Í orðastað hins heilaga lambalæris og þátt þess í landeyðingu Þórunn Pétursdóttir skrifar 9. apríl 2015 15:55 Ég datt um snarpa grein þar sem sauðfjárhaldi á Íslandi frá upphafi byggðar eru gerð ítarleg skil og dregið sundur og saman í kaldhæðni. Þar sem íslensk lambakjötsframleiðsla er nídd niður og talin ruddi miðað við ljúffengar afurðir siðaðra Evrópuþjóða sem kunna að slátra gripum á réttum tíma til að tryggja bragðgæði og meyrni. Okkur er tjáð í greininni að þessu kjöti hafi í raun verið troðið með valdi upp í sauðsvartann Íslendinginn frá því snemma á síðustu öld af bændahöfðingjum og þetta sé í raun annars flokks fæða. Ég gat ekki skilið þetta öðruvísi en að við ættum helst að leggja lambakjötsframleiðslu af hið snarasta. Enda væri þetta allt framleitt á ósjálfbæran hátt á óbeitarhæfu landi. Ég las líka annarsstaðar að undirstaða byggðar í dreifbýli sé ferðaþjónusta og fiskvinnsla; að landbúnaður sé baggi! Þetta eru sannarlega sorgardagar – ekki síst vegna þess hvernig við tölum við hvort annað og um hvort annað.Kjötsúpukynslóðin Ég ræddi eitt sinn við aldraða ömmu mína um torfbæinn, enda var hún fædd og uppalin í einum slíkum. „Það var ekkert til að halda í, þar var bæði kalt og rakt og inngróin fúkkalykt“ var svarið sem ég fékk þegar ég innti hana eftir skoðun á af hverju þessi fallega byggingargerð hefði horfið eins og dögg fyrir sólu um leið og okkur buðust aðrir kostir. Fyrir hennar kynslóð var torfbærinn táknmynd óþæginda og þrátt fyrir allt það góða sem hann þó bjó yfir þá gat hún með engu móti séð það. Kannski sér sú kynslóð sem var alin upp á ýsusoðningu í hádeginu og kjötsúpu á kvöldin lambakjötið sömu augum og amma sá torfbæinn? Sér ekki allt þetta jákvæða vegna þess að í minningunni var sunnudagslærið þurrt og ofeldað, brúna sósan kekkjótt og og grænu baunirnar klesstar? Staðreyndin er engu að síður sú að hvað sem menn af kjötsúpukynslóðinni segja þá er lambakjötið gæðavara. Ég veit að þessi afurð gæti í mörgum tilfellum flokkast sem villbráð – ómenguð af lyfjum; alin upp á móðurmjólk og úthagagróðri. Það hljómar kannski fráleitt en fyrir mér er lambakjötsframleiðsla ekki iðnaður heldur dýrmætt handverk og hluti af okkar menningarsögu. Framleiðsluferlið tekur um það bil ár. Ég hef varla hitt þann sauðfjárbónda sem ekki leggur allt sitt í búskapinn. Þeir sinna sínu starfi af mikilli alúð og margir jafnvel þekkja hverja einustu kind í hjörðinni – með nafni. Þeir vaka dag og nótt í sauðburði til að gæta fjárins og velferðar þess og umgangast ærnar með alúð og virðingu. Eins og annað handverk er þessi framleiðsla í eðli sínu kostnaðarsöm og því dýr í endursölu. Við engu að síður berum það saman við iðnaðarframleitt kjöt og finnst af og frá að greiða meira fyrir lambalærið en fyrir kjúklingabringurnar sem eyddu sínum lífdögum innandyra á gólfinu í uppeldishúsinu ásamt hinum þúsund systrum sínum, fóðraðar á próteinkögglum og öðru góðmeti með tilheyrandi lyfjagjöf. Goggunarröð er staðreynd og verður grimmilegri eftir því sem plásssið er minna. Vei því bringugreyi sem ekki nær að sanna sig! Og ekki viljum við greiða meira fyrir lambalærið en við pungum út fyrir purusteikina. Þær beikonsneiðar sem höfðu ekki pláss til gönguferða í sinni stíu nema rétt til að troðast að matarstað þar sem próteinkögglar og annað góðmeti var fram borið. Óyndi og áráttuhegðun er vel þekkt og eins gott að gæta þess að halar félaganna verði ekki hádegismaturinn – það rýrir gæði framleiðslunnar. Það voru engu að síður margir punktar í greininni um heilaga lambalærið sem ég er hjartanlega sammála. Stjórnsýslukerfi sauðfjárræktar er löngu úr sér gengið og ljósár frá því að vera í takt við nútímann. Það þarf að stokka það upp frá grunni og beina stuðningi inn á dreifbýlisstyrki, nýsköpun og búháttabreytingar. Eitthvað sem hefur verið sagt í marga áratugi en enginn stjórnmálaflokkur haft djörfung í sér að framkvæma.Kerfistálmar Stærstu tálmar sauðfjárræktarinnar felast í því að bændur eru læstir inn í styrkjakerfi sem býður ekki upp á neina valmöguleika; þeir fá styrki á kíló af kjöti sem þeir framleiða – og þannig er það. Hér fyrir nokkrum áratugum var stefnan sett á uppbyggingu stórbýla og iðnaðarbúskapar til að ná hagkvæmni í greininni. Ég held að það hljóti að vera fullreynt núna og skýrt að það er ekki það sem sauðfjárræktin á að þróast í. Þetta er og á að vera handverk sem við af kjötsúpukynslóðinni og aðrir þurfa að fara að læra að bera virðingu fyrir og vera tilbúin að greiða sama verði og fyrir aðra hálfgildings villibráð. Landnýting á ekki einu sinni að þurfa að vera ásteitingsteinn – við vitum það öll mætavel að það eru ákveðin svæði á landinu sem eru mjög vel gróin og vel fallin til beitar á meðan önnur eru í verra ástandi og þola litla beit. Svo eru líka svæði sem eru í svo lélegu gróðurfarslegu ástandi að þau ættu skilyrðislaust að vera friðuð. Þetta þarf að laga – strax.Stjórnsýslan Ég hef unnið í þessum geira um langt árabil, leiðbeint bændum um landgræðslu og landnýtingu og seinni árin einbeitt mér meira að árangursmati og samþættum samfélagslegum og vistfræðilegum rannsóknum tengdum landgræðslu og landnýtingu. Sagan og ýmsar rannsóknaniðurstöður sýna glögglega að geirinn líður fyrir skort á skýrum og samþættum lögum og reglugerðum um landbúnaðar- og umhverfismál. Að staðreyndin að það sé engin stjórnsýslustofnun sem fæst við landbúnaðarrannsóknir og þróun og nýsköpun í landbúnaði veiki geirann. Að sílóhugsun og skortur á samstarfi milli stofnana í landbúnaðar- og umhverfisgeiranum hafi á síðustu 25 árum til dæmis leitt af sér uppbyggingu á þriggja laga ráðgjafakerfi sem sinnt er af Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins (dótturfyrirtæki Bændasamtaka Íslands), af Landgræðslunni og af Landshlutabundnu skógræktarverkefnunum. Allar þessar stofnanir eru því að ráðgefa bændum um landnýtingartengda þætti útfrá eigin forsendum; án allrar samvinnu sín á milli. Að ekki sé nú minnst á stöðu Landbúnaðarháskólans sem verður að mér skilst brátt að deild í nýrri sjálfseignastofnun. Það kemur tæplega til með að skerpa á tengingunni sem vantar á milli landbúnaðar- og umhverfisgeirans eða efla þverfaglegan fræðilegan bakgrunn bænda. Það er mikið að.Landbúnaðarbagginn Um 5% þjóðarinnar búa í dreifbýli, það gera um 16.000 manns. Innan vébanda Ferðaþjónustu Bænda eru 180 gististaðir, því sem næst allir utan þéttbýlisstaða. Flestir þessara staða eru í eigu bænda sem samhliða ferðaþjónustunni reka sinn búsrekstur. Oftar en ekki nýta þeir sína framleiðslu beint í veitingarekstur heimafyrir eða selja innan héraðs. Síðustu árin hefur orðið gjörbreyting á heimavinnslu afurða og allt í einu er héraðstengd framleiðsla orðin að veruleika. Að segja að dreifbýlið lifi á ferðaþjónustu og fiskvinnslu en landbúnaðurinn sé baggi fellur því kylliflatt um sjálft sig og þarfnast ekki nánari umfjöllunar. Við þurfum að breyta þessu kerfi – fyrst á stjórnsýslustiginu, þvert á ráðuneyti. Síðan með samvinnu stofnana og sauðfjárbænda; og neytenda – Við þurfum við að bera virðingu fyrir landinu og gæðum þess – en ekki síður fyrir hvort öðru.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Ég datt um snarpa grein þar sem sauðfjárhaldi á Íslandi frá upphafi byggðar eru gerð ítarleg skil og dregið sundur og saman í kaldhæðni. Þar sem íslensk lambakjötsframleiðsla er nídd niður og talin ruddi miðað við ljúffengar afurðir siðaðra Evrópuþjóða sem kunna að slátra gripum á réttum tíma til að tryggja bragðgæði og meyrni. Okkur er tjáð í greininni að þessu kjöti hafi í raun verið troðið með valdi upp í sauðsvartann Íslendinginn frá því snemma á síðustu öld af bændahöfðingjum og þetta sé í raun annars flokks fæða. Ég gat ekki skilið þetta öðruvísi en að við ættum helst að leggja lambakjötsframleiðslu af hið snarasta. Enda væri þetta allt framleitt á ósjálfbæran hátt á óbeitarhæfu landi. Ég las líka annarsstaðar að undirstaða byggðar í dreifbýli sé ferðaþjónusta og fiskvinnsla; að landbúnaður sé baggi! Þetta eru sannarlega sorgardagar – ekki síst vegna þess hvernig við tölum við hvort annað og um hvort annað.Kjötsúpukynslóðin Ég ræddi eitt sinn við aldraða ömmu mína um torfbæinn, enda var hún fædd og uppalin í einum slíkum. „Það var ekkert til að halda í, þar var bæði kalt og rakt og inngróin fúkkalykt“ var svarið sem ég fékk þegar ég innti hana eftir skoðun á af hverju þessi fallega byggingargerð hefði horfið eins og dögg fyrir sólu um leið og okkur buðust aðrir kostir. Fyrir hennar kynslóð var torfbærinn táknmynd óþæginda og þrátt fyrir allt það góða sem hann þó bjó yfir þá gat hún með engu móti séð það. Kannski sér sú kynslóð sem var alin upp á ýsusoðningu í hádeginu og kjötsúpu á kvöldin lambakjötið sömu augum og amma sá torfbæinn? Sér ekki allt þetta jákvæða vegna þess að í minningunni var sunnudagslærið þurrt og ofeldað, brúna sósan kekkjótt og og grænu baunirnar klesstar? Staðreyndin er engu að síður sú að hvað sem menn af kjötsúpukynslóðinni segja þá er lambakjötið gæðavara. Ég veit að þessi afurð gæti í mörgum tilfellum flokkast sem villbráð – ómenguð af lyfjum; alin upp á móðurmjólk og úthagagróðri. Það hljómar kannski fráleitt en fyrir mér er lambakjötsframleiðsla ekki iðnaður heldur dýrmætt handverk og hluti af okkar menningarsögu. Framleiðsluferlið tekur um það bil ár. Ég hef varla hitt þann sauðfjárbónda sem ekki leggur allt sitt í búskapinn. Þeir sinna sínu starfi af mikilli alúð og margir jafnvel þekkja hverja einustu kind í hjörðinni – með nafni. Þeir vaka dag og nótt í sauðburði til að gæta fjárins og velferðar þess og umgangast ærnar með alúð og virðingu. Eins og annað handverk er þessi framleiðsla í eðli sínu kostnaðarsöm og því dýr í endursölu. Við engu að síður berum það saman við iðnaðarframleitt kjöt og finnst af og frá að greiða meira fyrir lambalærið en fyrir kjúklingabringurnar sem eyddu sínum lífdögum innandyra á gólfinu í uppeldishúsinu ásamt hinum þúsund systrum sínum, fóðraðar á próteinkögglum og öðru góðmeti með tilheyrandi lyfjagjöf. Goggunarröð er staðreynd og verður grimmilegri eftir því sem plásssið er minna. Vei því bringugreyi sem ekki nær að sanna sig! Og ekki viljum við greiða meira fyrir lambalærið en við pungum út fyrir purusteikina. Þær beikonsneiðar sem höfðu ekki pláss til gönguferða í sinni stíu nema rétt til að troðast að matarstað þar sem próteinkögglar og annað góðmeti var fram borið. Óyndi og áráttuhegðun er vel þekkt og eins gott að gæta þess að halar félaganna verði ekki hádegismaturinn – það rýrir gæði framleiðslunnar. Það voru engu að síður margir punktar í greininni um heilaga lambalærið sem ég er hjartanlega sammála. Stjórnsýslukerfi sauðfjárræktar er löngu úr sér gengið og ljósár frá því að vera í takt við nútímann. Það þarf að stokka það upp frá grunni og beina stuðningi inn á dreifbýlisstyrki, nýsköpun og búháttabreytingar. Eitthvað sem hefur verið sagt í marga áratugi en enginn stjórnmálaflokkur haft djörfung í sér að framkvæma.Kerfistálmar Stærstu tálmar sauðfjárræktarinnar felast í því að bændur eru læstir inn í styrkjakerfi sem býður ekki upp á neina valmöguleika; þeir fá styrki á kíló af kjöti sem þeir framleiða – og þannig er það. Hér fyrir nokkrum áratugum var stefnan sett á uppbyggingu stórbýla og iðnaðarbúskapar til að ná hagkvæmni í greininni. Ég held að það hljóti að vera fullreynt núna og skýrt að það er ekki það sem sauðfjárræktin á að þróast í. Þetta er og á að vera handverk sem við af kjötsúpukynslóðinni og aðrir þurfa að fara að læra að bera virðingu fyrir og vera tilbúin að greiða sama verði og fyrir aðra hálfgildings villibráð. Landnýting á ekki einu sinni að þurfa að vera ásteitingsteinn – við vitum það öll mætavel að það eru ákveðin svæði á landinu sem eru mjög vel gróin og vel fallin til beitar á meðan önnur eru í verra ástandi og þola litla beit. Svo eru líka svæði sem eru í svo lélegu gróðurfarslegu ástandi að þau ættu skilyrðislaust að vera friðuð. Þetta þarf að laga – strax.Stjórnsýslan Ég hef unnið í þessum geira um langt árabil, leiðbeint bændum um landgræðslu og landnýtingu og seinni árin einbeitt mér meira að árangursmati og samþættum samfélagslegum og vistfræðilegum rannsóknum tengdum landgræðslu og landnýtingu. Sagan og ýmsar rannsóknaniðurstöður sýna glögglega að geirinn líður fyrir skort á skýrum og samþættum lögum og reglugerðum um landbúnaðar- og umhverfismál. Að staðreyndin að það sé engin stjórnsýslustofnun sem fæst við landbúnaðarrannsóknir og þróun og nýsköpun í landbúnaði veiki geirann. Að sílóhugsun og skortur á samstarfi milli stofnana í landbúnaðar- og umhverfisgeiranum hafi á síðustu 25 árum til dæmis leitt af sér uppbyggingu á þriggja laga ráðgjafakerfi sem sinnt er af Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins (dótturfyrirtæki Bændasamtaka Íslands), af Landgræðslunni og af Landshlutabundnu skógræktarverkefnunum. Allar þessar stofnanir eru því að ráðgefa bændum um landnýtingartengda þætti útfrá eigin forsendum; án allrar samvinnu sín á milli. Að ekki sé nú minnst á stöðu Landbúnaðarháskólans sem verður að mér skilst brátt að deild í nýrri sjálfseignastofnun. Það kemur tæplega til með að skerpa á tengingunni sem vantar á milli landbúnaðar- og umhverfisgeirans eða efla þverfaglegan fræðilegan bakgrunn bænda. Það er mikið að.Landbúnaðarbagginn Um 5% þjóðarinnar búa í dreifbýli, það gera um 16.000 manns. Innan vébanda Ferðaþjónustu Bænda eru 180 gististaðir, því sem næst allir utan þéttbýlisstaða. Flestir þessara staða eru í eigu bænda sem samhliða ferðaþjónustunni reka sinn búsrekstur. Oftar en ekki nýta þeir sína framleiðslu beint í veitingarekstur heimafyrir eða selja innan héraðs. Síðustu árin hefur orðið gjörbreyting á heimavinnslu afurða og allt í einu er héraðstengd framleiðsla orðin að veruleika. Að segja að dreifbýlið lifi á ferðaþjónustu og fiskvinnslu en landbúnaðurinn sé baggi fellur því kylliflatt um sjálft sig og þarfnast ekki nánari umfjöllunar. Við þurfum að breyta þessu kerfi – fyrst á stjórnsýslustiginu, þvert á ráðuneyti. Síðan með samvinnu stofnana og sauðfjárbænda; og neytenda – Við þurfum við að bera virðingu fyrir landinu og gæðum þess – en ekki síður fyrir hvort öðru.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun