar til læknis kafar ekki djúpt í vandann og skilur eftir sig spurninguna: Af hverju fara konur svona oft til læknis?Þurfa valdeflandi stuðning Fleiri spurningar vöknuðu hjá okkur Rótarkonum eftir þáttinn. Er konum frekar ávísuð lyf í stað þess að leitað sé að rót vandans? Af hverju fá karlar síður ávísuð geðlyf? Er kannski enn við lýði sú hugsun að konur séu „veikari“ og jafnvel hugsjúkar eða hysterískar? Af hverju koma mun færri konur en karlar í áfengis- og lyfjameðferð? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hins vegar ágætar skýringar á því af hverju konur glíma við svo mikla vanlíðan að þær sprengi skalana í notkun ávanabindandi lyfja og geðlyfja. Það eru nefnilega sterk tengsl á milli þessa heilbrigðisvanda kvenna og „kynhlutverka, streituvalda og neikvæðra upplifana og atvika“. Kynbundnir áhættuþættir geðraskana sem algengar eru hjá konum eru samkvæmt AHS: „kynbundið ofbeldi, óhagstæð félagsleg skilyrði, lágar tekjur og tekjumisrétti, undirskipun í félagslegu tilliti og stéttarstöðu og stöðug ábyrgð á umönnun annarra.“ Við skimun á ofbeldi inni á Vogi kemur í ljós að 80% kvenna sem koma þar til meðferðar hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta er gríðarlega hátt hlutfall sem varpar skýru ljósi á tengsl fíknivanda og ofbeldis og annarra erfiðra upplifana sem hljótast af veikari stöðu kvenna í samfélaginu. Það er því ekki fjarri lagi að álykta að verið sé að gefa lyf við tilfinningavanda sem skapast af stöðu þeirra, m.a. í ofbeldisfullu hjónabandi eða í nánum samböndum, í stað þess að veita konum þann valdeflandi stuðning og meðferð sem þær þurfa á að halda. Það skal tekið fram að þessi grein er ekki skrifuð gegn geðlyfjum, þau eru mörgum nauðsynleg. Við í Rótinni viljum hins vegar leita svara við þeim spurningum um kynbundinn mun á heilsufari sem við vörpum fram í greininni. Svörin fást með uppbyggingu þekkingarsamfélags, rannsóknum og meðferðarkerfi sem byggir á gagnreyndri þekkingu. Tilfinningavanda kvenna og fíknivanda þarf að skoða heildrænt og með kynjagleraugum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir fyrir um.Guðrún Ebba ÓlafsdóttirKristín I. PálsdóttirÞórlaug Sveinsdóttirí ráði Rótarinnar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun