„Auðveldara að gefa konum lyf“ Ráð Rótarinnar skrifar 14. maí 2015 07:00 Hinn 17. apríl var neysla kvenna á geðlyfjum og róandi ávanalyfjum til umræðu í þættinum Kvennaráð á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þar velti Björk Eiðsdóttir þáttarstjórnandi upp þeirri spurningu hvort verið sé að meðhöndla eðlilegar tilfinningar kvenna með geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum en viðmælendur hennar voru þær Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður Geðlæknafélagsins, Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Sjúkrahúsinu Vogi, og Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Embættis landlæknis nota íslenskar konur mun meira af þunglyndislyfjum en karlar. Þetta á reyndar ekki bara við á Íslandi heldur kemur fram á vefsíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að þó að svipað margir karlar og konur eigi við geðrænan vanda að stríða þá sé birtingarmynd hans mjög kynbundin. Þunglyndi er algengasti geðheilsuvandi kvenna, helmingi algengari en meðal karla, þær þjást frekar af kvíðaröskunum en karlar og þær eru líklegri til að þjást af fjölkvillum. En hver er þá skýringin á þessum kynjamun? Í þættinum kom fram, bæði hjá Valgerði og Þórgunni, að engin einhlít skýring væri á þessu kynjamynstri en kannski væri: „auðveldara að gefa konum lyf“, „þær leita frekar á heilsugæsluna“, „leita sér frekar aðstoðar“ og aðspurð af hverju konur koma síður til meðferðar en karlar svarar Valgerður að það sé spurning hvort þær séu „meira úti í bæ að fá lyf og vera hjá læknum heldur en að koma í meðferð og líta á sig með fíkil. Þetta er svo flókið. Þetta er ekki alveg einfalt svar við þessu en örugglega sitt lítið af hverju.“ Það kemur því lítið haldbært fram í viðtali við læknana, um ástæður þess að konur þurfi á svona miklum geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum að halda. Sú skýring að konur leiti frekar til læknis kafar ekki djúpt í vandann og skilur eftir sig spurninguna: Af hverju fara konur svona oft til læknis?Þurfa valdeflandi stuðning Fleiri spurningar vöknuðu hjá okkur Rótarkonum eftir þáttinn. Er konum frekar ávísuð lyf í stað þess að leitað sé að rót vandans? Af hverju fá karlar síður ávísuð geðlyf? Er kannski enn við lýði sú hugsun að konur séu „veikari“ og jafnvel hugsjúkar eða hysterískar? Af hverju koma mun færri konur en karlar í áfengis- og lyfjameðferð? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hins vegar ágætar skýringar á því af hverju konur glíma við svo mikla vanlíðan að þær sprengi skalana í notkun ávanabindandi lyfja og geðlyfja. Það eru nefnilega sterk tengsl á milli þessa heilbrigðisvanda kvenna og „kynhlutverka, streituvalda og neikvæðra upplifana og atvika“. Kynbundnir áhættuþættir geðraskana sem algengar eru hjá konum eru samkvæmt AHS: „kynbundið ofbeldi, óhagstæð félagsleg skilyrði, lágar tekjur og tekjumisrétti, undirskipun í félagslegu tilliti og stéttarstöðu og stöðug ábyrgð á umönnun annarra.“ Við skimun á ofbeldi inni á Vogi kemur í ljós að 80% kvenna sem koma þar til meðferðar hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta er gríðarlega hátt hlutfall sem varpar skýru ljósi á tengsl fíknivanda og ofbeldis og annarra erfiðra upplifana sem hljótast af veikari stöðu kvenna í samfélaginu. Það er því ekki fjarri lagi að álykta að verið sé að gefa lyf við tilfinningavanda sem skapast af stöðu þeirra, m.a. í ofbeldisfullu hjónabandi eða í nánum samböndum, í stað þess að veita konum þann valdeflandi stuðning og meðferð sem þær þurfa á að halda. Það skal tekið fram að þessi grein er ekki skrifuð gegn geðlyfjum, þau eru mörgum nauðsynleg. Við í Rótinni viljum hins vegar leita svara við þeim spurningum um kynbundinn mun á heilsufari sem við vörpum fram í greininni. Svörin fást með uppbyggingu þekkingarsamfélags, rannsóknum og meðferðarkerfi sem byggir á gagnreyndri þekkingu. Tilfinningavanda kvenna og fíknivanda þarf að skoða heildrænt og með kynjagleraugum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir fyrir um.Guðrún Ebba ÓlafsdóttirKristín I. PálsdóttirÞórlaug Sveinsdóttirí ráði Rótarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Hinn 17. apríl var neysla kvenna á geðlyfjum og róandi ávanalyfjum til umræðu í þættinum Kvennaráð á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þar velti Björk Eiðsdóttir þáttarstjórnandi upp þeirri spurningu hvort verið sé að meðhöndla eðlilegar tilfinningar kvenna með geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum en viðmælendur hennar voru þær Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður Geðlæknafélagsins, Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Sjúkrahúsinu Vogi, og Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Embættis landlæknis nota íslenskar konur mun meira af þunglyndislyfjum en karlar. Þetta á reyndar ekki bara við á Íslandi heldur kemur fram á vefsíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að þó að svipað margir karlar og konur eigi við geðrænan vanda að stríða þá sé birtingarmynd hans mjög kynbundin. Þunglyndi er algengasti geðheilsuvandi kvenna, helmingi algengari en meðal karla, þær þjást frekar af kvíðaröskunum en karlar og þær eru líklegri til að þjást af fjölkvillum. En hver er þá skýringin á þessum kynjamun? Í þættinum kom fram, bæði hjá Valgerði og Þórgunni, að engin einhlít skýring væri á þessu kynjamynstri en kannski væri: „auðveldara að gefa konum lyf“, „þær leita frekar á heilsugæsluna“, „leita sér frekar aðstoðar“ og aðspurð af hverju konur koma síður til meðferðar en karlar svarar Valgerður að það sé spurning hvort þær séu „meira úti í bæ að fá lyf og vera hjá læknum heldur en að koma í meðferð og líta á sig með fíkil. Þetta er svo flókið. Þetta er ekki alveg einfalt svar við þessu en örugglega sitt lítið af hverju.“ Það kemur því lítið haldbært fram í viðtali við læknana, um ástæður þess að konur þurfi á svona miklum geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum að halda. Sú skýring að konur leiti frekar til læknis kafar ekki djúpt í vandann og skilur eftir sig spurninguna: Af hverju fara konur svona oft til læknis?Þurfa valdeflandi stuðning Fleiri spurningar vöknuðu hjá okkur Rótarkonum eftir þáttinn. Er konum frekar ávísuð lyf í stað þess að leitað sé að rót vandans? Af hverju fá karlar síður ávísuð geðlyf? Er kannski enn við lýði sú hugsun að konur séu „veikari“ og jafnvel hugsjúkar eða hysterískar? Af hverju koma mun færri konur en karlar í áfengis- og lyfjameðferð? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hins vegar ágætar skýringar á því af hverju konur glíma við svo mikla vanlíðan að þær sprengi skalana í notkun ávanabindandi lyfja og geðlyfja. Það eru nefnilega sterk tengsl á milli þessa heilbrigðisvanda kvenna og „kynhlutverka, streituvalda og neikvæðra upplifana og atvika“. Kynbundnir áhættuþættir geðraskana sem algengar eru hjá konum eru samkvæmt AHS: „kynbundið ofbeldi, óhagstæð félagsleg skilyrði, lágar tekjur og tekjumisrétti, undirskipun í félagslegu tilliti og stéttarstöðu og stöðug ábyrgð á umönnun annarra.“ Við skimun á ofbeldi inni á Vogi kemur í ljós að 80% kvenna sem koma þar til meðferðar hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta er gríðarlega hátt hlutfall sem varpar skýru ljósi á tengsl fíknivanda og ofbeldis og annarra erfiðra upplifana sem hljótast af veikari stöðu kvenna í samfélaginu. Það er því ekki fjarri lagi að álykta að verið sé að gefa lyf við tilfinningavanda sem skapast af stöðu þeirra, m.a. í ofbeldisfullu hjónabandi eða í nánum samböndum, í stað þess að veita konum þann valdeflandi stuðning og meðferð sem þær þurfa á að halda. Það skal tekið fram að þessi grein er ekki skrifuð gegn geðlyfjum, þau eru mörgum nauðsynleg. Við í Rótinni viljum hins vegar leita svara við þeim spurningum um kynbundinn mun á heilsufari sem við vörpum fram í greininni. Svörin fást með uppbyggingu þekkingarsamfélags, rannsóknum og meðferðarkerfi sem byggir á gagnreyndri þekkingu. Tilfinningavanda kvenna og fíknivanda þarf að skoða heildrænt og með kynjagleraugum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir fyrir um.Guðrún Ebba ÓlafsdóttirKristín I. PálsdóttirÞórlaug Sveinsdóttirí ráði Rótarinnar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun