Fimmtán ára rútína hjá Loga á leikdegi Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2015 08:00 Logi Gunnarsson spilaði frábærlega til að byrja með á móti KR í fyrsta leiknum en lenti snemma í villuvandræðum. Vísir/Stefán „Við erum bara brattir,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, við Fréttablaðið, aðspurður hvernig andinn sé í herbúðum Njarðvíkinga eftir skellinn sem liðið fékk í fyrsta leiknum gegn Íslands- og deildarmeisturum KR í undanúrslitum Domino's-deildar karla í körfubolta. Annar leikur liðanna fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld. „Við förum bara á æfingar á milli þessara leikja og reynum að fínpússa þá hluti sem miður fóru. Við reynum að breyta einhverju hjá okkur en stressum okkur ekkert yfir því hversu slakir við vorum í sóknarleiknum,“ segir Logi.Verðum að halda áfram Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leiknum með 17 stigum og skoruðu aðeins 32 stig í þremur síðustu leikhlutunum eftir að skora 28 í þeim fyrsta og vera ellefu stigum yfir, 33-22, í byrjun annars leikhluta. „Þetta hrundi allt hjá okkur,“ segir Logi. „Mér fannst við verða ragir þegar þeir komu með þetta áhlaup og jöfnuðu leikinn. Þeir sýndu meiri grimmd í varnarleiknum og við vorum ekki eins ákveðnir og þegar við komumst í þessa góðu forystu.“ Logi byrjaði leikinn frábærlega og skoraði 17 stig á fyrstu tólf mínútunum áður en hann þurfti frá að hverfa úr fyrri hálfleikinn eftir að fá sína þriðju villu. „Það hafði auðvitað sitt að segja. Við náðum bara aldrei taktinum aftur og vorum fljótlega komnir út úr því sem við ætluðum að gera. Þetta gerðist hjá KR líka í byrjun leiks en þeir héldu áfram og það verðum við að gera líka,“ segir Logi sem hefur ekki áhyggjur af Njarðvík þó liðið hafi spilað illa í einum leik í úrslitakeppninni. „Ég held að ef við spilum eins og á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum verði þetta allt í lagi. Þó það komi vondar sóknir inn á milli megum við ekki hætta að gera það sem við ætlum að gera. Nú höfum við átt einn slakan leik af sex í úrslitakeppninni en það kostaði þó ekki meira en það.“ Logi segir engan ótta í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir stórtapið í DHL-höllinni: „Alls ekki. Menn töluðu um það inni í klefa eftir leikinn í Vesturbænum að þeir gætu ekki beðið eftir næsta leik,“ segir Logi sem telur KR er ekki ósigrandi. „KR er flott lið og við berum virðingu fyrir því. En það eru mörg önnur góð lið í deildinni og ég tel okkur vera eitt af þeim. KR hefur tapað í vetur og það sýndi að það er hægt að vinna það. Við þurfum bara að spila eins og við gerðum í byrjun leiks og halda út,“ segir Logi Gunnarsson. Stemningin í kringum Njarðvíkurliðið hefur verið góð í úrslitakeppninni og í raun allt tímabilið. Stuðningsmenn þess fylltu Ásgarð tvívegis og fylltu sitt svæði í DHL-höllinni löngu fyrir leik. „Þetta var líka svona í fyrra þegar við vorum einum leik frá því að komast í lokaúrslitin. Það var uppselt á leik í deildinni gegn Keflavík í ár og í fyrra. Við eigum stuðningsfólk sem mætir þó við spilum einn lélegan leik. Við erum mjög heppnir með stuðningsmenn. Ég býst fastlega við því að það verði fullt á móti KR og það þurfi að vísa fólki frá eins og gegn Stjörnunni,“ segir Logi. Á löngum ferli hefur Logi komið sér upp rútínu á leikdegi sem hann víkur ekki frá. „Ég vandist því að fara á morgunæfingar og skjóta þegar ég var í atvinnumennsku og ég hef haldið því áfram hérna heima. Eftir það er svo bara hádegismatur og hvíld. Ég set 160 körfur á leikdegi af ákveðnum mörgum stöðum á vellinum. Þetta hef ég gert í fimmtán ár og er því ekkert að fara að hætta því,“ segir Logi Gunnarsson. Dominos-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
„Við erum bara brattir,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, við Fréttablaðið, aðspurður hvernig andinn sé í herbúðum Njarðvíkinga eftir skellinn sem liðið fékk í fyrsta leiknum gegn Íslands- og deildarmeisturum KR í undanúrslitum Domino's-deildar karla í körfubolta. Annar leikur liðanna fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld. „Við förum bara á æfingar á milli þessara leikja og reynum að fínpússa þá hluti sem miður fóru. Við reynum að breyta einhverju hjá okkur en stressum okkur ekkert yfir því hversu slakir við vorum í sóknarleiknum,“ segir Logi.Verðum að halda áfram Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leiknum með 17 stigum og skoruðu aðeins 32 stig í þremur síðustu leikhlutunum eftir að skora 28 í þeim fyrsta og vera ellefu stigum yfir, 33-22, í byrjun annars leikhluta. „Þetta hrundi allt hjá okkur,“ segir Logi. „Mér fannst við verða ragir þegar þeir komu með þetta áhlaup og jöfnuðu leikinn. Þeir sýndu meiri grimmd í varnarleiknum og við vorum ekki eins ákveðnir og þegar við komumst í þessa góðu forystu.“ Logi byrjaði leikinn frábærlega og skoraði 17 stig á fyrstu tólf mínútunum áður en hann þurfti frá að hverfa úr fyrri hálfleikinn eftir að fá sína þriðju villu. „Það hafði auðvitað sitt að segja. Við náðum bara aldrei taktinum aftur og vorum fljótlega komnir út úr því sem við ætluðum að gera. Þetta gerðist hjá KR líka í byrjun leiks en þeir héldu áfram og það verðum við að gera líka,“ segir Logi sem hefur ekki áhyggjur af Njarðvík þó liðið hafi spilað illa í einum leik í úrslitakeppninni. „Ég held að ef við spilum eins og á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum verði þetta allt í lagi. Þó það komi vondar sóknir inn á milli megum við ekki hætta að gera það sem við ætlum að gera. Nú höfum við átt einn slakan leik af sex í úrslitakeppninni en það kostaði þó ekki meira en það.“ Logi segir engan ótta í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir stórtapið í DHL-höllinni: „Alls ekki. Menn töluðu um það inni í klefa eftir leikinn í Vesturbænum að þeir gætu ekki beðið eftir næsta leik,“ segir Logi sem telur KR er ekki ósigrandi. „KR er flott lið og við berum virðingu fyrir því. En það eru mörg önnur góð lið í deildinni og ég tel okkur vera eitt af þeim. KR hefur tapað í vetur og það sýndi að það er hægt að vinna það. Við þurfum bara að spila eins og við gerðum í byrjun leiks og halda út,“ segir Logi Gunnarsson. Stemningin í kringum Njarðvíkurliðið hefur verið góð í úrslitakeppninni og í raun allt tímabilið. Stuðningsmenn þess fylltu Ásgarð tvívegis og fylltu sitt svæði í DHL-höllinni löngu fyrir leik. „Þetta var líka svona í fyrra þegar við vorum einum leik frá því að komast í lokaúrslitin. Það var uppselt á leik í deildinni gegn Keflavík í ár og í fyrra. Við eigum stuðningsfólk sem mætir þó við spilum einn lélegan leik. Við erum mjög heppnir með stuðningsmenn. Ég býst fastlega við því að það verði fullt á móti KR og það þurfi að vísa fólki frá eins og gegn Stjörnunni,“ segir Logi. Á löngum ferli hefur Logi komið sér upp rútínu á leikdegi sem hann víkur ekki frá. „Ég vandist því að fara á morgunæfingar og skjóta þegar ég var í atvinnumennsku og ég hef haldið því áfram hérna heima. Eftir það er svo bara hádegismatur og hvíld. Ég set 160 körfur á leikdegi af ákveðnum mörgum stöðum á vellinum. Þetta hef ég gert í fimmtán ár og er því ekkert að fara að hætta því,“ segir Logi Gunnarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn