Um aukið aðgengi að áfengi í Háskóla Íslands Ísak Rúnarsson skrifar 14. maí 2015 12:00 Árið er 2011 og uppi eru hugmyndir innan Háskóla Íslands um að endurvekja Stúdentakjallarann sem var fyrst opnaður árið 1975. Kjallarinn, eins og hann var kallaður, hafði þó lognast út af og honum loks lokað árið 2007 og enginn bar sem ætlaður var stúdentum hafði verið starfræktur í fjögur ár. Dagdrykkja og sötur – fyrirhyggja og skynsemi Hugmyndirnar um nýjan Stúdentakjallara snúa að því að byggja við Háskólatorg, samkomustað og félagsmiðstöð stúdenta og kennara við Háskóla Íslands. Ekki falla hugmyndirnar öllum í geð og uppi eru háværar efasemdarraddir um gagnsemi og gjöfulleika þess að opna stað á háskólasvæðinu sem býður upp á áfengi frá klukkan ellefu á daginn. Enda er það ljóst að verði þessar hugmyndir að veruleika hafi allir beint aðgengi að bjór og öðrum ólifnaði fyrir tiltölulega hóflegt gjald. Efasemdarraddirnar benda á það að ekki kunni allir að fara með áfengi og fari svo að nýr Stúdentakjallari verði byggður séu miklar líkur á því að stúdentar leggist í dagdrykkju og sötur. Yrði eðli þeirrar dagdrykkju að sötrararnir myndu svo mæta hífaðir í tíma, valda truflunum og skemma fyrir kennslu. Svo ekki sé nú talað um þá óhæfu að kennari yrði Bakkusi að bráð fyrir kennslustund; þvílíkt hneyksli! Árið 2011 eru horfurnar síður en svo góðar fyrir þessar efasemdarraddir en sama hvað tautar og raular virðast menn ætla að leggja í byggingu kjallarans. Fyrir efasemdarraddirnar hefur það sennilega verið ljúfsárt, því jafnvel þó kjallarinn verði byggður mun reynslan veita þeim uppreisn æru og sýna af hversu mikilli fyrirhyggju og skynsemi þær töluðu. Fótboltaspilið brotnaði Skautum nú fram til ársins 2015 þegar kjallarinn hefur verið starfræktur í þrjú ár í þessu 15.000 manna samfélagi sem gæti staðið undir því að vera fimmta stærsta sveitarfélag landsins. Hver er staðan? Skyldu stúdentar og kennarar mæta hífaðir í tíma að jafnaði? Syngja menn drykkjusöngva á göngum háskólans, léttir, ljúfir og kátir á góðum miðvikudegi? Nei, svo er það víst ekki. Að undanskildu einu atviki sem átti sér stað eftir haustfögnuð starfsmanna háskólans, þar sem fótboltaspilið brotnaði, muna rekstraraðilar ekki eftir því að hlutirnir hafi nokkru sinni farið úr böndunum. Skemmst er frá því að segja að í öllum þeim kennslustundum sem undirritaður hefur sótt hafa samnemendur og kennarar verið allsgáðir og engar sögur er að segja af öðru háttalagi í öðrum deildum háskólans. Raunar er það svo að sárafáir eru eftir sem gangast við því að hafa viðrað efasemdir. Það minnir um margt á þær efasemdarraddir sem heyrðust þegar bjórbanninu var aflétt í mars 1989, að minnsta kosti þekki ég ekki þann mann sem vill kannast við að hafa verið á móti því. Spurningin er því sú; hvað verður um efasemdarraddirnar nú ef áfengi verður hleypt í búðir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Áfengi og tóbak Háskólar Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2011 og uppi eru hugmyndir innan Háskóla Íslands um að endurvekja Stúdentakjallarann sem var fyrst opnaður árið 1975. Kjallarinn, eins og hann var kallaður, hafði þó lognast út af og honum loks lokað árið 2007 og enginn bar sem ætlaður var stúdentum hafði verið starfræktur í fjögur ár. Dagdrykkja og sötur – fyrirhyggja og skynsemi Hugmyndirnar um nýjan Stúdentakjallara snúa að því að byggja við Háskólatorg, samkomustað og félagsmiðstöð stúdenta og kennara við Háskóla Íslands. Ekki falla hugmyndirnar öllum í geð og uppi eru háværar efasemdarraddir um gagnsemi og gjöfulleika þess að opna stað á háskólasvæðinu sem býður upp á áfengi frá klukkan ellefu á daginn. Enda er það ljóst að verði þessar hugmyndir að veruleika hafi allir beint aðgengi að bjór og öðrum ólifnaði fyrir tiltölulega hóflegt gjald. Efasemdarraddirnar benda á það að ekki kunni allir að fara með áfengi og fari svo að nýr Stúdentakjallari verði byggður séu miklar líkur á því að stúdentar leggist í dagdrykkju og sötur. Yrði eðli þeirrar dagdrykkju að sötrararnir myndu svo mæta hífaðir í tíma, valda truflunum og skemma fyrir kennslu. Svo ekki sé nú talað um þá óhæfu að kennari yrði Bakkusi að bráð fyrir kennslustund; þvílíkt hneyksli! Árið 2011 eru horfurnar síður en svo góðar fyrir þessar efasemdarraddir en sama hvað tautar og raular virðast menn ætla að leggja í byggingu kjallarans. Fyrir efasemdarraddirnar hefur það sennilega verið ljúfsárt, því jafnvel þó kjallarinn verði byggður mun reynslan veita þeim uppreisn æru og sýna af hversu mikilli fyrirhyggju og skynsemi þær töluðu. Fótboltaspilið brotnaði Skautum nú fram til ársins 2015 þegar kjallarinn hefur verið starfræktur í þrjú ár í þessu 15.000 manna samfélagi sem gæti staðið undir því að vera fimmta stærsta sveitarfélag landsins. Hver er staðan? Skyldu stúdentar og kennarar mæta hífaðir í tíma að jafnaði? Syngja menn drykkjusöngva á göngum háskólans, léttir, ljúfir og kátir á góðum miðvikudegi? Nei, svo er það víst ekki. Að undanskildu einu atviki sem átti sér stað eftir haustfögnuð starfsmanna háskólans, þar sem fótboltaspilið brotnaði, muna rekstraraðilar ekki eftir því að hlutirnir hafi nokkru sinni farið úr böndunum. Skemmst er frá því að segja að í öllum þeim kennslustundum sem undirritaður hefur sótt hafa samnemendur og kennarar verið allsgáðir og engar sögur er að segja af öðru háttalagi í öðrum deildum háskólans. Raunar er það svo að sárafáir eru eftir sem gangast við því að hafa viðrað efasemdir. Það minnir um margt á þær efasemdarraddir sem heyrðust þegar bjórbanninu var aflétt í mars 1989, að minnsta kosti þekki ég ekki þann mann sem vill kannast við að hafa verið á móti því. Spurningin er því sú; hvað verður um efasemdarraddirnar nú ef áfengi verður hleypt í búðir?
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun