Grjótkastara svarað Gauti Kristmannsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Ósiður einn hjá götustrákum var hér áður fyrr að kasta grjóti í fólk. Hann er sem betur fer að mestu aflagður, en tíðkast þó enn í yfirfærðu formi í stöku fjölmiðli. Einn er sá götustrákur á íslensku blaði sem er þó svo heiðarlegur að hann gengst eiginlega við grjótkasti sínu með heitinu á dálki sínum þótt ekki hafi hann nægt hugrekki til að koma fram undir nafni. Í Staksteinum Morgunblaðsins 17. febrúar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá einn eða tvo steina í mína átt, þótt reyndar hafi megnið af þeim texta verið eftir Pál Vilhjálmsson bloggara en höfundur Staksteina virðist hafa gert hann að leiðtoga lífs síns, svo oft vitnar hann til þess djúphygla manns sem kunnur er fyrir dómgreind sína, ekki síst þegar hann fjallar um annað fólk. Yfirskriftin er „Þýðingarlaust mál“ sem höfundi finnst þó nægilega þýðingarmikið til að fjalla um það. Þar er vísað til hugmynda Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra um hvort ekki væri „hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana“ og ollu nokkrum óróa meðal þýðenda og fleiri þar sem gefið var í skyn að lög þau og reglur sem við tökum upp í gegnum EES-samninginn þyrfti að þýða samkvæmt einhverri pólitískri hugmyndafræði. Birgir Ármannsson alþingismaður tekur undir með Sigrúnu í Morgunblaðinu, en bendir á að „svigrúmið“, sem fyrir hendi er við lögfestingu tilskipana, sé ekki þýðenda heldur þingmanna sjálfra. Það er rétt hjá honum, en gagnrýni Sigrúnar snerist að þýðingunum, þegar hún hefði fremur átt að lasta þingið og ráðuneytin sem eiga að laga þessar tilskipanir að íslenskum veruleika. Grjótkastaranum var vitanlega fullkunnugt um þetta eins og sést af lokaorðum dálksins, en hann kastaði grjótinu samt því staðreyndir máls skipta hann engu máli þegar hann er á móti einhverju málefni eða mönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ósiður einn hjá götustrákum var hér áður fyrr að kasta grjóti í fólk. Hann er sem betur fer að mestu aflagður, en tíðkast þó enn í yfirfærðu formi í stöku fjölmiðli. Einn er sá götustrákur á íslensku blaði sem er þó svo heiðarlegur að hann gengst eiginlega við grjótkasti sínu með heitinu á dálki sínum þótt ekki hafi hann nægt hugrekki til að koma fram undir nafni. Í Staksteinum Morgunblaðsins 17. febrúar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá einn eða tvo steina í mína átt, þótt reyndar hafi megnið af þeim texta verið eftir Pál Vilhjálmsson bloggara en höfundur Staksteina virðist hafa gert hann að leiðtoga lífs síns, svo oft vitnar hann til þess djúphygla manns sem kunnur er fyrir dómgreind sína, ekki síst þegar hann fjallar um annað fólk. Yfirskriftin er „Þýðingarlaust mál“ sem höfundi finnst þó nægilega þýðingarmikið til að fjalla um það. Þar er vísað til hugmynda Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra um hvort ekki væri „hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana“ og ollu nokkrum óróa meðal þýðenda og fleiri þar sem gefið var í skyn að lög þau og reglur sem við tökum upp í gegnum EES-samninginn þyrfti að þýða samkvæmt einhverri pólitískri hugmyndafræði. Birgir Ármannsson alþingismaður tekur undir með Sigrúnu í Morgunblaðinu, en bendir á að „svigrúmið“, sem fyrir hendi er við lögfestingu tilskipana, sé ekki þýðenda heldur þingmanna sjálfra. Það er rétt hjá honum, en gagnrýni Sigrúnar snerist að þýðingunum, þegar hún hefði fremur átt að lasta þingið og ráðuneytin sem eiga að laga þessar tilskipanir að íslenskum veruleika. Grjótkastaranum var vitanlega fullkunnugt um þetta eins og sést af lokaorðum dálksins, en hann kastaði grjótinu samt því staðreyndir máls skipta hann engu máli þegar hann er á móti einhverju málefni eða mönnum.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar