Strákarnir Stefán Gunnar Sigurðsson skrifar 8. október 2015 14:09 Ég var í sjöunda bekk í Melaskóla. Amma kom alltaf að sækja mig og lagði alltaf á sama stað. Hún hafði verið lögð á sama staðnum síðan hún byrjaði að sækja mig í fyrsta bekk. Ég rölti kátur og sæll eftir skóladaginn fullur tilhlökkunar að fara að stússast með ömmu. En þennan dag, man ekki nákvæma dagsetningu svosem, þá var amma ekki á sínum stað. Það var eins og eitthvað hefði smollið í hausnum á mér, eins og einhver hefði kveikt á ljósrofa í hausnum á mér. Tárin byrjuðu að streyma og mér varð samstundis óglatt og vissi ekkert hvernig ég átti að hegða mér. Ég hljóp inn. Á leiðinni sá ég fullt af krökkum og mér fannst mjög óþægilegt að þau væru að sjá mig gráta, ég man eftir því reyndar að einhver yngri strákur spurði hvort það væri ekki í lagi en ég þaut inn og það voru flestir farnir nema einn gangavörður sem ég hljóp að og sagði að amma mín væri ekki komin að sækja mig. Svo í sömu andrá kemur amma inn og segir mér að hún hefði verið hinum megin við götuna og huggar mig. Þetta var upphafið. Upphafið á mínum kvíðaferli. Dagana eftir hafði ég enga löngun til þess að leika við vini mína úti. Það var vetur og fátt skemmtilegra en að hópast saman strákarnir í hverfinu og fara í snjóstríð eða renna sér á snjóþotu. Ég vildi bara vera sem allra næst mömmu og pabba. Ég átti erfitt með að fara í skólann, fór jafnvel ekki neitt. Mamma pantaði tíma hjá geðlækni. Ég fer til hans og hann greinir mig með aðskilnaðarkvíða, ofsakvíða og félagsfælni. Hann bendir okkur á sálfræðing sem ég var hjá svo hjá næstu 7-8 árin eða svo. Í kjölfarið fer ég einnig á kvíðastillandi lyf sem ég tek enn þann dag í dag. Ég vil svosem ekkert endilega einblína neitt á mína sögu sem kvíðasjúklingur en mér líður allavega vel í dag og hitti bæði sálfræðing og geðlækni reglulega.Það sem ég hinsvegar vil tala um eru þeir veggir sem samfélagið hefur stillt upp í kringum stráka sem þjást af kvíða og þunglyndi. Ég veit að það eru líka allskyns tabú og fordómar sem snúa að stelpum en þar sem ég hef ekki reynslu af því þykir mér erfitt að tala fyrir því. Ég hef alltaf verið frekar opinn með mín mál og er ekki hræddur við það að tala um mín veikindi. En það eru það alls ekki allir. Margir strákar upplifa það að vera með kvíða eða þunglyndi sem einhverskonar aumingjaskap, þeir eru ekki nóg miklir karlar, þeir eru bara einhverjir fokking aumingjar. Hvaðan kemur þetta? Hvar á lífsleiðinni byrja drengir að fá það stillt inná sig að þeir eigi ekki að tjá tilfinningar sínar? Að þeir eigi ekki að segja hvernig þeim líði? Ég er ekkert að tala um að allir eigi bara að vera hrópa yfir alla hvernig þeim líði alltaf, en það á að vera grunngeta að geta leitað hjálpar þegar manni líður illa. Það má heldur ekki misskilja það að finna fyrir vanlíðan. Að líða illa er líka eðlileg tilfinning eins og að líða vel, við verðum að bera virðingu fyrir tilfinningum okkar. Það er ekkert í genum drengja, þó svo ég sé enginn Kári Stefánsson, sem segir að þeir séu einhverjar minni tilfinningaverur heldur en stelpur. Það er ekki aumingjaskapur að gráta, það er ekki aumingjaskapur að liða illa og það er ekki aumingjaskapur að leita sér hjálpar. Í sameiningu, með því að sýna umburðarlyndi og þolinmæði brjótum við þessa veggi sem samfélagið hefur byggt.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Fordómum verður ekki útrýmt án áheyrnar Við þurfum ekki nema að líta í kringum okkur og skoða okkar eigin lifnaðarhætti til að átta okkur á því að það er stöðugt flæði sem á sér stað þvert yfir landamæri. 7. október 2015 11:49 Íslamd Ég labba inn í Bónus í lopapeysu og gúmmítúttunum. Ég mæti fyrsta athugula augnaráðinu við flatkökuhilluna. 6. október 2015 09:33 Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. 5. október 2015 10:11 Óeðlileg ást? Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. 5. október 2015 13:00 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var í sjöunda bekk í Melaskóla. Amma kom alltaf að sækja mig og lagði alltaf á sama stað. Hún hafði verið lögð á sama staðnum síðan hún byrjaði að sækja mig í fyrsta bekk. Ég rölti kátur og sæll eftir skóladaginn fullur tilhlökkunar að fara að stússast með ömmu. En þennan dag, man ekki nákvæma dagsetningu svosem, þá var amma ekki á sínum stað. Það var eins og eitthvað hefði smollið í hausnum á mér, eins og einhver hefði kveikt á ljósrofa í hausnum á mér. Tárin byrjuðu að streyma og mér varð samstundis óglatt og vissi ekkert hvernig ég átti að hegða mér. Ég hljóp inn. Á leiðinni sá ég fullt af krökkum og mér fannst mjög óþægilegt að þau væru að sjá mig gráta, ég man eftir því reyndar að einhver yngri strákur spurði hvort það væri ekki í lagi en ég þaut inn og það voru flestir farnir nema einn gangavörður sem ég hljóp að og sagði að amma mín væri ekki komin að sækja mig. Svo í sömu andrá kemur amma inn og segir mér að hún hefði verið hinum megin við götuna og huggar mig. Þetta var upphafið. Upphafið á mínum kvíðaferli. Dagana eftir hafði ég enga löngun til þess að leika við vini mína úti. Það var vetur og fátt skemmtilegra en að hópast saman strákarnir í hverfinu og fara í snjóstríð eða renna sér á snjóþotu. Ég vildi bara vera sem allra næst mömmu og pabba. Ég átti erfitt með að fara í skólann, fór jafnvel ekki neitt. Mamma pantaði tíma hjá geðlækni. Ég fer til hans og hann greinir mig með aðskilnaðarkvíða, ofsakvíða og félagsfælni. Hann bendir okkur á sálfræðing sem ég var hjá svo hjá næstu 7-8 árin eða svo. Í kjölfarið fer ég einnig á kvíðastillandi lyf sem ég tek enn þann dag í dag. Ég vil svosem ekkert endilega einblína neitt á mína sögu sem kvíðasjúklingur en mér líður allavega vel í dag og hitti bæði sálfræðing og geðlækni reglulega.Það sem ég hinsvegar vil tala um eru þeir veggir sem samfélagið hefur stillt upp í kringum stráka sem þjást af kvíða og þunglyndi. Ég veit að það eru líka allskyns tabú og fordómar sem snúa að stelpum en þar sem ég hef ekki reynslu af því þykir mér erfitt að tala fyrir því. Ég hef alltaf verið frekar opinn með mín mál og er ekki hræddur við það að tala um mín veikindi. En það eru það alls ekki allir. Margir strákar upplifa það að vera með kvíða eða þunglyndi sem einhverskonar aumingjaskap, þeir eru ekki nóg miklir karlar, þeir eru bara einhverjir fokking aumingjar. Hvaðan kemur þetta? Hvar á lífsleiðinni byrja drengir að fá það stillt inná sig að þeir eigi ekki að tjá tilfinningar sínar? Að þeir eigi ekki að segja hvernig þeim líði? Ég er ekkert að tala um að allir eigi bara að vera hrópa yfir alla hvernig þeim líði alltaf, en það á að vera grunngeta að geta leitað hjálpar þegar manni líður illa. Það má heldur ekki misskilja það að finna fyrir vanlíðan. Að líða illa er líka eðlileg tilfinning eins og að líða vel, við verðum að bera virðingu fyrir tilfinningum okkar. Það er ekkert í genum drengja, þó svo ég sé enginn Kári Stefánsson, sem segir að þeir séu einhverjar minni tilfinningaverur heldur en stelpur. Það er ekki aumingjaskapur að gráta, það er ekki aumingjaskapur að liða illa og það er ekki aumingjaskapur að leita sér hjálpar. Í sameiningu, með því að sýna umburðarlyndi og þolinmæði brjótum við þessa veggi sem samfélagið hefur byggt.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér.
Fordómum verður ekki útrýmt án áheyrnar Við þurfum ekki nema að líta í kringum okkur og skoða okkar eigin lifnaðarhætti til að átta okkur á því að það er stöðugt flæði sem á sér stað þvert yfir landamæri. 7. október 2015 11:49
Íslamd Ég labba inn í Bónus í lopapeysu og gúmmítúttunum. Ég mæti fyrsta athugula augnaráðinu við flatkökuhilluna. 6. október 2015 09:33
Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. 5. október 2015 10:11
Óeðlileg ást? Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. 5. október 2015 13:00
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun