
Bækur eru betri fjárfesting en byssukúlur
Í fyrirliggjandi drögum er viðurkennt að útrýming fátæktar er stærsta áskorunin sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir og því fjallar fyrsta markmiðið um að útrýma fátækt.
Í drögunum er litið til þess að ójöfnuður fer vaxandi innan ríkja og milli ríkja og því ítrekað áréttað að markmiðin skuli ná til allra.
Ljóst er að fátækt verður ekki útrýmt ef ekki kemur til stórátaks í menntamálum um allan heim þar sem milljónir barna og ungs fólks hafa ekki aðgang að menntun í dag og hafi þau aðgang er menntunin sem þau fá oft mjög léleg. Því er í drögunum að fjórða þróunarmarkmiðinu, sem fjallar um menntun, ekki eingöngu lögð áhersla á að tryggja skuli jafnan aðgang að menntun heldur skuli einnig tryggja gæði og gildi menntunar. Þetta krefst m.a. aukinnar fjárfestingar í kennaramenntun.
Við Íslendingar höfum litið á það sem sameiginlega hagsmuni okkar að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun. Er óskandi að við berum gæfu til að vera áfram sammála um mikilvægi þessarar sameiginlegu fjárfestingar í þessu litla þjóðfélagi. Það er líka óskandi að sú þrautaganga sem Malala gekk í gegnum vegna þess að hún leyfði sér að opna munninn og tala fyrir menntun stúlkna verði til þess að þeir sem hingað til hafa litið á menntamál sem „mjúk“ mál geri sér grein fyrir því að fjárfesting í menntun þarf að vera forgangsmál eigi að tryggja langvarandi öryggi og stöðugleika í heiminum.
Skoðun

Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til!
Steinunn Þórðardóttir skrifar

Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld
Hannes Örn Blandon skrifar

Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd
Björn B. Björnsson skrifar

Söngur Ísraels og RÚV
Ingólfur Gíslason. skrifar

Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur
Kristinn R Guðlaugsson skrifar

Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza!
Viðar Eggertsson skrifar

Kærleikurinn pikkaði í mig
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Friðun Grafarvogs
Stefán Jón Hafstein skrifar

Torfærur, hossur og hristingar!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi
Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar

Við munum aldrei fela okkur aftur
Kári Garðarsson skrifar

Er Kópavogsbær vel rekinn?
Bergljót Kristinsdóttir skrifar

Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar

Um sjónarhorn og sannleika
Líf Magneudóttir skrifar

Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við?
Einar G. Harðarson skrifar

Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar?
Henning Arnór Úlfarsson skrifar

Málþóf og/eða lýðræði?
Elín Íris Fanndal skrifar

Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar?
Arnar Þór Ingólfsson skrifar

Ísafjarðarbær í Bestu deild
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar

Þjóðarmorð í beinni
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig
Birgir Dýrfjörð skrifar

Atvinnufrelsi!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Að mása eða fara í golf
Jón Pétur Zimsen skrifar

Leiðréttum kerfisbundið misrétti
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sparnaðarráð fyrir ferðalagið
Svandís Edda Jónudóttir skrifar

Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram
Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar