Eigum við ekki að fara að segja þetta gott, Ólafur? Arnar Þór Stefánsson skrifar 14. desember 2015 10:00 Opið bréf til forseta Íslands. Sæll herra Ólafur Ragnar. Takk fyrir góð störf sem forseti á undanförnum tæpum 20 árum. Framlag þitt til beins lýðræðis á Íslandi með tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir þína tilstuðlan verður lengi í minnum haft. Þá varstu öflugur talsmaður okkar þjóðar þegar mest varði. Þú hefur gert margt gott sem forseti, en sumt síður, eins og gengur. Tuttugu ár eru langur tími – sérstaklega fyrir einn mann á forsetastóli. Um leið og ég þakka þér góð og gagnmerk störf vildi ég líka nefna við þig að mér þykir sem nú sé kominn tími til að þú látir af embætti. Vildi segja þér það umbúðalaust. Þú sagðir sjálfur í kosningabaráttunni 1996 að átta ár sem forseti væri hæfilegur tími. Nú hefurðu setið í embætti tólf árum betur. Þú ert sá núverandi þjóðkjörni þjóðarleiðtogi í Vestur-Evrópu sem ert þaulsetnastur. Í Evrópu allri hefur Alexaner Lúkasjenkó í Hvíta Rússlandi einn setið lengur. Ekki viljum við bera okkur saman við hann. Það er hægt að skilja rök þín fyrir því að sérstakar aðstæður árið 2012 hafi kallað á veru þína eitt kjörtímabil í viðbót. Slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi nú. Ekkert í stöðu stjórnmála eða þjóðmála hérlendis á þessum tímapunkti kallar á að þú verður forseti fjögur ár í viðbót. Að fara fram einu sinni enn er of langt gengið. Í gestaþætti Hávamála er mælst gegn því að menn séu of þaulsetnir. Mikilvægt er að þekkja sinn vitjunartíma. Þetta á við þig sem aðra. Enginn er ómissandi. Ég vil einnig gjarnan að þú látir okkur vita sem fyrst að nóg sé komið. Þá er ég m.a. að hugsa til alls þess góða fólks sem hefði áhuga á að bjóða sig fram næsta sumar. Það þarf tíma til að taka svo stóra ákvörðun sem framboð til forseta er. Það þarf líka tíma til að undirbúa framboð. Ég veit að það er fjöldi öflugra einstaklinga sem gæti tekið þetta verkefni að sér. Ég skora á þig að taka af öll tvímæli um að nú sé komið gott í næsta nýársávarpi. Ágæti herra Ólafur. Nú þegar mér þykir að leiðarlokum komið hjá þér vildi ég ítreka þakkir mínar fyrir það góða sem þú gerðir fyrir land og þjóð. Hafðu það sem best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Opið bréf til forseta Íslands. Sæll herra Ólafur Ragnar. Takk fyrir góð störf sem forseti á undanförnum tæpum 20 árum. Framlag þitt til beins lýðræðis á Íslandi með tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir þína tilstuðlan verður lengi í minnum haft. Þá varstu öflugur talsmaður okkar þjóðar þegar mest varði. Þú hefur gert margt gott sem forseti, en sumt síður, eins og gengur. Tuttugu ár eru langur tími – sérstaklega fyrir einn mann á forsetastóli. Um leið og ég þakka þér góð og gagnmerk störf vildi ég líka nefna við þig að mér þykir sem nú sé kominn tími til að þú látir af embætti. Vildi segja þér það umbúðalaust. Þú sagðir sjálfur í kosningabaráttunni 1996 að átta ár sem forseti væri hæfilegur tími. Nú hefurðu setið í embætti tólf árum betur. Þú ert sá núverandi þjóðkjörni þjóðarleiðtogi í Vestur-Evrópu sem ert þaulsetnastur. Í Evrópu allri hefur Alexaner Lúkasjenkó í Hvíta Rússlandi einn setið lengur. Ekki viljum við bera okkur saman við hann. Það er hægt að skilja rök þín fyrir því að sérstakar aðstæður árið 2012 hafi kallað á veru þína eitt kjörtímabil í viðbót. Slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi nú. Ekkert í stöðu stjórnmála eða þjóðmála hérlendis á þessum tímapunkti kallar á að þú verður forseti fjögur ár í viðbót. Að fara fram einu sinni enn er of langt gengið. Í gestaþætti Hávamála er mælst gegn því að menn séu of þaulsetnir. Mikilvægt er að þekkja sinn vitjunartíma. Þetta á við þig sem aðra. Enginn er ómissandi. Ég vil einnig gjarnan að þú látir okkur vita sem fyrst að nóg sé komið. Þá er ég m.a. að hugsa til alls þess góða fólks sem hefði áhuga á að bjóða sig fram næsta sumar. Það þarf tíma til að taka svo stóra ákvörðun sem framboð til forseta er. Það þarf líka tíma til að undirbúa framboð. Ég veit að það er fjöldi öflugra einstaklinga sem gæti tekið þetta verkefni að sér. Ég skora á þig að taka af öll tvímæli um að nú sé komið gott í næsta nýársávarpi. Ágæti herra Ólafur. Nú þegar mér þykir að leiðarlokum komið hjá þér vildi ég ítreka þakkir mínar fyrir það góða sem þú gerðir fyrir land og þjóð. Hafðu það sem best.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar