Enski boltinn

Héldu upp á tvö hundruðustu Messuna með skemmtilegri upprifjun | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið gestur í Messunni.
Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið gestur í Messunni.
Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason héldu í kvöld upp á tvö hundruðustu Messuna á Stöð 2 en þeir félagar hafa fjallað um enska úrvalsdeildina á Stöð 2 Sport 2 síðan í ágústmánuði 2010.

„Þetta er mjög athyglisverður dagur hjá okkur hér þetta föstudagskvöld því við erum að tala um tvö hundraðasta þáttinn af Messunni, hvorki meira né minna. Aðeins fréttir hafa verið lengur í sjónvarpi heldur en Messan," voru upphafsorð þáttarstjórnandans Guðmundar Benediktssonar.

„Þetta er magnað. Við byrjuðum í ágústmánuði 2010 og ég man bara eftir því eins og það hafi gerst í gær. Svo er maður hérna ennþá tvö hundruð þáttum síðar," sagði Hjörvar Hafliðason.

Strákarnir rifjuðu upp þessa tvö hundruð þætti í skemmtilegu innslagi í þættinum og þetta innslag má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×