Golfarinn glæfralegi segist vera lofthræddur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2015 20:50 Golfhöggið hefur farið út um allan heim. Samsett/Sigurður Hauksson „Ég er reyndar smá lofthræddur,“ segir hinn 19 ára gamli Sigurður Hauksson en glæfralegt golfhögg hans þar sem hann stendur á kletti í 984 metra hæð yfir sjávarmáli hefur vakið mikla athygli. Sigurður er eins og gefur að skilja áhugamaður um golfíþróttina en segist þó fyrst og fremst vera skíðamaður enda er hann í unglingalandsliði Íslands í skíðum. Hann hefur þó verið meiddur undanfarið og golfið hefur komið sterkt inn og er hann með Instagram-aðgang þar sem hann deilir svokölluðum „trick-shots“. „Ég hef verið að gera svona myndbönd en sá að margir aðrir voru alltaf að verða ýktari og ýktari í sínum myndböndum. Ég þurfti því að gera eitthvað klikkað, eitthvað sem enginn hafði gert áður.“Sigurður er ekki eingöngu hæfileikaríkur golfari heldur er hann einnig unglingalandsliðsmaður í skíðaíþróttum.Sigurður HaukssonFannst þetta alveg nógu hættulegt Það er óhætt að segja að það að sé örlítið klikkað að standa á steini sem er skorðaður á milli tveggja kletta í 984 metra hæð og vera að leika sér með golfkylfu og bolta. Þetta hefur þó vakið heimsathygli og fjölmiðlar á borð við Golf Digest og Golf Channel hafa fjallað um Sigurð en skotið hefur þó farið víðar. „Ég hef varla gert neitt annað en að svara tölvupóstum í dag. Ég talaði líka við morgunþátt í Japan sem ætlar að sýna skotið í morgunþættinum sínum á morgun.“ Sigurður er búsettur í Noregi en segist vera kominn í örlítinn vanda enda sé erfitt að toppa þetta högg. „Það er mjög erfitt að toppa þetta en ég verð að finna einhverja leið. Mér fannst þetta samt alveg nógu hættulegt.“ Tengdar fréttir Glæfralegt golfhögg Íslendings vekur heimsathygli - Myndband Sigurður Hauksson, 19 ára Íslendingur stóð í 984 metra hæð á hinum heimsþekkta steini Kjeragbolten í Noregi og tók létta sveiflu. 7. október 2015 23:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
„Ég er reyndar smá lofthræddur,“ segir hinn 19 ára gamli Sigurður Hauksson en glæfralegt golfhögg hans þar sem hann stendur á kletti í 984 metra hæð yfir sjávarmáli hefur vakið mikla athygli. Sigurður er eins og gefur að skilja áhugamaður um golfíþróttina en segist þó fyrst og fremst vera skíðamaður enda er hann í unglingalandsliði Íslands í skíðum. Hann hefur þó verið meiddur undanfarið og golfið hefur komið sterkt inn og er hann með Instagram-aðgang þar sem hann deilir svokölluðum „trick-shots“. „Ég hef verið að gera svona myndbönd en sá að margir aðrir voru alltaf að verða ýktari og ýktari í sínum myndböndum. Ég þurfti því að gera eitthvað klikkað, eitthvað sem enginn hafði gert áður.“Sigurður er ekki eingöngu hæfileikaríkur golfari heldur er hann einnig unglingalandsliðsmaður í skíðaíþróttum.Sigurður HaukssonFannst þetta alveg nógu hættulegt Það er óhætt að segja að það að sé örlítið klikkað að standa á steini sem er skorðaður á milli tveggja kletta í 984 metra hæð og vera að leika sér með golfkylfu og bolta. Þetta hefur þó vakið heimsathygli og fjölmiðlar á borð við Golf Digest og Golf Channel hafa fjallað um Sigurð en skotið hefur þó farið víðar. „Ég hef varla gert neitt annað en að svara tölvupóstum í dag. Ég talaði líka við morgunþátt í Japan sem ætlar að sýna skotið í morgunþættinum sínum á morgun.“ Sigurður er búsettur í Noregi en segist vera kominn í örlítinn vanda enda sé erfitt að toppa þetta högg. „Það er mjög erfitt að toppa þetta en ég verð að finna einhverja leið. Mér fannst þetta samt alveg nógu hættulegt.“
Tengdar fréttir Glæfralegt golfhögg Íslendings vekur heimsathygli - Myndband Sigurður Hauksson, 19 ára Íslendingur stóð í 984 metra hæð á hinum heimsþekkta steini Kjeragbolten í Noregi og tók létta sveiflu. 7. október 2015 23:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Glæfralegt golfhögg Íslendings vekur heimsathygli - Myndband Sigurður Hauksson, 19 ára Íslendingur stóð í 984 metra hæð á hinum heimsþekkta steini Kjeragbolten í Noregi og tók létta sveiflu. 7. október 2015 23:00