Ég vil leggja niður fangelsi á Íslandi Björt Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2015 11:02 Fangelsi eins og við þekkjum þau finnast mér verulega furðuleg pæling. Þá á ég líka við allt það sem að baki því liggur að samfélaginu finnist í lagi og bara góð hugmynd að loka fólk inni í ákveðinn tíma til að refsa því. Því samhliða er einhvern veginn gert ráð fyrir því að einangrunin og frelsissviptingin í sjálfri sér hafi kennt fólki góða lexíu. Að fólk verði sjálfkrafa betra fyrir vikið. Auðmjúkt jafnvel og tilbúið að snúa til baka í samfélagið sem betri borgarar. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Ekkert er meira fjarri. Ef aðeins lítillega er kafað ofan í hugmyndafræði einangrunar og refsistefnu er það augljóst mál, vísindalega sannað meira að segja, að þessi gamla hugmyndafræði er vitleysa. Byggð á engu öðru en fáfræði þess tíma. Við eigum svo sannarlega að vita betur í dag. Kerfið er samt sem áður alltaf eins. Allt tal um meiri betrun, mikilvægi samtals- og sálfræðimeðferðar og þessháttar, fer fyrir lítið því að fjárveitingavaldið stendur sig engan veginn við að fylgja því eftir. Og þeir sem að bestu þekkingu ættu að hafa um málefnið eru ekki stefnumótandi í því að skora ríkjandi hugmyndir á hólm. Á Íslandi hefur hugmyndafræðin í kringum refsivist og stofnanirnar sjálfar lítið sem ekkert breyst líklega síðustu 50 árin eða svo. Ef við erum ekki komin á þann stað eftir 50 ár að við lítum til baka á þetta form og hristum hausinn yfir heimskunni í okkur, þá verð ég illa svikin. Í fyrsta lagi vinnst nákvæmlega ekkert með því að loka fólk inni. Það er dýrt fyrir skattgreiðendur og það skilar ekki betri mönnum út í samfélagið að vist lokinni. Ef takmarkið er að hafa áhrif á manneskjur til hins betra, er það ekki gert með refsingum. Þetta er ekki bara einhver tilfinninginsemi, heldur staðreynd sem er margsönnuð af leiðandi fræðimönnum á sviði atferlissálfræði. Það þarf ekki að lesa nema inngang að almennri sálfræði sem að kennd er á menntaskólastigi til þess að vita að eina leiðin til þess að hafa áhrif á hegðun og breyta henni til langtíma er með því að beita hvatningu (jákvæðum styrkjum). Refsingar bara virka mun síður og skemur, og þá alltaf með hliðarverkunum sem eru neikvæðar. Því hef ég spurt: Hvernig getum við réttlætt það að geyma fólk í klefum í mörg ár jafnvel, sama hvað viðkomandi hefur gert, þegar við vitum þetta? Þetta er fullkomlega fáránlegt og ég skil ekki af hverju þetta er yfirhöfuð samþykkt fyrirkomulag. Einangrunar og refsistefna skilar ekki betra fólki út í samfélagið. Eða átti það ekki annars að vera markmiðið? Því ef ekki, ef pælingin er bara að skattgreiðendur reki batterí til þess eins að hefna á móti, þá getum við bara öll sagt af okkur sem manneskjur. Við getum sett þetta í samhengi við dýravelferð sem að mikið hefur verið rætt um að undanförnu og allir eru að sjálfsögðu brjálaðir út í það sem þar hefur sést. Af hverju er einangrun og kerfi sem býr systematískt til vanlíðan fanga í lagi? Sumir segja, flestir reyndar, að það sé nauðsynlegt að loka hrotta inni sem hafa gert á hlut annarra. Mögulega- og vonandi er þetta vegna þess að við þekkjum ekki aðrar leiðir. Ég tel líka að það sé mikilvægt að kippa hættulegum brotamönnum úr aðstæðum sínum til þess að vinna að því markvisst að hafa áhrif á viðkomandi til hins betra og til þess að vernda og tryggja öryggi brotaþola og borgara. Hins vegar finnst mér við vera hugmyndasnauð og föst í hættulegum gamaldags hugsunarhætti með útfærsluna sem við veljum. Ég tel – nei veit – að það væri betra (og að ekki sé minnst á ódýrara) að hafa til dæmis 12 manna teymi sálfræðings, stuðningsfulltrúa, massatrölla, geðlækna, presta, hvað sem þarf og virkar fyrir hvern fanga. Sem vinnur með viðkomandi dag og nótt. Það skilar árangri og er til einhvers gert. Svo ekki sé minnst á að þannig fyrirkomulag á eitthvað skylt við mannúð og nútíma hugmyndafræði. Svona fyrirkomulag þekkist með sérstaklega þunga einstaklinga á geðdeildum svo dæmi sé tekið. Það getur verið augljóslega veikt fólk sem dæmt hefur verið ósakhæft vegna hryllilegra glæpa eins og mannsmorðs. En svona kerfi, sé samstarfið milli mismunandi aðila og stuðningsnetið og ofið nógu þétt, getur og hefur, virkar mjög vel. Ég tók dæmið um bankamenn vísvitandi, þeir eru líkt og geislavirkir, og því hefur umræðan glóað. Tölum nú um burðardýrin í fíkniefnamálunum. Tölum um unga brotamenn sem koma aftur og aftur inn í fangelsin til að læra fagið betur og betur i hvert skipti. Tölum um alla aðra fanga sem við okkur ber skylda til að betra. Ef við ætlum á annað borð að taka okkur það gríðarlega vald að loka þau inni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björt Ólafsdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Fangelsi eins og við þekkjum þau finnast mér verulega furðuleg pæling. Þá á ég líka við allt það sem að baki því liggur að samfélaginu finnist í lagi og bara góð hugmynd að loka fólk inni í ákveðinn tíma til að refsa því. Því samhliða er einhvern veginn gert ráð fyrir því að einangrunin og frelsissviptingin í sjálfri sér hafi kennt fólki góða lexíu. Að fólk verði sjálfkrafa betra fyrir vikið. Auðmjúkt jafnvel og tilbúið að snúa til baka í samfélagið sem betri borgarar. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Ekkert er meira fjarri. Ef aðeins lítillega er kafað ofan í hugmyndafræði einangrunar og refsistefnu er það augljóst mál, vísindalega sannað meira að segja, að þessi gamla hugmyndafræði er vitleysa. Byggð á engu öðru en fáfræði þess tíma. Við eigum svo sannarlega að vita betur í dag. Kerfið er samt sem áður alltaf eins. Allt tal um meiri betrun, mikilvægi samtals- og sálfræðimeðferðar og þessháttar, fer fyrir lítið því að fjárveitingavaldið stendur sig engan veginn við að fylgja því eftir. Og þeir sem að bestu þekkingu ættu að hafa um málefnið eru ekki stefnumótandi í því að skora ríkjandi hugmyndir á hólm. Á Íslandi hefur hugmyndafræðin í kringum refsivist og stofnanirnar sjálfar lítið sem ekkert breyst líklega síðustu 50 árin eða svo. Ef við erum ekki komin á þann stað eftir 50 ár að við lítum til baka á þetta form og hristum hausinn yfir heimskunni í okkur, þá verð ég illa svikin. Í fyrsta lagi vinnst nákvæmlega ekkert með því að loka fólk inni. Það er dýrt fyrir skattgreiðendur og það skilar ekki betri mönnum út í samfélagið að vist lokinni. Ef takmarkið er að hafa áhrif á manneskjur til hins betra, er það ekki gert með refsingum. Þetta er ekki bara einhver tilfinninginsemi, heldur staðreynd sem er margsönnuð af leiðandi fræðimönnum á sviði atferlissálfræði. Það þarf ekki að lesa nema inngang að almennri sálfræði sem að kennd er á menntaskólastigi til þess að vita að eina leiðin til þess að hafa áhrif á hegðun og breyta henni til langtíma er með því að beita hvatningu (jákvæðum styrkjum). Refsingar bara virka mun síður og skemur, og þá alltaf með hliðarverkunum sem eru neikvæðar. Því hef ég spurt: Hvernig getum við réttlætt það að geyma fólk í klefum í mörg ár jafnvel, sama hvað viðkomandi hefur gert, þegar við vitum þetta? Þetta er fullkomlega fáránlegt og ég skil ekki af hverju þetta er yfirhöfuð samþykkt fyrirkomulag. Einangrunar og refsistefna skilar ekki betra fólki út í samfélagið. Eða átti það ekki annars að vera markmiðið? Því ef ekki, ef pælingin er bara að skattgreiðendur reki batterí til þess eins að hefna á móti, þá getum við bara öll sagt af okkur sem manneskjur. Við getum sett þetta í samhengi við dýravelferð sem að mikið hefur verið rætt um að undanförnu og allir eru að sjálfsögðu brjálaðir út í það sem þar hefur sést. Af hverju er einangrun og kerfi sem býr systematískt til vanlíðan fanga í lagi? Sumir segja, flestir reyndar, að það sé nauðsynlegt að loka hrotta inni sem hafa gert á hlut annarra. Mögulega- og vonandi er þetta vegna þess að við þekkjum ekki aðrar leiðir. Ég tel líka að það sé mikilvægt að kippa hættulegum brotamönnum úr aðstæðum sínum til þess að vinna að því markvisst að hafa áhrif á viðkomandi til hins betra og til þess að vernda og tryggja öryggi brotaþola og borgara. Hins vegar finnst mér við vera hugmyndasnauð og föst í hættulegum gamaldags hugsunarhætti með útfærsluna sem við veljum. Ég tel – nei veit – að það væri betra (og að ekki sé minnst á ódýrara) að hafa til dæmis 12 manna teymi sálfræðings, stuðningsfulltrúa, massatrölla, geðlækna, presta, hvað sem þarf og virkar fyrir hvern fanga. Sem vinnur með viðkomandi dag og nótt. Það skilar árangri og er til einhvers gert. Svo ekki sé minnst á að þannig fyrirkomulag á eitthvað skylt við mannúð og nútíma hugmyndafræði. Svona fyrirkomulag þekkist með sérstaklega þunga einstaklinga á geðdeildum svo dæmi sé tekið. Það getur verið augljóslega veikt fólk sem dæmt hefur verið ósakhæft vegna hryllilegra glæpa eins og mannsmorðs. En svona kerfi, sé samstarfið milli mismunandi aðila og stuðningsnetið og ofið nógu þétt, getur og hefur, virkar mjög vel. Ég tók dæmið um bankamenn vísvitandi, þeir eru líkt og geislavirkir, og því hefur umræðan glóað. Tölum nú um burðardýrin í fíkniefnamálunum. Tölum um unga brotamenn sem koma aftur og aftur inn í fangelsin til að læra fagið betur og betur i hvert skipti. Tölum um alla aðra fanga sem við okkur ber skylda til að betra. Ef við ætlum á annað borð að taka okkur það gríðarlega vald að loka þau inni.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar