Samtal við börn um eldgos og aðra vá Edda Björk Þórðardóttir og Guðný Björk Eydal skrifar 19. janúar 2015 00:00 Frá því að eldgosið í Holuhrauni hófst í lok ágúst hefur óvissan um lengd gossins, flóðahættuna sem af því stafar og áhrif mengunar á heilsu okkar og umhverfi verið algengt umræðuefni í fjölmiðlum, á vinnustöðum og á heimilum flestra landsmanna. Þó svo að yngsta kynslóðin sé sjaldnast þátttakandi í þeirri umræðu er mikilvægt að muna að hún er virkur hlustandi. Þekking barna er þó oft og tíðum nokkuð brotakennd og það fer eftir aldri þeirra hversu vel þau ná að vinna úr upplýsingum úr umhverfinu. Börn móta viðhorf sín um hamfarir út frá samtölum fullorðinna og því er mikilvægt að huga að því hvernig rætt er um eldgosið í návist þeirra. Ef börn hlusta á fréttir er gott að sitja hjá þeim og spjalla við þau um það sem þau heyra.Verum góðir hlustendur Góð byrjun á samtali við börn um eldgosið er að spyrja hvað þau viti nú þegar um gosið og hvort það sé eitthvað sem þau vilji spyrja um. Líkt og fullorðnir hafa börn oft áhyggjur án þess að tala um þær. Það er mikilvægt fyrir börn að þau viti að það er í lagi að upplifa tilfinningar eins og áhyggjur og kvíða. Mikilvægt er að sýna tilfinningum þeirra skilning og minna þau á að okkur finnist spurningar þeirra og áhyggjur mikilvægar. Gott er að minna á að við erum ávallt til staðar til að hlusta á það sem börnum okkar liggur á hjarta. Ótti barna stafar oft af misskilningi eða upplýsingaskorti. Til dæmis er algengt að hamfarir veki hræðslu hjá börnum um að þau verði viðskila við foreldra sína eða að einhver slasist eða deyi. Það róar börn þegar þau skilja það sem er að gerast og fá upplýsingar um ráðstafanir til að vernda þau, fjölskyldu þeirra og vini. Mikilvægt er að róa börn, fræða þau og leiðrétta mögulegan misskilning. Foreldrar geta dregið úr kvíða og streitu barna sinna með því að tala um eldgosið í rólegum tón og á yfirvegaðan hátt. Gott er að veita upplýsingar um að það sé fólk í vinnu við að fylgjast stöðugt með gosinu og að brugðist verði við ef stórt gos eða flóð á sér stað. Mikilvægast er að börnin upplifi sig örugg. Ofangreind ráð eiga einnig við um aðra streituvaldandi atburði í lífi barna okkar, eins og efnahagskreppuna, ebóla-faraldurinn og önnur áföll. Munum að börn eru bæði klár og viðkvæm. Mikilvægt er að gefa þeim heiðarleg svör á sama tíma og við tökum mið af þroska þeirra. Oft þarf að endurtaka atriði, en það getur veitt börnunum þá hughreystingu sem þau þurfa. Með því að gefa okkur tíma til að ræða við börnin okkar, vera virkir hlustendur, vera einlæg og virða skoðanir þeirra og tilfinningar, veitum við þeim ómetanlegan stuðning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Frá því að eldgosið í Holuhrauni hófst í lok ágúst hefur óvissan um lengd gossins, flóðahættuna sem af því stafar og áhrif mengunar á heilsu okkar og umhverfi verið algengt umræðuefni í fjölmiðlum, á vinnustöðum og á heimilum flestra landsmanna. Þó svo að yngsta kynslóðin sé sjaldnast þátttakandi í þeirri umræðu er mikilvægt að muna að hún er virkur hlustandi. Þekking barna er þó oft og tíðum nokkuð brotakennd og það fer eftir aldri þeirra hversu vel þau ná að vinna úr upplýsingum úr umhverfinu. Börn móta viðhorf sín um hamfarir út frá samtölum fullorðinna og því er mikilvægt að huga að því hvernig rætt er um eldgosið í návist þeirra. Ef börn hlusta á fréttir er gott að sitja hjá þeim og spjalla við þau um það sem þau heyra.Verum góðir hlustendur Góð byrjun á samtali við börn um eldgosið er að spyrja hvað þau viti nú þegar um gosið og hvort það sé eitthvað sem þau vilji spyrja um. Líkt og fullorðnir hafa börn oft áhyggjur án þess að tala um þær. Það er mikilvægt fyrir börn að þau viti að það er í lagi að upplifa tilfinningar eins og áhyggjur og kvíða. Mikilvægt er að sýna tilfinningum þeirra skilning og minna þau á að okkur finnist spurningar þeirra og áhyggjur mikilvægar. Gott er að minna á að við erum ávallt til staðar til að hlusta á það sem börnum okkar liggur á hjarta. Ótti barna stafar oft af misskilningi eða upplýsingaskorti. Til dæmis er algengt að hamfarir veki hræðslu hjá börnum um að þau verði viðskila við foreldra sína eða að einhver slasist eða deyi. Það róar börn þegar þau skilja það sem er að gerast og fá upplýsingar um ráðstafanir til að vernda þau, fjölskyldu þeirra og vini. Mikilvægt er að róa börn, fræða þau og leiðrétta mögulegan misskilning. Foreldrar geta dregið úr kvíða og streitu barna sinna með því að tala um eldgosið í rólegum tón og á yfirvegaðan hátt. Gott er að veita upplýsingar um að það sé fólk í vinnu við að fylgjast stöðugt með gosinu og að brugðist verði við ef stórt gos eða flóð á sér stað. Mikilvægast er að börnin upplifi sig örugg. Ofangreind ráð eiga einnig við um aðra streituvaldandi atburði í lífi barna okkar, eins og efnahagskreppuna, ebóla-faraldurinn og önnur áföll. Munum að börn eru bæði klár og viðkvæm. Mikilvægt er að gefa þeim heiðarleg svör á sama tíma og við tökum mið af þroska þeirra. Oft þarf að endurtaka atriði, en það getur veitt börnunum þá hughreystingu sem þau þurfa. Með því að gefa okkur tíma til að ræða við börnin okkar, vera virkir hlustendur, vera einlæg og virða skoðanir þeirra og tilfinningar, veitum við þeim ómetanlegan stuðning.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun