Golfarinn glæfralegi segist vera lofthræddur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2015 20:50 Golfhöggið hefur farið út um allan heim. Samsett/Sigurður Hauksson „Ég er reyndar smá lofthræddur,“ segir hinn 19 ára gamli Sigurður Hauksson en glæfralegt golfhögg hans þar sem hann stendur á kletti í 984 metra hæð yfir sjávarmáli hefur vakið mikla athygli. Sigurður er eins og gefur að skilja áhugamaður um golfíþróttina en segist þó fyrst og fremst vera skíðamaður enda er hann í unglingalandsliði Íslands í skíðum. Hann hefur þó verið meiddur undanfarið og golfið hefur komið sterkt inn og er hann með Instagram-aðgang þar sem hann deilir svokölluðum „trick-shots“. „Ég hef verið að gera svona myndbönd en sá að margir aðrir voru alltaf að verða ýktari og ýktari í sínum myndböndum. Ég þurfti því að gera eitthvað klikkað, eitthvað sem enginn hafði gert áður.“Sigurður er ekki eingöngu hæfileikaríkur golfari heldur er hann einnig unglingalandsliðsmaður í skíðaíþróttum.Sigurður HaukssonFannst þetta alveg nógu hættulegt Það er óhætt að segja að það að sé örlítið klikkað að standa á steini sem er skorðaður á milli tveggja kletta í 984 metra hæð og vera að leika sér með golfkylfu og bolta. Þetta hefur þó vakið heimsathygli og fjölmiðlar á borð við Golf Digest og Golf Channel hafa fjallað um Sigurð en skotið hefur þó farið víðar. „Ég hef varla gert neitt annað en að svara tölvupóstum í dag. Ég talaði líka við morgunþátt í Japan sem ætlar að sýna skotið í morgunþættinum sínum á morgun.“ Sigurður er búsettur í Noregi en segist vera kominn í örlítinn vanda enda sé erfitt að toppa þetta högg. „Það er mjög erfitt að toppa þetta en ég verð að finna einhverja leið. Mér fannst þetta samt alveg nógu hættulegt.“ Tengdar fréttir Glæfralegt golfhögg Íslendings vekur heimsathygli - Myndband Sigurður Hauksson, 19 ára Íslendingur stóð í 984 metra hæð á hinum heimsþekkta steini Kjeragbolten í Noregi og tók létta sveiflu. 7. október 2015 23:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
„Ég er reyndar smá lofthræddur,“ segir hinn 19 ára gamli Sigurður Hauksson en glæfralegt golfhögg hans þar sem hann stendur á kletti í 984 metra hæð yfir sjávarmáli hefur vakið mikla athygli. Sigurður er eins og gefur að skilja áhugamaður um golfíþróttina en segist þó fyrst og fremst vera skíðamaður enda er hann í unglingalandsliði Íslands í skíðum. Hann hefur þó verið meiddur undanfarið og golfið hefur komið sterkt inn og er hann með Instagram-aðgang þar sem hann deilir svokölluðum „trick-shots“. „Ég hef verið að gera svona myndbönd en sá að margir aðrir voru alltaf að verða ýktari og ýktari í sínum myndböndum. Ég þurfti því að gera eitthvað klikkað, eitthvað sem enginn hafði gert áður.“Sigurður er ekki eingöngu hæfileikaríkur golfari heldur er hann einnig unglingalandsliðsmaður í skíðaíþróttum.Sigurður HaukssonFannst þetta alveg nógu hættulegt Það er óhætt að segja að það að sé örlítið klikkað að standa á steini sem er skorðaður á milli tveggja kletta í 984 metra hæð og vera að leika sér með golfkylfu og bolta. Þetta hefur þó vakið heimsathygli og fjölmiðlar á borð við Golf Digest og Golf Channel hafa fjallað um Sigurð en skotið hefur þó farið víðar. „Ég hef varla gert neitt annað en að svara tölvupóstum í dag. Ég talaði líka við morgunþátt í Japan sem ætlar að sýna skotið í morgunþættinum sínum á morgun.“ Sigurður er búsettur í Noregi en segist vera kominn í örlítinn vanda enda sé erfitt að toppa þetta högg. „Það er mjög erfitt að toppa þetta en ég verð að finna einhverja leið. Mér fannst þetta samt alveg nógu hættulegt.“
Tengdar fréttir Glæfralegt golfhögg Íslendings vekur heimsathygli - Myndband Sigurður Hauksson, 19 ára Íslendingur stóð í 984 metra hæð á hinum heimsþekkta steini Kjeragbolten í Noregi og tók létta sveiflu. 7. október 2015 23:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Glæfralegt golfhögg Íslendings vekur heimsathygli - Myndband Sigurður Hauksson, 19 ára Íslendingur stóð í 984 metra hæð á hinum heimsþekkta steini Kjeragbolten í Noregi og tók létta sveiflu. 7. október 2015 23:00