Þróun áhættuþátta langvinnra sjúkdóma í framhaldsskólum framtíðar? Janus Guðlaugsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Opið bréf til ráðherra mennta- og menningarmála, ráðherra velferðar og landlæknis. Börn og unglingar sem hreyfa sig lítið, hafa lítið þrek og of hátt hlutfall fitu í líkama eru líklegri en aðrir til að þróa með sér áhættuþætti tengda hjarta- og æðasjúkdómum. Með daglegri hreyfingu og réttri næringu er hægt að koma í veg fyrir þessa þróun1. Langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar eru helsta dánarorsök í heiminum. Þeir verða fleira fólki að aldurtila en allar aðrar ástæður samanlagt.2 Í ljósi framangreindra staðreynda leyfir Mennta- og menningarmálaráðuneyti sér að leggja fram tillögu sem felur í sér verulega skerðingu á heilsuræktarkennslu í framhaldsskólum. Ráðuneytið leggur til að takmarka umfang heilsuræktar innan framhaldsskóla úr 8 gömlum einingum í 2. Þetta er gert á sama tíma og alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir ítreka mikilvægi um daglega hreyfingu ungmenna. Tillögurnar ýta undir lífsstílstengda sjúkdóma meðal framhaldsskólanema í landinu. Á sama tíma er Velferðarráðuneyti að móta verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli í samvinnu við Embætti landlæknis og framhaldsskóla. Stefnumótun Mennta- og menningarmálaráðuneytis er því í hrópandi andstöðu við þessar hugmyndir.Að stemma stigu við áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma Með vel útfærðri heilsuræktarkennslu í grunn- og framhaldsskólum væri hægt að koma í veg fyrir stóran hluta ofangreindra dánarorsaka síðar á lífsleiðinni.3 Stjórnendur framhaldsskóla, ráðherrar mennta- og menningarmála og Velferðarráðuneytis ásamt landlækni ættu miklu frekar að finna leiðir í skólakerfinu sem hindra þróun áhættuþátta langvinnra sjúkdóma. Á ráðstefnunni Lýðheilsa 2015 ræddi heilbrigðis- og velferðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, um mikilvægi forvarna í komandi framtíð. Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor, sem fer fyrir ráðherraskipaðri nefnd um lýðheilsu, fór yfir stefnumörkun næstu ára þar sem meðal annars daglegar hreyfistundir í grunnskólum landsins yrðu að veruleika á skólaárinu 2016–2017. Slík stefnumótun gæti orðið til lítils ef heilsuræktarkennsla verður lögð af í framhaldsskólum. Nú er komið að mennta- og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssyni, að taka þátt í þessari uppbyggingu. Samhliða þessum atriðum að framan má benda á mjög sérkennilegt orðalag á blaðsíðu 54 í gildandi Aðalanámskrá fyrir framhaldsskóla: „Framhaldsskólar skulu skipuleggja námsbrautir þannig að allir nemendur 18 ára og yngri stundi íþróttir – líkams- og heilsurækt.“ Hvert er löggjafinn að stefna með þessu orðalagi? Hvað með þá nemendur sem eru eldri en 18 ára? Hvers vegna fær ein námsgrein slíka aldursviðmiðun í nýrri Aðalnámskrá? Er forvörnum á sviði heilsuræktar af hálfu ráðuneyta formlega lokið við 18 ára aldur? Hvaða faglegu rök liggja að baki þessum stefnumótunum frá hendi ráðuneytis mennta- og menningarmála?Hornsteinn að góðri lýðheilsu Á tíu árum skólaskyldunnar þarf að leggja hornstein að góðri heilsu út í lífið. Á framhaldsskólaárum þarf að fastmóta þá stefnu sem mörkuð hefur verið og gera einstaklinginn færan og ábyrgan fyrir eigin heilsu og velferð. Hver er hin raunverulega heilsufarsstaða íslenskra barna og unglinga á grunnskólaaldri? Hver er hin raunverulega heilsufarsstefna áðurnefndra ráðuneyta og Embættis landlæknis? Þessum spurningum þurfa ráðuneyti mennta og velferðar að svara með nákvæmri úttekt og rannsóknum á þjálfunarlífeðlisfræðilegum gildum áður en lagt er til atlögu að velferð íslenskra ungmenna. Þá fyrst er hægt að setja raunhæfa stefnu um markmið og aðgerðir tengdar heilsu barna og unglinga í skólum. Íslenskar sem erlendar rannsóknir eru til sem mæla gegn þessari nálgun. Þá eru læknar í landinu farnir að tala skýrar um mátt hreyfingar eða markvissrar heilsuræktar fyrir komandi kynslóðir. Væri ekki viturlegt að hlusta á slík rök? Í gildandi námskrá fyrir framhaldsskóla segir á bls. 21: „Heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Það ræðst af flóknu samspili einstaklings, aðstæðna og umhverfis. Allt skólastarf þarf að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan enda verja börn og ungmenni stórum hluta dagsins í skóla.“4 Námskrá er útfærsla á lögum og um leið reglugerðarígildi. Hvaða þýðingu hefur hún ef starfsmenn þess móta ekki útfærslu stefnunnar í þessum anda? Í almennum hluta aðalnámskrár á öllum skólastigum er víða vel að orði komist. Það er ánægjulegt að sjá grunnþætti menntunar setta fram á þennan hátt sem gert er og ögra þannig kennurum námsgreina til stefnumótunar. Þetta er skólunum látið eftir en þeir þurfa að fá svigrúm til athafna. Það má vel vera að einhverjir kennarar og/eða skólar þurfi að uppfæra sína stefnu í heilsuræktarkennslunni. Þessar döpru tillögur eru ef til vill ágæt áminning fyrir kennarana og skólana um að endurvinna stefnu í heilsuræktarkennslu í framhaldsskólum með markvissari tengingu við grunnþætti menntunar og þá hugmyndafræði sem heilbrigðiskerfið vill sjá í komandi framtíð. Slíkt verður ekki gert með niðurskurði á títt nefndum heilsu- og velferðarþætti. Sparnaður á heilsutengdum athöfnum barna og unglinga í skólakerfinu mun koma þjóðinni í koll síðar þó ráðherrar eða embættismenn sjái í því tímabundinn sparnað á viðverutíma sínum í embætti.Lokaorð Ráðherra mennta- og menningarmála í samvinnu við ráðherra Velferðarráðuneytis og landlækni þarf að blása lífi í hugsjón og hugmyndafræði fyrir starfandi kennara og skólakerfið í heild til að vinna eftir en ekki kippa undan því helstu stoðinni – heilsunni sjálfri. Ábyrgð skólastjórnenda á lýðheilsu þjóðar er gífurleg. Tækifærin eru óþrjótandi í ljósi breyttra tíma, nýrrar tækni og nýsköpunar. Skólakerfi landsins á að hlúa að lýðheilsu Íslendinga með umgjörð sem eflir heilsu einstaklingsins í samfélagi við aðra. Þar eiga sérfræðingar að vera kennaramenntaðir íþróttafræðingar með fjölþætta menntun að baki. Ráðamenn menntamála þurfa að opna augun fyrir fjölþættum möguleikum heilsuuppeldis, færa þau til bókar með nýrri nálgun og samþættingu við grunnþætti menntunar og aðrar námsgreinar. Ekki síst þarf að auka til muna líkamlega virkni nemenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum og gera kennsluna í skólunum aflvaka nýrra leiða í heilsurækt og forvörnum. Rannsóknir Kibbe og félaga5 sýna að aukin samþætting líkamlegrar virkni og almenns náms í skólum ýtir undir einbeitingu og áhuga nemenda á öllu námi. Sama gera nýlegar íslenskar rannsóknir. Slík nálgun hjálpar nemendum að ná markmiðum sínum um daglega hreyfingu og skólum að uppfylla stefnumarkandi kröfur um heilsuhreysti og velferð.Heimildir 1. Peluso, M. J., Encandela, J., Hafler, J. P. og Margolis, C. Z. (2012). Guiding principles for the development of global health education curricula in undergraduate medical education. Medical Teacher, 34(8): 653–658. 2. Karl Andersen og Vilmundur Guðnason. Langvinnir sjúkdómar: heimsfaraldur 21. aldar. Læknablaðið. Nóvember 2012; 98 (11): 591–595. 3. Alwan, A. (2011). Global status report on noncommunicable diseases 2010. Genf: World Health Organization. 4. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2012a). Aðalnámskrá grunnskóla 2011: Almennur hluti. Reykjavík: Höfundur. 5. Kibbe, D. L., Hackett, J., Hurley, M., McFarland, A., Schubert, K. G., Schultz, A. o.fl. (2011). Integrating physical activity with academic concepts in elementary school classrooms. Preventive Medicine, 52 (Supplement): 43–50. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til ráðherra mennta- og menningarmála, ráðherra velferðar og landlæknis. Börn og unglingar sem hreyfa sig lítið, hafa lítið þrek og of hátt hlutfall fitu í líkama eru líklegri en aðrir til að þróa með sér áhættuþætti tengda hjarta- og æðasjúkdómum. Með daglegri hreyfingu og réttri næringu er hægt að koma í veg fyrir þessa þróun1. Langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar eru helsta dánarorsök í heiminum. Þeir verða fleira fólki að aldurtila en allar aðrar ástæður samanlagt.2 Í ljósi framangreindra staðreynda leyfir Mennta- og menningarmálaráðuneyti sér að leggja fram tillögu sem felur í sér verulega skerðingu á heilsuræktarkennslu í framhaldsskólum. Ráðuneytið leggur til að takmarka umfang heilsuræktar innan framhaldsskóla úr 8 gömlum einingum í 2. Þetta er gert á sama tíma og alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir ítreka mikilvægi um daglega hreyfingu ungmenna. Tillögurnar ýta undir lífsstílstengda sjúkdóma meðal framhaldsskólanema í landinu. Á sama tíma er Velferðarráðuneyti að móta verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli í samvinnu við Embætti landlæknis og framhaldsskóla. Stefnumótun Mennta- og menningarmálaráðuneytis er því í hrópandi andstöðu við þessar hugmyndir.Að stemma stigu við áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma Með vel útfærðri heilsuræktarkennslu í grunn- og framhaldsskólum væri hægt að koma í veg fyrir stóran hluta ofangreindra dánarorsaka síðar á lífsleiðinni.3 Stjórnendur framhaldsskóla, ráðherrar mennta- og menningarmála og Velferðarráðuneytis ásamt landlækni ættu miklu frekar að finna leiðir í skólakerfinu sem hindra þróun áhættuþátta langvinnra sjúkdóma. Á ráðstefnunni Lýðheilsa 2015 ræddi heilbrigðis- og velferðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, um mikilvægi forvarna í komandi framtíð. Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor, sem fer fyrir ráðherraskipaðri nefnd um lýðheilsu, fór yfir stefnumörkun næstu ára þar sem meðal annars daglegar hreyfistundir í grunnskólum landsins yrðu að veruleika á skólaárinu 2016–2017. Slík stefnumótun gæti orðið til lítils ef heilsuræktarkennsla verður lögð af í framhaldsskólum. Nú er komið að mennta- og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssyni, að taka þátt í þessari uppbyggingu. Samhliða þessum atriðum að framan má benda á mjög sérkennilegt orðalag á blaðsíðu 54 í gildandi Aðalanámskrá fyrir framhaldsskóla: „Framhaldsskólar skulu skipuleggja námsbrautir þannig að allir nemendur 18 ára og yngri stundi íþróttir – líkams- og heilsurækt.“ Hvert er löggjafinn að stefna með þessu orðalagi? Hvað með þá nemendur sem eru eldri en 18 ára? Hvers vegna fær ein námsgrein slíka aldursviðmiðun í nýrri Aðalnámskrá? Er forvörnum á sviði heilsuræktar af hálfu ráðuneyta formlega lokið við 18 ára aldur? Hvaða faglegu rök liggja að baki þessum stefnumótunum frá hendi ráðuneytis mennta- og menningarmála?Hornsteinn að góðri lýðheilsu Á tíu árum skólaskyldunnar þarf að leggja hornstein að góðri heilsu út í lífið. Á framhaldsskólaárum þarf að fastmóta þá stefnu sem mörkuð hefur verið og gera einstaklinginn færan og ábyrgan fyrir eigin heilsu og velferð. Hver er hin raunverulega heilsufarsstaða íslenskra barna og unglinga á grunnskólaaldri? Hver er hin raunverulega heilsufarsstefna áðurnefndra ráðuneyta og Embættis landlæknis? Þessum spurningum þurfa ráðuneyti mennta og velferðar að svara með nákvæmri úttekt og rannsóknum á þjálfunarlífeðlisfræðilegum gildum áður en lagt er til atlögu að velferð íslenskra ungmenna. Þá fyrst er hægt að setja raunhæfa stefnu um markmið og aðgerðir tengdar heilsu barna og unglinga í skólum. Íslenskar sem erlendar rannsóknir eru til sem mæla gegn þessari nálgun. Þá eru læknar í landinu farnir að tala skýrar um mátt hreyfingar eða markvissrar heilsuræktar fyrir komandi kynslóðir. Væri ekki viturlegt að hlusta á slík rök? Í gildandi námskrá fyrir framhaldsskóla segir á bls. 21: „Heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Það ræðst af flóknu samspili einstaklings, aðstæðna og umhverfis. Allt skólastarf þarf að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan enda verja börn og ungmenni stórum hluta dagsins í skóla.“4 Námskrá er útfærsla á lögum og um leið reglugerðarígildi. Hvaða þýðingu hefur hún ef starfsmenn þess móta ekki útfærslu stefnunnar í þessum anda? Í almennum hluta aðalnámskrár á öllum skólastigum er víða vel að orði komist. Það er ánægjulegt að sjá grunnþætti menntunar setta fram á þennan hátt sem gert er og ögra þannig kennurum námsgreina til stefnumótunar. Þetta er skólunum látið eftir en þeir þurfa að fá svigrúm til athafna. Það má vel vera að einhverjir kennarar og/eða skólar þurfi að uppfæra sína stefnu í heilsuræktarkennslunni. Þessar döpru tillögur eru ef til vill ágæt áminning fyrir kennarana og skólana um að endurvinna stefnu í heilsuræktarkennslu í framhaldsskólum með markvissari tengingu við grunnþætti menntunar og þá hugmyndafræði sem heilbrigðiskerfið vill sjá í komandi framtíð. Slíkt verður ekki gert með niðurskurði á títt nefndum heilsu- og velferðarþætti. Sparnaður á heilsutengdum athöfnum barna og unglinga í skólakerfinu mun koma þjóðinni í koll síðar þó ráðherrar eða embættismenn sjái í því tímabundinn sparnað á viðverutíma sínum í embætti.Lokaorð Ráðherra mennta- og menningarmála í samvinnu við ráðherra Velferðarráðuneytis og landlækni þarf að blása lífi í hugsjón og hugmyndafræði fyrir starfandi kennara og skólakerfið í heild til að vinna eftir en ekki kippa undan því helstu stoðinni – heilsunni sjálfri. Ábyrgð skólastjórnenda á lýðheilsu þjóðar er gífurleg. Tækifærin eru óþrjótandi í ljósi breyttra tíma, nýrrar tækni og nýsköpunar. Skólakerfi landsins á að hlúa að lýðheilsu Íslendinga með umgjörð sem eflir heilsu einstaklingsins í samfélagi við aðra. Þar eiga sérfræðingar að vera kennaramenntaðir íþróttafræðingar með fjölþætta menntun að baki. Ráðamenn menntamála þurfa að opna augun fyrir fjölþættum möguleikum heilsuuppeldis, færa þau til bókar með nýrri nálgun og samþættingu við grunnþætti menntunar og aðrar námsgreinar. Ekki síst þarf að auka til muna líkamlega virkni nemenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum og gera kennsluna í skólunum aflvaka nýrra leiða í heilsurækt og forvörnum. Rannsóknir Kibbe og félaga5 sýna að aukin samþætting líkamlegrar virkni og almenns náms í skólum ýtir undir einbeitingu og áhuga nemenda á öllu námi. Sama gera nýlegar íslenskar rannsóknir. Slík nálgun hjálpar nemendum að ná markmiðum sínum um daglega hreyfingu og skólum að uppfylla stefnumarkandi kröfur um heilsuhreysti og velferð.Heimildir 1. Peluso, M. J., Encandela, J., Hafler, J. P. og Margolis, C. Z. (2012). Guiding principles for the development of global health education curricula in undergraduate medical education. Medical Teacher, 34(8): 653–658. 2. Karl Andersen og Vilmundur Guðnason. Langvinnir sjúkdómar: heimsfaraldur 21. aldar. Læknablaðið. Nóvember 2012; 98 (11): 591–595. 3. Alwan, A. (2011). Global status report on noncommunicable diseases 2010. Genf: World Health Organization. 4. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2012a). Aðalnámskrá grunnskóla 2011: Almennur hluti. Reykjavík: Höfundur. 5. Kibbe, D. L., Hackett, J., Hurley, M., McFarland, A., Schubert, K. G., Schultz, A. o.fl. (2011). Integrating physical activity with academic concepts in elementary school classrooms. Preventive Medicine, 52 (Supplement): 43–50.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun