Af samvisku presta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Íslenska þjóðkirkjan er í fararbroddi meðal kirkna er láta sig varða mannréttindi hinsegin fólks. Sú viðurkenning sem 113 prestum og guðfræðingum var veitt af Samtökunum '78 í kjölfar setningar einna hjúskaparlaga árið 2010 ber vott um þann víðtæka stuðning sem ríkir í prestastétt við hjónavígslu einstaklinga af sama kyni. Það eru forréttindi okkar sem störfum í kirkjunni að til okkar leita á hverju ári fjölmörg hinsegin pör eftir kirkjulegri hjónavígslu fyrir samband sitt. Sá sigur sem náðist með einum hjúskaparlögum var ekki sársaukalaus og deilur innan kirkjunnar um málið leiddu til þess að særandi ummæli voru viðhöfð í fjölmiðlum af kirkjunnar þjónum í garð hinsegin fólks. Átökin náðu hámarki á prestastefnu 2007 þar sem tillaga um að fara þess á leit við Alþingi að prestar skyldu fá heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á þeim forsendum að hópur presta taldi að hjónaband skyldi skilgreint sem sáttmáli karls og konu. Þegar ein hjúskaparlög voru samþykkt 2010 fengu prestar heimild til að vígja samkynja hjón en lögin voru höfð valkvæm byggt á áliti kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar frá 2006. Í athugasemd við lagafrumvarpið (þskj. 836/485. mál.) er það tekið fram að prestur „megi neita að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“. Með öðrum orðum hafa prestar heimild til að mismuna hjónaefnum á grundvelli kynhneigðar. Sambærileg álitamál í kirkjusögu 20. aldar hafa varðað hjónavígslu fráskilinna og prestvígslu kvenna en hvorugt hefur orðið að deiluefni í íslensku Þjóðkirkjunni. Sigurbjörn Einarsson biskup tók af skarið með prestsvígslu kvenna þegar Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna árið 1974 án vandkvæða. Í nágrannalöndum okkar hefur prestsvígsla kvenna verið sársaukafullt deiluefni og þar þekkist að biskupar hafi samviskufrelsi um að neita konum prestsvígslu. Samband ríkis og þjóðkirkju er með þeim hætti að prestar í embætti eru opinberir starfsmenn og um þá gilda lög og reglur sem samsvara því. Í krafti þess eru jafnréttislög í gildi við ráðningar presta og það er tekið fram þegar prestsstaða er auglýst. Þannig er það tryggt að ekki sé hægt að mismuna á grundvelli kynferðis þegar veitt eru embætti. Engar málamiðlanir Það skýtur því skökku við að opinberir starfsmenn hafi til þess heimild í lögum að mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar. Engar upplýsingar eru aðgengilegar um þann hóp presta sem neitar hjónavígslu samkynhneigðra og því er það óhjákvæmilegt að hjónaefni reki sig á að ekki er óhætt að leita eftir þjónustu í hvaða sóknarkirkju sem er. Þessi kerfislæga mismunun stendur íslensku þjóðkirkjunni fyrir þrifum. Þegar kemur að mannréttindum má engar málamiðlanir gera og fordómar í garð samkynhneigðar eru ein af stóru syndum kirkjunnar í samtímanum. Kristin kirkja hefur í krafti trúarsannfæringar beitt hinsegin fólk ofbeldi og útskúfun um aldir og hefur í því samhengi brugðist köllun sinni um réttlæti, frið og kærleika. Hjónavígsla tveggja fullveðja jafningja sem leita blessunar Guðs er ein fegursta birtingarmynd mannlegs kærleika og þar gildir kynhneigð einu. Til að um þann kærleika geti ríkt friður þarf réttlætið að ná fram að ganga. Um ein hjúskaparlög mun ekki ríkja friður og sátt fyrr en hjónaefnum er ekki lengur mismunað kerfislægt í kirkjunni á grundvelli kynhneigðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðkirkjan er í fararbroddi meðal kirkna er láta sig varða mannréttindi hinsegin fólks. Sú viðurkenning sem 113 prestum og guðfræðingum var veitt af Samtökunum '78 í kjölfar setningar einna hjúskaparlaga árið 2010 ber vott um þann víðtæka stuðning sem ríkir í prestastétt við hjónavígslu einstaklinga af sama kyni. Það eru forréttindi okkar sem störfum í kirkjunni að til okkar leita á hverju ári fjölmörg hinsegin pör eftir kirkjulegri hjónavígslu fyrir samband sitt. Sá sigur sem náðist með einum hjúskaparlögum var ekki sársaukalaus og deilur innan kirkjunnar um málið leiddu til þess að særandi ummæli voru viðhöfð í fjölmiðlum af kirkjunnar þjónum í garð hinsegin fólks. Átökin náðu hámarki á prestastefnu 2007 þar sem tillaga um að fara þess á leit við Alþingi að prestar skyldu fá heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á þeim forsendum að hópur presta taldi að hjónaband skyldi skilgreint sem sáttmáli karls og konu. Þegar ein hjúskaparlög voru samþykkt 2010 fengu prestar heimild til að vígja samkynja hjón en lögin voru höfð valkvæm byggt á áliti kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar frá 2006. Í athugasemd við lagafrumvarpið (þskj. 836/485. mál.) er það tekið fram að prestur „megi neita að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“. Með öðrum orðum hafa prestar heimild til að mismuna hjónaefnum á grundvelli kynhneigðar. Sambærileg álitamál í kirkjusögu 20. aldar hafa varðað hjónavígslu fráskilinna og prestvígslu kvenna en hvorugt hefur orðið að deiluefni í íslensku Þjóðkirkjunni. Sigurbjörn Einarsson biskup tók af skarið með prestsvígslu kvenna þegar Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna árið 1974 án vandkvæða. Í nágrannalöndum okkar hefur prestsvígsla kvenna verið sársaukafullt deiluefni og þar þekkist að biskupar hafi samviskufrelsi um að neita konum prestsvígslu. Samband ríkis og þjóðkirkju er með þeim hætti að prestar í embætti eru opinberir starfsmenn og um þá gilda lög og reglur sem samsvara því. Í krafti þess eru jafnréttislög í gildi við ráðningar presta og það er tekið fram þegar prestsstaða er auglýst. Þannig er það tryggt að ekki sé hægt að mismuna á grundvelli kynferðis þegar veitt eru embætti. Engar málamiðlanir Það skýtur því skökku við að opinberir starfsmenn hafi til þess heimild í lögum að mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar. Engar upplýsingar eru aðgengilegar um þann hóp presta sem neitar hjónavígslu samkynhneigðra og því er það óhjákvæmilegt að hjónaefni reki sig á að ekki er óhætt að leita eftir þjónustu í hvaða sóknarkirkju sem er. Þessi kerfislæga mismunun stendur íslensku þjóðkirkjunni fyrir þrifum. Þegar kemur að mannréttindum má engar málamiðlanir gera og fordómar í garð samkynhneigðar eru ein af stóru syndum kirkjunnar í samtímanum. Kristin kirkja hefur í krafti trúarsannfæringar beitt hinsegin fólk ofbeldi og útskúfun um aldir og hefur í því samhengi brugðist köllun sinni um réttlæti, frið og kærleika. Hjónavígsla tveggja fullveðja jafningja sem leita blessunar Guðs er ein fegursta birtingarmynd mannlegs kærleika og þar gildir kynhneigð einu. Til að um þann kærleika geti ríkt friður þarf réttlætið að ná fram að ganga. Um ein hjúskaparlög mun ekki ríkja friður og sátt fyrr en hjónaefnum er ekki lengur mismunað kerfislægt í kirkjunni á grundvelli kynhneigðar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun