Leiguverð hækkað um hátt í fjörutíu prósent Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2015 13:41 Leigjendur sætta sig illa við hækkanirnar og sumir segja þær setja líf sitt úr skorðum. vísir/vilhelm Fjögur leigufélög keyptu tæplega þrjú hundruð íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs þegar þær voru boðnar út í lok síðasta árs. Þrjú þeirra hafa hækkað leiguverð, sum hver um hátt í fjörutíu prósent, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hækkunin nemur því oftar en ekki tugþúsundum króna.Salan stuðli að uppbyggingu leigumarkaðar Fjögur hundruð eignir voru boðnar til sölu í október á síðasta ári og hófst formlegt söluferli í nóvember sama ár. Forsenda sölunnar var sú að íbúðirnar yrðu seldar aðilum sem myndu eiga þær áfram til útleigu, og átti þannig að líta sérstaklega til vals á kaupendum og fyrirætlana þeirra. Þannig átti að stuðla að uppbyggingu leigumarkaðar á Íslandi með húsnæðisöryggi þeirra sem búa í eignunum að leiðarljósi, að því er sagði í fréttatilkynningu frá Íbúðalánasjóði. Leigufélagið Heimavellir hf keypti flestar íbúðirnar, eða 111 eignir á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Suðurlandi. Þá keypti Tjarnarverk ehf 87 eignir á Suðurnesjum og BK eignir ehf 74 á Suðurnesjum. Leiguafl ehf og Leigufélag Reykjavíkur keyptu samtals fjórtán eignir á Norðurlandi en þau hyggjast ekki hækka leiguverð í bráð, að sögn Kristmundar Hannessonar, forsvarsmanns félaganna. Óli Þór Barðdal, framkvæmdastjóri BK eigna, segir hækkunina nauðsynlega. „Við höfum eitthvað verið að hækka, aðallega á minni eignunum samt. Það eru margar ástæður fyrir því, við þurfum að borga af láninu, starfsmanni, viðhald og svo hafa fasteignagjöldin hækkað dálítið mikið líka. Hækkanirnar eru misjafnar, fer eftir stærð á íbúðunum en þær eru frá sirka fimm prósentum upp í þrjátíu. Þessar leigur hafa líka verið mjög lágar, þar sem Íbúðalánasjóður átti þetta í mörg ár og höfðu ekkert hækkað leiguna í mörg ár,“ segir hann í samtali við Vísi.Hækkanir setji líf fjölskyldna úr skorðum Íbúum barst tilkynning um kaup á íbúðunum á sínum tíma en nú undanfarnar vikur hafa flestir þeirra fengið tilkynningu um fyrirhugaðar hækkanir á leigu. Á undanförnum dögum hefur fréttastofa rætt við ósátta íbúa sem segja hækkanirnar setja líf þeirra út skorðum. Margir íhuga nú stöðu sína og einhverjir sjá sér ekki annan kost færan en að flytja. „Ég var með nýjan samning en Tjarnarverk vildi meina að það væri enginn gildandi leigusamningur. Ég er farin út og er húsnæðislaus í dag,“ sagði Sjöfn Garðarsdóttir, sem bjó í íbúð sem Tjarnarverk keypti af Íbúðalánasjóði, í samtali við Vísi á dögunum. Reynir Kristinsson, fulltrúi Tjarnarverks, sagði í kjölfarið að félagið ynni nú að því að vinna með leigjendum til að finna leiðir til að bregðast við hækkununum.Þúsundir á leigumarkaði Um átta þúsund manns er nú að leitast eftir litlu ódýru húsnæði, annað hvort með því að leigja eða kaupa. Greiðslumat bankanna og Íbúðarlánasjóðs gerir þó ráð fyrir föstum mánaðarlegum tekjum og ekki öðru en að fólk reki bíl. Það verður til þess að margt ungt fólk getur ekki keypt sér fasteign þó svo innborgun sé til staðar, líkt og greint var frá í Umræðunni á dögunum. Tengdar fréttir Sjöfn sættir sig ekki við vinnubrögð Tjarnarverks: „Farin út og er húsnæðislaus“ Segir Tjarnarverk hafa hækkað leiguverðið um 33 prósent á íbúð sinni í Njarðvík sem sé í slæmu ástandi. 1. júlí 2015 15:14 „Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða“ Leigjandi hjá Tjarnarverk segir vonleysi og hræðslu hafa einkennt líf íbúa síðustu viku 1. júlí 2015 21:42 „Það er verið að flæma okkur í burtu“ Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. 30. júní 2015 12:45 Segir leigjendur fá góðan tíma til að gera ráðstafanir Fulltrúi Tjarnarverks segir þá óánægðasta sem voru með ódýra leigusamninga hjá Íbúðalánasjóði. 2. júlí 2015 12:23 Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Fjögur leigufélög keyptu tæplega þrjú hundruð íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs þegar þær voru boðnar út í lok síðasta árs. Þrjú þeirra hafa hækkað leiguverð, sum hver um hátt í fjörutíu prósent, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hækkunin nemur því oftar en ekki tugþúsundum króna.Salan stuðli að uppbyggingu leigumarkaðar Fjögur hundruð eignir voru boðnar til sölu í október á síðasta ári og hófst formlegt söluferli í nóvember sama ár. Forsenda sölunnar var sú að íbúðirnar yrðu seldar aðilum sem myndu eiga þær áfram til útleigu, og átti þannig að líta sérstaklega til vals á kaupendum og fyrirætlana þeirra. Þannig átti að stuðla að uppbyggingu leigumarkaðar á Íslandi með húsnæðisöryggi þeirra sem búa í eignunum að leiðarljósi, að því er sagði í fréttatilkynningu frá Íbúðalánasjóði. Leigufélagið Heimavellir hf keypti flestar íbúðirnar, eða 111 eignir á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Suðurlandi. Þá keypti Tjarnarverk ehf 87 eignir á Suðurnesjum og BK eignir ehf 74 á Suðurnesjum. Leiguafl ehf og Leigufélag Reykjavíkur keyptu samtals fjórtán eignir á Norðurlandi en þau hyggjast ekki hækka leiguverð í bráð, að sögn Kristmundar Hannessonar, forsvarsmanns félaganna. Óli Þór Barðdal, framkvæmdastjóri BK eigna, segir hækkunina nauðsynlega. „Við höfum eitthvað verið að hækka, aðallega á minni eignunum samt. Það eru margar ástæður fyrir því, við þurfum að borga af láninu, starfsmanni, viðhald og svo hafa fasteignagjöldin hækkað dálítið mikið líka. Hækkanirnar eru misjafnar, fer eftir stærð á íbúðunum en þær eru frá sirka fimm prósentum upp í þrjátíu. Þessar leigur hafa líka verið mjög lágar, þar sem Íbúðalánasjóður átti þetta í mörg ár og höfðu ekkert hækkað leiguna í mörg ár,“ segir hann í samtali við Vísi.Hækkanir setji líf fjölskyldna úr skorðum Íbúum barst tilkynning um kaup á íbúðunum á sínum tíma en nú undanfarnar vikur hafa flestir þeirra fengið tilkynningu um fyrirhugaðar hækkanir á leigu. Á undanförnum dögum hefur fréttastofa rætt við ósátta íbúa sem segja hækkanirnar setja líf þeirra út skorðum. Margir íhuga nú stöðu sína og einhverjir sjá sér ekki annan kost færan en að flytja. „Ég var með nýjan samning en Tjarnarverk vildi meina að það væri enginn gildandi leigusamningur. Ég er farin út og er húsnæðislaus í dag,“ sagði Sjöfn Garðarsdóttir, sem bjó í íbúð sem Tjarnarverk keypti af Íbúðalánasjóði, í samtali við Vísi á dögunum. Reynir Kristinsson, fulltrúi Tjarnarverks, sagði í kjölfarið að félagið ynni nú að því að vinna með leigjendum til að finna leiðir til að bregðast við hækkununum.Þúsundir á leigumarkaði Um átta þúsund manns er nú að leitast eftir litlu ódýru húsnæði, annað hvort með því að leigja eða kaupa. Greiðslumat bankanna og Íbúðarlánasjóðs gerir þó ráð fyrir föstum mánaðarlegum tekjum og ekki öðru en að fólk reki bíl. Það verður til þess að margt ungt fólk getur ekki keypt sér fasteign þó svo innborgun sé til staðar, líkt og greint var frá í Umræðunni á dögunum.
Tengdar fréttir Sjöfn sættir sig ekki við vinnubrögð Tjarnarverks: „Farin út og er húsnæðislaus“ Segir Tjarnarverk hafa hækkað leiguverðið um 33 prósent á íbúð sinni í Njarðvík sem sé í slæmu ástandi. 1. júlí 2015 15:14 „Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða“ Leigjandi hjá Tjarnarverk segir vonleysi og hræðslu hafa einkennt líf íbúa síðustu viku 1. júlí 2015 21:42 „Það er verið að flæma okkur í burtu“ Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. 30. júní 2015 12:45 Segir leigjendur fá góðan tíma til að gera ráðstafanir Fulltrúi Tjarnarverks segir þá óánægðasta sem voru með ódýra leigusamninga hjá Íbúðalánasjóði. 2. júlí 2015 12:23 Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Sjöfn sættir sig ekki við vinnubrögð Tjarnarverks: „Farin út og er húsnæðislaus“ Segir Tjarnarverk hafa hækkað leiguverðið um 33 prósent á íbúð sinni í Njarðvík sem sé í slæmu ástandi. 1. júlí 2015 15:14
„Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða“ Leigjandi hjá Tjarnarverk segir vonleysi og hræðslu hafa einkennt líf íbúa síðustu viku 1. júlí 2015 21:42
„Það er verið að flæma okkur í burtu“ Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. 30. júní 2015 12:45
Segir leigjendur fá góðan tíma til að gera ráðstafanir Fulltrúi Tjarnarverks segir þá óánægðasta sem voru með ódýra leigusamninga hjá Íbúðalánasjóði. 2. júlí 2015 12:23
Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37