Fagmennska eða fúsk Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 19. mars 2015 07:00 Óhefðbundnar lækningaaðferðir hafa verið í umræðunni í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nú nýverið. Ljóst er að margt er í boði fyrir fólk sem á við alvarleg og ólæknandi líkamleg veikindi að stríða. Líklega mætti taka aðra eins umræðu um þau úrræði sem í boði eru við andlegum veikindum, hvort sem um er að ræða minniháttar krísur eða alvarlegri veikindi sem tekur lengri tíma að ná tökum á. Á þessum vettvangi kennir einnig ýmissa grasa og mikilvægt að leita beint til viðurkenndra fagaðila til að tryggja hámarksárangur. Í þessu greinarkorni hyggst ég fjalla lítillega um störf sálfræðinga og benda á þá miklu þekkingu og reynslu sem sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir. Að baki sálfræðiréttindum liggur margra ára háskólanám, starfsþjálfun og handleiðsla. Þá hafa margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar byrjað sinn feril á öðrum vettvangi og búa yfir víðtækri reynslu af öðrum störfum, t.d. innan sjúkra- og meðferðarstofnana eða innan skólakerfisins svo eitthvað sé nefnt. Sálfræðingar nota viðurkenndar aðferðir sem rannsóknir sýna að hafi raunveruleg og varanleg áhrif til bata. Má hér nefna hugræna atferlismeðferð (HAM) sem er gagnlegt meðferðarúrræði við ýmsum kvillum, s.s. kvíða og þunglyndi.Þörf á leiðarvísi Sú mýta hefur verið lífseig að til sálfræðinga leiti aðeins þeir sem eigi við mikla vanlíðan að stríða og hafi jafnvel verið lagðir inn á stofnanir vegna andlegra veikinda. Í dag gerir fólk auknar kröfur um vellíðan og virkni og gott getur verið að ræða vandann áður en hann verður óviðráðanlegur. Oft nægja nokkrir tímar hjá sálfræðingi til að koma lífinu á rétta braut. Lífið er margbreytilegt og við erum misjafnlega í stakk búin til að takast á við óvæntar uppákomur vegna skyndilegra breytinga á persónulegum högum. Hér má nefna skilnaði, veikindi, atvinnumissi og annað sem kann að koma fólki úr jafnvægi til lengri eða skemmri tíma. Hlutverk sálfræðings er að hlusta, greina vandann og hjálpa fólki við að setja sér upp markmið og fylgja þeim. Hér notar sálfræðingurinn þekkingu sína og reynslu ásamt úrræðum sem rannsóknir hafa sannað að hafi meðferðargildi. Þess ber einnig að geta að sálfræðingar eru flestir í góðum tengslum við aðrar starfsstéttir svo sem lækna og geta því vísað fólki áfram til frekari meðferðar gerist þess þörf. Af nýlegri umræðu um ýmsar leiðir lækninga er ljóst að þörf er á leiðarvísi fyrir fólk sem þarf á aðstoð að halda og er þessi grein innlegg í þá umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Sjá meira
Óhefðbundnar lækningaaðferðir hafa verið í umræðunni í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nú nýverið. Ljóst er að margt er í boði fyrir fólk sem á við alvarleg og ólæknandi líkamleg veikindi að stríða. Líklega mætti taka aðra eins umræðu um þau úrræði sem í boði eru við andlegum veikindum, hvort sem um er að ræða minniháttar krísur eða alvarlegri veikindi sem tekur lengri tíma að ná tökum á. Á þessum vettvangi kennir einnig ýmissa grasa og mikilvægt að leita beint til viðurkenndra fagaðila til að tryggja hámarksárangur. Í þessu greinarkorni hyggst ég fjalla lítillega um störf sálfræðinga og benda á þá miklu þekkingu og reynslu sem sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir. Að baki sálfræðiréttindum liggur margra ára háskólanám, starfsþjálfun og handleiðsla. Þá hafa margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar byrjað sinn feril á öðrum vettvangi og búa yfir víðtækri reynslu af öðrum störfum, t.d. innan sjúkra- og meðferðarstofnana eða innan skólakerfisins svo eitthvað sé nefnt. Sálfræðingar nota viðurkenndar aðferðir sem rannsóknir sýna að hafi raunveruleg og varanleg áhrif til bata. Má hér nefna hugræna atferlismeðferð (HAM) sem er gagnlegt meðferðarúrræði við ýmsum kvillum, s.s. kvíða og þunglyndi.Þörf á leiðarvísi Sú mýta hefur verið lífseig að til sálfræðinga leiti aðeins þeir sem eigi við mikla vanlíðan að stríða og hafi jafnvel verið lagðir inn á stofnanir vegna andlegra veikinda. Í dag gerir fólk auknar kröfur um vellíðan og virkni og gott getur verið að ræða vandann áður en hann verður óviðráðanlegur. Oft nægja nokkrir tímar hjá sálfræðingi til að koma lífinu á rétta braut. Lífið er margbreytilegt og við erum misjafnlega í stakk búin til að takast á við óvæntar uppákomur vegna skyndilegra breytinga á persónulegum högum. Hér má nefna skilnaði, veikindi, atvinnumissi og annað sem kann að koma fólki úr jafnvægi til lengri eða skemmri tíma. Hlutverk sálfræðings er að hlusta, greina vandann og hjálpa fólki við að setja sér upp markmið og fylgja þeim. Hér notar sálfræðingurinn þekkingu sína og reynslu ásamt úrræðum sem rannsóknir hafa sannað að hafi meðferðargildi. Þess ber einnig að geta að sálfræðingar eru flestir í góðum tengslum við aðrar starfsstéttir svo sem lækna og geta því vísað fólki áfram til frekari meðferðar gerist þess þörf. Af nýlegri umræðu um ýmsar leiðir lækninga er ljóst að þörf er á leiðarvísi fyrir fólk sem þarf á aðstoð að halda og er þessi grein innlegg í þá umræðu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun