Dansaði með stjörnum á NBC Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. maí 2015 11:00 Dansarinn Brynja Pétursdóttir tók þátt í dansviðburði í New York sem sýndur var á NBC-sjónvarpsstöðinni. Vísir Dansarinn Brynja Pétursdóttir er þessa dagana stödd í New York en þar kom hún meðal annars fram á stórum dansviðburði. „Ég er í árlegu tveggja mánaða ferðinni minni í New York og var valin til að dansa með tveimur frábærum dönsurum á Red Nose Day danceathon með Nick Cannon í Rockafeller Center. Þessu var sjónvarpað á NBC og við erum alveg í skýjunum með þetta brilljant tækifæri en þetta er söfnun fyrirgóðgerðarmál,“ segir Brynja um viðburðinn. Peningurinn sem safnast fer til barna og ungs fólks sem lifir í fátækt og er þetta 24 klukkustunda maraþon þar sem bandaríski leikarinn og rapparinn Nick Cannon fær til sín þekkt nöfn úr bransanum ásamt því að fjöldi hæfileikaríkra dansara kemur fram. „Þetta er tækifæri sem mann myndi annars bara dreyma um, það er ótrúlega gaman að taka þátt í svona stórum viðburði.“ Brynja hitti einn af sínum uppáhaldsdönsurum í fyrsta sinn, Tanishu Scott sem hefur unnið fólki á borð við Rihönnu, Aliciu Keys, Sean Paul og Beyoncé. „Lil' Kim mætti rétt eftir að við sýndum okkar atriði og von er á fleiri stjörnum,“ bætir Brynja við en hún rekur jafnframt eina street-dansskólann á Íslandi og fer árlega til New York til að dansa og stækka við sig. „Ég hef komið hingað árlega í 9 ár og er vel tengd senunni hér, mínir helstu kennarar eru allir héðan og dansmenningin hér er alveg mögnuð enda heimili alvöru street-dansins,“ útskýrir Brynja. Í ferðum sem þessum nýtir Brynja tímann eins vel og hægt er og er dagskráin þétt. „Þetta er brjálað prógramm því að fyrir utan danstímana á daginn fara street-dansarar á klúbba oft í viku, allir stílarnir fæðast á klúbbunum. Þar hittumst við öll og dönsum, án dropa af áfengi, því það er besti staðurinn til að æfa sig. Danshringirnir eru þar sem þú kynnir þig og sýnir þinn stíl og lærir af öðrum flottum dönsurum, þetta er mjög heillandi menning og ég veit ekki hvar ég væri ef ég héldi ekki þessari tengingu við New York.“ Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Dansarinn Brynja Pétursdóttir er þessa dagana stödd í New York en þar kom hún meðal annars fram á stórum dansviðburði. „Ég er í árlegu tveggja mánaða ferðinni minni í New York og var valin til að dansa með tveimur frábærum dönsurum á Red Nose Day danceathon með Nick Cannon í Rockafeller Center. Þessu var sjónvarpað á NBC og við erum alveg í skýjunum með þetta brilljant tækifæri en þetta er söfnun fyrirgóðgerðarmál,“ segir Brynja um viðburðinn. Peningurinn sem safnast fer til barna og ungs fólks sem lifir í fátækt og er þetta 24 klukkustunda maraþon þar sem bandaríski leikarinn og rapparinn Nick Cannon fær til sín þekkt nöfn úr bransanum ásamt því að fjöldi hæfileikaríkra dansara kemur fram. „Þetta er tækifæri sem mann myndi annars bara dreyma um, það er ótrúlega gaman að taka þátt í svona stórum viðburði.“ Brynja hitti einn af sínum uppáhaldsdönsurum í fyrsta sinn, Tanishu Scott sem hefur unnið fólki á borð við Rihönnu, Aliciu Keys, Sean Paul og Beyoncé. „Lil' Kim mætti rétt eftir að við sýndum okkar atriði og von er á fleiri stjörnum,“ bætir Brynja við en hún rekur jafnframt eina street-dansskólann á Íslandi og fer árlega til New York til að dansa og stækka við sig. „Ég hef komið hingað árlega í 9 ár og er vel tengd senunni hér, mínir helstu kennarar eru allir héðan og dansmenningin hér er alveg mögnuð enda heimili alvöru street-dansins,“ útskýrir Brynja. Í ferðum sem þessum nýtir Brynja tímann eins vel og hægt er og er dagskráin þétt. „Þetta er brjálað prógramm því að fyrir utan danstímana á daginn fara street-dansarar á klúbba oft í viku, allir stílarnir fæðast á klúbbunum. Þar hittumst við öll og dönsum, án dropa af áfengi, því það er besti staðurinn til að æfa sig. Danshringirnir eru þar sem þú kynnir þig og sýnir þinn stíl og lærir af öðrum flottum dönsurum, þetta er mjög heillandi menning og ég veit ekki hvar ég væri ef ég héldi ekki þessari tengingu við New York.“
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira