Trúlega best Sverrir Björnsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Ég sat á kaffihúsi um daginn, þegar maður á næsta borði hallaði sér að mér og var mikið niðri fyrir. Veistu að það er vera sem fylgist með okkur allan sólarhringinn? Ha, áttu við Öryggisstofnun Bandaríkjanna eða Google? spurði ég. Nei, nei, þessi vera veit ekki bara hvað þú gerir í tölvunni og símanum þínum, hún veit allt sem þú gerir, allan sólarhringinn! Það er frekar óhugnanleg tilhugsun, sagði ég. Nei, nei, það er allt í lagi af því hún er svo góð. Sagði hann. Getur hún fylgst með öllum, öllum í heiminum samtímis? spurði ég frekar vantrúaður. Já, það er ekkert mál fyrir hana, hún veit allt. Hvernig veistu þetta? spurði ég. Það er til bók um hana, sagði hann. Í bókinni segir veran okkur hvernig við eigum að lifa, hvað við megum og hvað við megum ekki. Lifir fólk í alvöru eftir þessu? spurði ég. Já, fullt af fólki fer bókstaflega alveg eftir því sem veran segir. Hefur einhver séð þessa veru? spurði ég. Nei, ekki nokkur lifandi maður en hún hefur samt sést.Í veruleik allan daginn Hvenær var það? spurði ég spenntur. Fyrir nokkur þúsund árum. Já, góðan daginn, hvernig veistu að veran er til? spurði ég. Sonur hennar kom einu sinni í heimsókn og ég bara finn það á mér, í hjarta mér, að veran er til. Það má alls ekki efast og maður á að reyna að fá sem flesta til að trúa á hana, til dæmis með því að kenna börnum í skólum um hana. Er það ekki fulllangt gengið, spyr ég, þar sem enginn veit fyrir víst hvort þessi vera er til? Trúir þú mér ekki? spurði hann sár. Ja, ég á dálítið erfitt með að taka bara þín orð og nokkur þúsund ára gamlan vitnisburð trúanleg í svona mikilvægu máli. Nú fór að hitna í vininum. Það er ekki bara ég, alls konar annað fólk trúir á hana, meira að segja sumir borgarstjórar og það er til fólk sem segir að orð verunnar eigi að vera lögin í landinu. Ha?! Já, og þeir eru tilbúnir að fara í heilagt stríð til að berjast fyrir því. Allir sem trúa á veruna fá nefnilega að hitta hana eftir að þeir eru dánir. Hvernig er það hægt? spurði ég. Þá fer fólk upp í himin og þar er alveg frábært að vera. Himininn? Er þetta geimvera sem þú ert að tala um? Nei, nei, hún býr þar bara en stjórnar öllu á jörðinni. Mér var farið að detta í hug að það væri geðlyfjaskortur í landinu og fór að mjaka mér út. Hann kallaði á eftir mér: Þú manst að gera ekki grín að henni, þá verður þú kannski drepinn. Já, já, ég reyni að varast það, vertu sæll. Mikið var ég feginn þegar ég komst út en kannski er til fleira fólk eins og þessi blessaði maður, sem er í veruleik allan daginn og vill að við stjórnum lífi okkar og samfélagi eftir því. Það má ímynda sér hvað sem er fyrir mér, lífið er vissulega sumum manneskjum svo þungbært eða tilgangslaust að þær geta ekki lifað án vonar um að eitthvað súpergott sé í gangi á bak við tjöldin. En eftir þetta kaffihúsaspjall skil ég betur þá sem vilja algjörlega skilja á milli fantasíu og samfélags; laganna, skólanna og ríkisins. Það er trúlega best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sat á kaffihúsi um daginn, þegar maður á næsta borði hallaði sér að mér og var mikið niðri fyrir. Veistu að það er vera sem fylgist með okkur allan sólarhringinn? Ha, áttu við Öryggisstofnun Bandaríkjanna eða Google? spurði ég. Nei, nei, þessi vera veit ekki bara hvað þú gerir í tölvunni og símanum þínum, hún veit allt sem þú gerir, allan sólarhringinn! Það er frekar óhugnanleg tilhugsun, sagði ég. Nei, nei, það er allt í lagi af því hún er svo góð. Sagði hann. Getur hún fylgst með öllum, öllum í heiminum samtímis? spurði ég frekar vantrúaður. Já, það er ekkert mál fyrir hana, hún veit allt. Hvernig veistu þetta? spurði ég. Það er til bók um hana, sagði hann. Í bókinni segir veran okkur hvernig við eigum að lifa, hvað við megum og hvað við megum ekki. Lifir fólk í alvöru eftir þessu? spurði ég. Já, fullt af fólki fer bókstaflega alveg eftir því sem veran segir. Hefur einhver séð þessa veru? spurði ég. Nei, ekki nokkur lifandi maður en hún hefur samt sést.Í veruleik allan daginn Hvenær var það? spurði ég spenntur. Fyrir nokkur þúsund árum. Já, góðan daginn, hvernig veistu að veran er til? spurði ég. Sonur hennar kom einu sinni í heimsókn og ég bara finn það á mér, í hjarta mér, að veran er til. Það má alls ekki efast og maður á að reyna að fá sem flesta til að trúa á hana, til dæmis með því að kenna börnum í skólum um hana. Er það ekki fulllangt gengið, spyr ég, þar sem enginn veit fyrir víst hvort þessi vera er til? Trúir þú mér ekki? spurði hann sár. Ja, ég á dálítið erfitt með að taka bara þín orð og nokkur þúsund ára gamlan vitnisburð trúanleg í svona mikilvægu máli. Nú fór að hitna í vininum. Það er ekki bara ég, alls konar annað fólk trúir á hana, meira að segja sumir borgarstjórar og það er til fólk sem segir að orð verunnar eigi að vera lögin í landinu. Ha?! Já, og þeir eru tilbúnir að fara í heilagt stríð til að berjast fyrir því. Allir sem trúa á veruna fá nefnilega að hitta hana eftir að þeir eru dánir. Hvernig er það hægt? spurði ég. Þá fer fólk upp í himin og þar er alveg frábært að vera. Himininn? Er þetta geimvera sem þú ert að tala um? Nei, nei, hún býr þar bara en stjórnar öllu á jörðinni. Mér var farið að detta í hug að það væri geðlyfjaskortur í landinu og fór að mjaka mér út. Hann kallaði á eftir mér: Þú manst að gera ekki grín að henni, þá verður þú kannski drepinn. Já, já, ég reyni að varast það, vertu sæll. Mikið var ég feginn þegar ég komst út en kannski er til fleira fólk eins og þessi blessaði maður, sem er í veruleik allan daginn og vill að við stjórnum lífi okkar og samfélagi eftir því. Það má ímynda sér hvað sem er fyrir mér, lífið er vissulega sumum manneskjum svo þungbært eða tilgangslaust að þær geta ekki lifað án vonar um að eitthvað súpergott sé í gangi á bak við tjöldin. En eftir þetta kaffihúsaspjall skil ég betur þá sem vilja algjörlega skilja á milli fantasíu og samfélags; laganna, skólanna og ríkisins. Það er trúlega best.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun