Bækur eru betri fjárfesting en byssukúlur Gréta Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 07:00 „Bækur eru betri fjárfesting en byssukúlur,“ sagði Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai, nýlega á fundi í Ósló. Fundurinn fjallaði um mikilvægi menntunar í þeirri vegferð sem ríki heims hefja í september nk. þegar samþykkt verða ný þróunarmarkmið á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðin eiga að taka gildi 1. janúar 2016 og þau á að framkvæma fyrir lok 2030. Markmiðin eru miklu víðtækari og metnaðarfyllri en fyrirrennarar þeirra, þúsaldarmarkmiðin frá árinu 2000. Í fyrirliggjandi drögum er viðurkennt að útrýming fátæktar er stærsta áskorunin sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir og því fjallar fyrsta markmiðið um að útrýma fátækt. Í drögunum er litið til þess að ójöfnuður fer vaxandi innan ríkja og milli ríkja og því ítrekað áréttað að markmiðin skuli ná til allra. Ljóst er að fátækt verður ekki útrýmt ef ekki kemur til stórátaks í menntamálum um allan heim þar sem milljónir barna og ungs fólks hafa ekki aðgang að menntun í dag og hafi þau aðgang er menntunin sem þau fá oft mjög léleg. Því er í drögunum að fjórða þróunarmarkmiðinu, sem fjallar um menntun, ekki eingöngu lögð áhersla á að tryggja skuli jafnan aðgang að menntun heldur skuli einnig tryggja gæði og gildi menntunar. Þetta krefst m.a. aukinnar fjárfestingar í kennaramenntun. Við Íslendingar höfum litið á það sem sameiginlega hagsmuni okkar að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun. Er óskandi að við berum gæfu til að vera áfram sammála um mikilvægi þessarar sameiginlegu fjárfestingar í þessu litla þjóðfélagi. Það er líka óskandi að sú þrautaganga sem Malala gekk í gegnum vegna þess að hún leyfði sér að opna munninn og tala fyrir menntun stúlkna verði til þess að þeir sem hingað til hafa litið á menntamál sem „mjúk“ mál geri sér grein fyrir því að fjárfesting í menntun þarf að vera forgangsmál eigi að tryggja langvarandi öryggi og stöðugleika í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Bækur eru betri fjárfesting en byssukúlur,“ sagði Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai, nýlega á fundi í Ósló. Fundurinn fjallaði um mikilvægi menntunar í þeirri vegferð sem ríki heims hefja í september nk. þegar samþykkt verða ný þróunarmarkmið á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðin eiga að taka gildi 1. janúar 2016 og þau á að framkvæma fyrir lok 2030. Markmiðin eru miklu víðtækari og metnaðarfyllri en fyrirrennarar þeirra, þúsaldarmarkmiðin frá árinu 2000. Í fyrirliggjandi drögum er viðurkennt að útrýming fátæktar er stærsta áskorunin sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir og því fjallar fyrsta markmiðið um að útrýma fátækt. Í drögunum er litið til þess að ójöfnuður fer vaxandi innan ríkja og milli ríkja og því ítrekað áréttað að markmiðin skuli ná til allra. Ljóst er að fátækt verður ekki útrýmt ef ekki kemur til stórátaks í menntamálum um allan heim þar sem milljónir barna og ungs fólks hafa ekki aðgang að menntun í dag og hafi þau aðgang er menntunin sem þau fá oft mjög léleg. Því er í drögunum að fjórða þróunarmarkmiðinu, sem fjallar um menntun, ekki eingöngu lögð áhersla á að tryggja skuli jafnan aðgang að menntun heldur skuli einnig tryggja gæði og gildi menntunar. Þetta krefst m.a. aukinnar fjárfestingar í kennaramenntun. Við Íslendingar höfum litið á það sem sameiginlega hagsmuni okkar að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun. Er óskandi að við berum gæfu til að vera áfram sammála um mikilvægi þessarar sameiginlegu fjárfestingar í þessu litla þjóðfélagi. Það er líka óskandi að sú þrautaganga sem Malala gekk í gegnum vegna þess að hún leyfði sér að opna munninn og tala fyrir menntun stúlkna verði til þess að þeir sem hingað til hafa litið á menntamál sem „mjúk“ mál geri sér grein fyrir því að fjárfesting í menntun þarf að vera forgangsmál eigi að tryggja langvarandi öryggi og stöðugleika í heiminum.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun