63 ábyrgðarlausir þingmenn og heimska þjóðin þeirra Þorkell Máni Pétursson skrifar 18. febrúar 2015 15:45 Þó meirihluti Alþingis hrósi sér mikið fyrir þá staðreynd að aldrei hafi jafn miklu fé verið varið til heilbrigðismála og á þessu ári er öllu meðalgreindu fólki sem hefur fengið að kynnast heilbrigðiskerfinu ljóst að heilbrigðiskerfi íslenska lýðveldisins er komið fram af bjargbrúninni. Fólk sem greitt hefur skatta til þess að byggja hér upp samfélag síðustu hálfa öldina getur alls ekki gengið að því vísu að fá almennilega heilbrigðisþjónustu. Því miður virðist enginn breyting ætla að verða þar á enda hinir ábyrgðalausu sjálfhverfu 63 þingmenn þjóðarinnar of uppteknir að kenna hvor öðrum um en að taka ábyrgð á þessu ástandi. Stjórnarandstaðan vill benda á hrunið og ríkisstjórnin bendir á niðurskurð síðustu vinstri stjórnar. Á meðan svo er þurfum við, þegnar þessarar þjóðar, að bíða eftir einhverju sambærilegu atriði og gerðist um daginn þar sem fatlaður einstaklingur var skilinn eftir í bíl í 7 klukkutíma. Þá var hægt að kalla til neyðarstjórn og allir gátu sent eitthvað til fjölmiðla og skrifað á Facebook um hvað þeir væru frábærir og svona myndi nú ekki gerast á þeirra vakt. Þegar ég segi þingmanni, eða stuðningsmanni þeirra flokka sem sitja á Alþingi, að heilbrigðiskerfið sé ónýtt eru viðbrögðin yfirleitt þau að sá hinn sami frussar út úr sér öllu kjaftæðinu um að þetta sé nú allt einhverjum öðrum að kenna og á eftir kemur vanalega raus um að ég sé að tala niður starfsmenn heilbrigðisstofnanna. Af því tilefni er næsta setning feitletruð. Ég er ekki á nokkurn hátt að segja að heilbrigðisstarfsfólk sé vanhæft og sjálfhverft. Ég er að segja að þú, þingmaður hins íslenska lýðveldis sért það. Til að vera alveg sanngjarn skal það ítrekað að þingheimur verður aldrei gáfaðri og betri en kjósendurnir sem kusu hann. Þjóðin ber einmitt sína ábyrgð á þessu ástandi því hún er alveg jafn sjálfhverf og ábyrgðarlaus og þingheimur. Ég sjálfur eyddi til dæmis fleiri klukkutímum í útvarpsþættinum mínum að röfla við þingmenn um að það væri sanngjarnt að niðurfella einhverjar skuldir af fasteignarláninu mínu. Nú þegar þessi fíni tékki er kominn í pósti verð ég að segja að hann færir mér nákvæmlega enga gleði. Ég veit að Framsóknarmenn halda að þetta hafi verið stórgott. Alveg eins og vinstri stjórninni fannst 110% leiðin frábær. En hún átti að hjálpa fólki sem hafði sjálfviljugt skrifað undir lán hjá bankastofnun að komast undan því að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ríkistjórnin varð að standa við þetta heimskulega leiðréttingarloforð. Hefðu Framsóknar- og Sjálfstæðismenn sett þessa 80 milljarða í heilbrigðiskerfið hefði stjórnarandstaðan minnt þá á næstu fjögur árin að þeir hefðu svikið stóra kosningaloforðið sitt um leiðréttinguna. Þó að stjórnarandstaðan hafi verið alveg sammála því að það væri betra að sleppa leiðréttingunni. Nú þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn eru við völd hrósa þeir sér fyrir framlag þeirra til heilbrigðismála sé það það hæsta í sögunni og að vinstri stjórnin hafi skorið svo og svo mikið niður á þessum fjórum árum. Ábyrgðina á þessu slappa heilbrigðiskerfi bera samt þingmenn síðustu 30 ára og þið eruð öll jafnábyrg. Mér er drullusama um skoðun ykkar á skattagögnum, RÚV, Fiskistofu, nátturpassa, ESB, þjóðkirkjunni, áfengisfrumvarpinu og kvótanum. Þið getið reynt að telja mér trú um að þetta tengist allt. En niðurstaðan er að ég hef ekki hitt einn þingmann Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, VG, Samfylkingar, Pírata eða Bjartrar Framtíðar sem finnst að þjóðin eigi ekki að búa við gott heilbrigðiskerfi. Getið þið ekki komist út úr rassgatinu á ykkur í smá stund, hætt að rífast og kenna hvort öðru um og tekið ábyrgð á þessu saman? Komist að niðurstöðu, sameinist um niðurskurð, skattlagningu og aðferðir til þess að laga þetta heilbrigðiskerfi. Þetta er okkur öllum að kenna, en þið eruð þau einu sem getið gert eitthvað í þessu. Ég skal taka mína ábyrgð. Ég biðst afsökunar á að vera ekki tilbúin að taka ábyrgð á verðtryggða húsnæðisláninu mínu. Ég er ekki fórnarlamb neins nema minnar eigin heimsku. Ég er þess vegna reiðbúin að axla ábyrgð mína með öðrum ábyrgðarlausum borgurum þessa lands og sameinast í að skila þessari leiðréttingu inn í heilbrigðiskerfið eða borga hærri skatta. Því þegar á öllu er á botninn hvolft mun ekkert okkar vilja liggja sárkvalið inn á spítala, horfandi á myglusvepp í loftinu, reyna að bjalla á hjálp sem ekki kemur og hugsa „mikið er ég nú þakklátur fyrir þessa leiðréttingu, að Rás 2 sé ennþá í loftinu, ég get keypt áfengið mitt í Hagkaup, skattar hafa verið lækkaðir, við gengum í ESB, við hættum við nátturpassann, að þessi og hinn sé ráðherra eða hversu oft ég náði að segja á Facebook hvað ég er góð manneskja.“ Við erum öll jafnmikil fífl en við eigum öll skilið betra heilbrigðiskerfi. Sameinumst um að búa það til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harmageddon Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þó meirihluti Alþingis hrósi sér mikið fyrir þá staðreynd að aldrei hafi jafn miklu fé verið varið til heilbrigðismála og á þessu ári er öllu meðalgreindu fólki sem hefur fengið að kynnast heilbrigðiskerfinu ljóst að heilbrigðiskerfi íslenska lýðveldisins er komið fram af bjargbrúninni. Fólk sem greitt hefur skatta til þess að byggja hér upp samfélag síðustu hálfa öldina getur alls ekki gengið að því vísu að fá almennilega heilbrigðisþjónustu. Því miður virðist enginn breyting ætla að verða þar á enda hinir ábyrgðalausu sjálfhverfu 63 þingmenn þjóðarinnar of uppteknir að kenna hvor öðrum um en að taka ábyrgð á þessu ástandi. Stjórnarandstaðan vill benda á hrunið og ríkisstjórnin bendir á niðurskurð síðustu vinstri stjórnar. Á meðan svo er þurfum við, þegnar þessarar þjóðar, að bíða eftir einhverju sambærilegu atriði og gerðist um daginn þar sem fatlaður einstaklingur var skilinn eftir í bíl í 7 klukkutíma. Þá var hægt að kalla til neyðarstjórn og allir gátu sent eitthvað til fjölmiðla og skrifað á Facebook um hvað þeir væru frábærir og svona myndi nú ekki gerast á þeirra vakt. Þegar ég segi þingmanni, eða stuðningsmanni þeirra flokka sem sitja á Alþingi, að heilbrigðiskerfið sé ónýtt eru viðbrögðin yfirleitt þau að sá hinn sami frussar út úr sér öllu kjaftæðinu um að þetta sé nú allt einhverjum öðrum að kenna og á eftir kemur vanalega raus um að ég sé að tala niður starfsmenn heilbrigðisstofnanna. Af því tilefni er næsta setning feitletruð. Ég er ekki á nokkurn hátt að segja að heilbrigðisstarfsfólk sé vanhæft og sjálfhverft. Ég er að segja að þú, þingmaður hins íslenska lýðveldis sért það. Til að vera alveg sanngjarn skal það ítrekað að þingheimur verður aldrei gáfaðri og betri en kjósendurnir sem kusu hann. Þjóðin ber einmitt sína ábyrgð á þessu ástandi því hún er alveg jafn sjálfhverf og ábyrgðarlaus og þingheimur. Ég sjálfur eyddi til dæmis fleiri klukkutímum í útvarpsþættinum mínum að röfla við þingmenn um að það væri sanngjarnt að niðurfella einhverjar skuldir af fasteignarláninu mínu. Nú þegar þessi fíni tékki er kominn í pósti verð ég að segja að hann færir mér nákvæmlega enga gleði. Ég veit að Framsóknarmenn halda að þetta hafi verið stórgott. Alveg eins og vinstri stjórninni fannst 110% leiðin frábær. En hún átti að hjálpa fólki sem hafði sjálfviljugt skrifað undir lán hjá bankastofnun að komast undan því að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ríkistjórnin varð að standa við þetta heimskulega leiðréttingarloforð. Hefðu Framsóknar- og Sjálfstæðismenn sett þessa 80 milljarða í heilbrigðiskerfið hefði stjórnarandstaðan minnt þá á næstu fjögur árin að þeir hefðu svikið stóra kosningaloforðið sitt um leiðréttinguna. Þó að stjórnarandstaðan hafi verið alveg sammála því að það væri betra að sleppa leiðréttingunni. Nú þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn eru við völd hrósa þeir sér fyrir framlag þeirra til heilbrigðismála sé það það hæsta í sögunni og að vinstri stjórnin hafi skorið svo og svo mikið niður á þessum fjórum árum. Ábyrgðina á þessu slappa heilbrigðiskerfi bera samt þingmenn síðustu 30 ára og þið eruð öll jafnábyrg. Mér er drullusama um skoðun ykkar á skattagögnum, RÚV, Fiskistofu, nátturpassa, ESB, þjóðkirkjunni, áfengisfrumvarpinu og kvótanum. Þið getið reynt að telja mér trú um að þetta tengist allt. En niðurstaðan er að ég hef ekki hitt einn þingmann Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, VG, Samfylkingar, Pírata eða Bjartrar Framtíðar sem finnst að þjóðin eigi ekki að búa við gott heilbrigðiskerfi. Getið þið ekki komist út úr rassgatinu á ykkur í smá stund, hætt að rífast og kenna hvort öðru um og tekið ábyrgð á þessu saman? Komist að niðurstöðu, sameinist um niðurskurð, skattlagningu og aðferðir til þess að laga þetta heilbrigðiskerfi. Þetta er okkur öllum að kenna, en þið eruð þau einu sem getið gert eitthvað í þessu. Ég skal taka mína ábyrgð. Ég biðst afsökunar á að vera ekki tilbúin að taka ábyrgð á verðtryggða húsnæðisláninu mínu. Ég er ekki fórnarlamb neins nema minnar eigin heimsku. Ég er þess vegna reiðbúin að axla ábyrgð mína með öðrum ábyrgðarlausum borgurum þessa lands og sameinast í að skila þessari leiðréttingu inn í heilbrigðiskerfið eða borga hærri skatta. Því þegar á öllu er á botninn hvolft mun ekkert okkar vilja liggja sárkvalið inn á spítala, horfandi á myglusvepp í loftinu, reyna að bjalla á hjálp sem ekki kemur og hugsa „mikið er ég nú þakklátur fyrir þessa leiðréttingu, að Rás 2 sé ennþá í loftinu, ég get keypt áfengið mitt í Hagkaup, skattar hafa verið lækkaðir, við gengum í ESB, við hættum við nátturpassann, að þessi og hinn sé ráðherra eða hversu oft ég náði að segja á Facebook hvað ég er góð manneskja.“ Við erum öll jafnmikil fífl en við eigum öll skilið betra heilbrigðiskerfi. Sameinumst um að búa það til.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar