Káta kylfinginn í landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2015 06:45 Fyrirliðinn Guðjón Valur fann hamingjustaðinn sinn í gær. fréttablaðið/eva björk Það kann að hljóma furðulega en landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sagði eftir fyrsta sigur Íslands á HM í Katar að margt mætti læra af kylfingnum Happy Gilmore úr samnefndri kvikmynd frá tíunda áratug síðustu aldar.* Ísland vann í gær átta marka sigur á Alsír, 32-24, eftir að hafa lent 6-0 undir eftir sjö mínútna leik. Strákarnir héldu uppteknum hætti frá síðasta leik og fóru ítrekað illa með hvert dauðafærið á fætur öðru. Það var svo loks í síðari hálfleik að strákarnir fóru að spila af eðlilegri getu í sóknarleiknum og tóku loksins völdin eftir erfiðan fyrri hálfleik. „Ég veit að það hljómar asnalega en til þess að spila vel þarftu að eiga þinn „happy place“ – alveg eins og Happy Gilmore,“ sagði Guðjón Valur en fyrir ókunnuga þá átti kylfingurinn kröftugi í stöðugum vandræðum með púttin sín þar til að hann róaði taugarnar og kom sér á góðan stað í huganum – fann sitt „happy place“. „Það er alveg eins hjá okkur. Þetta er ekkert annað en andlegt vandamál. Það er ekki eins og við höfum gleymt því að skjóta á markið en við þurftum bara að komast á góðan stað í huganum til að spila vel. Það vilja allir standa sig vel í vinnunni sinni og okkur líður illa þegar við stöndum okkur illa í okkar vinnu.“Tonni léttari „Mér finnst eins og að ég sé tonni léttari en ég var,“ sagði hann og bendir réttilega á að þrátt fyrir allt hafi liðið ekki verið að spila illa framan af leik. „Þeir hefðu aldrei skorað sex mörk ef þeir hefðu ekki keyrt í bakið á okkur eftir hvert klúður á fætur öðru hjá okkur.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að halda rónni en nauðsynlegt að komast inn í leikinn og vinna sigur. „Það var helvíti erfitt en maður sá hvernig lundin varð léttari með hverjum unnum bolta og hverju hraðaupphlaupsmarki. Um leið varð þetta allt miklu auðveldara.“ Þrátt fyrir að strákarnir hafi heilt yfir ekki náð að sýna sitt rétta andlit nema á stuttum köflum hér og það er ljóst að liðið á enn alla möguleika á að fara langt hér í Katar. Til þess þarf íslenska liðið að stórbæta sinn leik – svo mikið er ljóst – en Guðjón Valur er þess fullviss að það takist. „Við þurfum hver á stuðningi annars að halda. Við erum einn maður – einn hugur – og spiluðum sem slíkur í dag. Við ætlum okkur að halda áfram að gera það,“ segir hann og bendir á að Ísland hafi áður gert góða hluti á stórmótum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Við unnum silfur í Peking 2008 og brons í Austurríki 2010 en í báðum mótum voru riðlarnir ekkert frábærir. Svo eru mót eins og HM 2011 og ÓL 2012 þar sem við unnum allt í riðlinum en stóðum svo eftir með ekki neitt,“ segir hann. „Við þurfum stíganda. Eftir riðlakeppnina tekur við bikarkeppni [í 16 liða úrslitunum] og við þurfum að komast þangað. Hvernig við gerum það – mér gæti ekki verið meira sama. Ég vil bara að við verðum betri og betri og mér fannst leikurinn í kvöld vera skref í rétta átt,“ segir hann ákveðinn. „Ef við mínusum frá fyrstu mínúturnar, það er að segja,“ bætir hann brosandi við. HM 2015 í Katar Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Það kann að hljóma furðulega en landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sagði eftir fyrsta sigur Íslands á HM í Katar að margt mætti læra af kylfingnum Happy Gilmore úr samnefndri kvikmynd frá tíunda áratug síðustu aldar.* Ísland vann í gær átta marka sigur á Alsír, 32-24, eftir að hafa lent 6-0 undir eftir sjö mínútna leik. Strákarnir héldu uppteknum hætti frá síðasta leik og fóru ítrekað illa með hvert dauðafærið á fætur öðru. Það var svo loks í síðari hálfleik að strákarnir fóru að spila af eðlilegri getu í sóknarleiknum og tóku loksins völdin eftir erfiðan fyrri hálfleik. „Ég veit að það hljómar asnalega en til þess að spila vel þarftu að eiga þinn „happy place“ – alveg eins og Happy Gilmore,“ sagði Guðjón Valur en fyrir ókunnuga þá átti kylfingurinn kröftugi í stöðugum vandræðum með púttin sín þar til að hann róaði taugarnar og kom sér á góðan stað í huganum – fann sitt „happy place“. „Það er alveg eins hjá okkur. Þetta er ekkert annað en andlegt vandamál. Það er ekki eins og við höfum gleymt því að skjóta á markið en við þurftum bara að komast á góðan stað í huganum til að spila vel. Það vilja allir standa sig vel í vinnunni sinni og okkur líður illa þegar við stöndum okkur illa í okkar vinnu.“Tonni léttari „Mér finnst eins og að ég sé tonni léttari en ég var,“ sagði hann og bendir réttilega á að þrátt fyrir allt hafi liðið ekki verið að spila illa framan af leik. „Þeir hefðu aldrei skorað sex mörk ef þeir hefðu ekki keyrt í bakið á okkur eftir hvert klúður á fætur öðru hjá okkur.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að halda rónni en nauðsynlegt að komast inn í leikinn og vinna sigur. „Það var helvíti erfitt en maður sá hvernig lundin varð léttari með hverjum unnum bolta og hverju hraðaupphlaupsmarki. Um leið varð þetta allt miklu auðveldara.“ Þrátt fyrir að strákarnir hafi heilt yfir ekki náð að sýna sitt rétta andlit nema á stuttum köflum hér og það er ljóst að liðið á enn alla möguleika á að fara langt hér í Katar. Til þess þarf íslenska liðið að stórbæta sinn leik – svo mikið er ljóst – en Guðjón Valur er þess fullviss að það takist. „Við þurfum hver á stuðningi annars að halda. Við erum einn maður – einn hugur – og spiluðum sem slíkur í dag. Við ætlum okkur að halda áfram að gera það,“ segir hann og bendir á að Ísland hafi áður gert góða hluti á stórmótum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Við unnum silfur í Peking 2008 og brons í Austurríki 2010 en í báðum mótum voru riðlarnir ekkert frábærir. Svo eru mót eins og HM 2011 og ÓL 2012 þar sem við unnum allt í riðlinum en stóðum svo eftir með ekki neitt,“ segir hann. „Við þurfum stíganda. Eftir riðlakeppnina tekur við bikarkeppni [í 16 liða úrslitunum] og við þurfum að komast þangað. Hvernig við gerum það – mér gæti ekki verið meira sama. Ég vil bara að við verðum betri og betri og mér fannst leikurinn í kvöld vera skref í rétta átt,“ segir hann ákveðinn. „Ef við mínusum frá fyrstu mínúturnar, það er að segja,“ bætir hann brosandi við.
HM 2015 í Katar Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira