Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2015 20:38 Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. Hann vonast þó til að framkvæmdir komist á fullt í sumar. Þýska fyrirtækið PCC er búið að tryggja fjármögnun kísilversins og stefndi að því að hefja framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka í kringum næstu mánaðamót. Skömmu fyrir jól kom hins vegar óvænt babb í bátinn þegar ESA ákvað að hefja rannsókn á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð fælist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets við PCC. 80 milljarða króna framkvæmdir eru í húfi, einn af lykilþáttum þess hagvaxtar sem spáð er í landinu, og því er óþægilegt að hafa þetta mál í óvissu.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.Fulltrúar Landsvirkjunar, sem og Landsnets, funduðu með ESA í síðustu viku. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir um fund þeirra að farið hafi verið yfir málið og að Landsvirkjun myndi í framhaldinu skila inn skriflegum athugasemdum. Ennþá væri ekki ljóst hvaða áhrif þetta hefði á verkefnið. Það er þó ólíklegt að allt fari á fullt á Húsavík á næstu vikum. Tafir á verkefninu eru óhjákvæmilegar, að sögn Harðar. „Hversu langar er erfitt að segja. En við vonum að það verði ekki nema nokkrir mánuðir.“ Undirbúningsframkvæmdir vegna jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum voru umtalsverðar á nýliðnu ári og Landsvirkjun er núna með stærstu verkþætti í útboði, vélasamstæðu og stöðvarhús. „Við munum halda því ferli áfram og svo munum við vonandi komast af stað næsta sumar,“ svarar forstjórinn spurningu um hvenær hann búist við að framkvæmdir fari á fullt.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun. Tengdar fréttir Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00 Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. 5. desember 2014 20:30 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns stundaði óvart innherjaviðskipti Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. Hann vonast þó til að framkvæmdir komist á fullt í sumar. Þýska fyrirtækið PCC er búið að tryggja fjármögnun kísilversins og stefndi að því að hefja framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka í kringum næstu mánaðamót. Skömmu fyrir jól kom hins vegar óvænt babb í bátinn þegar ESA ákvað að hefja rannsókn á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð fælist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets við PCC. 80 milljarða króna framkvæmdir eru í húfi, einn af lykilþáttum þess hagvaxtar sem spáð er í landinu, og því er óþægilegt að hafa þetta mál í óvissu.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.Fulltrúar Landsvirkjunar, sem og Landsnets, funduðu með ESA í síðustu viku. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir um fund þeirra að farið hafi verið yfir málið og að Landsvirkjun myndi í framhaldinu skila inn skriflegum athugasemdum. Ennþá væri ekki ljóst hvaða áhrif þetta hefði á verkefnið. Það er þó ólíklegt að allt fari á fullt á Húsavík á næstu vikum. Tafir á verkefninu eru óhjákvæmilegar, að sögn Harðar. „Hversu langar er erfitt að segja. En við vonum að það verði ekki nema nokkrir mánuðir.“ Undirbúningsframkvæmdir vegna jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum voru umtalsverðar á nýliðnu ári og Landsvirkjun er núna með stærstu verkþætti í útboði, vélasamstæðu og stöðvarhús. „Við munum halda því ferli áfram og svo munum við vonandi komast af stað næsta sumar,“ svarar forstjórinn spurningu um hvenær hann búist við að framkvæmdir fari á fullt.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun.
Tengdar fréttir Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00 Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. 5. desember 2014 20:30 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns stundaði óvart innherjaviðskipti Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15
Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00
Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. 5. desember 2014 20:30
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent