„Draumaviðskipti“ þar sem allir myndu græða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2015 13:07 Magnús Guðmundsson í dómsal og verjendurnir Gestur Jónsson og Kristín Edwald. vísir/stefán Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, taldi að engin áhætta væri fólgin í því fyrir bankann að lána þremur eignalitlum eignarhaldsfélögum milljónir evra í byrjun ágúst 2008. Lánin voru notuð sem eiginfjárframlög félaganna í öðru eignarhaldsfélagi, Chesterfield, sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank fyrir 130 milljónir evra en bréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir kaupin.Lá fyrir frá upphafi að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum Rúmum þremur vikum síðar fengu þessi sömu eignarhaldsfélög svo ný lán, í þetta sinn hjá Kaupþingi á Íslandi, svo þau gætu greitt upp lánin frá Kaupþingi Lúxemborg. Félögin voru í eigu nokkurra vildarviðskiptavina bankans, þeirra á meðal voru Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi Kaupþings, Skúli Þorvaldsson, Kevin Stanford og Karen Millen. Að sögn Magnúsar lá það fyrir frá byrjun að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum svo Chesterfield gæti keypt skuldabréfið af Deutsche. Þær upplýsingar hafi hann fengið hjá Hreiðari Má. Það hafi hins vegar ekki verið búið að samþykkja lán til félaganna hjá Kaupþingi þegar ganga átti frá kaupunum frá skuldabréfinu og því lánaði Kaupþing Lúxemborg tímabundið.„Kaupþingsdíll“ sem var „áhættulaus fyrir alla“ Magnús kallaði viðskiptin „Kaupþingsdíl“ þar sem hagsmunir bankans hafi verið miklir. Félögin hafi skuldað bankanum peninga og með skuldabréfaviðskiptunum hafi skapast hagnaðarvon en hagnaðurinn átti að renna til Kaupþings, að sögn Magnúsar. Þar með myndi bankinn fá skuldir greiddar sem annars hefðu tapast. Saksóknari vill meina að það hafi verið með engu tryggt að hagnaðurinn færi í raun og veru til bankans heldur hefðu félögin þrjú sem áttu Chesterfield getað hirt gróðann. Saksóknari spurði Magnús hvort að viðskiptin hefðu ekki einmitt verið áhættulaus fyrir félögin. „Ég leit svo á að þetta væru áhættulaus viðskipti fyrir alla,“ svaraði Magnús. Saksóknari spurði þá hvort þetta hefðu verið draumaviðskipti sem enginn myndi tapa á heldur allir græða. Svaraði Magnús því játandi. Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, taldi að engin áhætta væri fólgin í því fyrir bankann að lána þremur eignalitlum eignarhaldsfélögum milljónir evra í byrjun ágúst 2008. Lánin voru notuð sem eiginfjárframlög félaganna í öðru eignarhaldsfélagi, Chesterfield, sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank fyrir 130 milljónir evra en bréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir kaupin.Lá fyrir frá upphafi að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum Rúmum þremur vikum síðar fengu þessi sömu eignarhaldsfélög svo ný lán, í þetta sinn hjá Kaupþingi á Íslandi, svo þau gætu greitt upp lánin frá Kaupþingi Lúxemborg. Félögin voru í eigu nokkurra vildarviðskiptavina bankans, þeirra á meðal voru Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi Kaupþings, Skúli Þorvaldsson, Kevin Stanford og Karen Millen. Að sögn Magnúsar lá það fyrir frá byrjun að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum svo Chesterfield gæti keypt skuldabréfið af Deutsche. Þær upplýsingar hafi hann fengið hjá Hreiðari Má. Það hafi hins vegar ekki verið búið að samþykkja lán til félaganna hjá Kaupþingi þegar ganga átti frá kaupunum frá skuldabréfinu og því lánaði Kaupþing Lúxemborg tímabundið.„Kaupþingsdíll“ sem var „áhættulaus fyrir alla“ Magnús kallaði viðskiptin „Kaupþingsdíl“ þar sem hagsmunir bankans hafi verið miklir. Félögin hafi skuldað bankanum peninga og með skuldabréfaviðskiptunum hafi skapast hagnaðarvon en hagnaðurinn átti að renna til Kaupþings, að sögn Magnúsar. Þar með myndi bankinn fá skuldir greiddar sem annars hefðu tapast. Saksóknari vill meina að það hafi verið með engu tryggt að hagnaðurinn færi í raun og veru til bankans heldur hefðu félögin þrjú sem áttu Chesterfield getað hirt gróðann. Saksóknari spurði Magnús hvort að viðskiptin hefðu ekki einmitt verið áhættulaus fyrir félögin. „Ég leit svo á að þetta væru áhættulaus viðskipti fyrir alla,“ svaraði Magnús. Saksóknari spurði þá hvort þetta hefðu verið draumaviðskipti sem enginn myndi tapa á heldur allir græða. Svaraði Magnús því játandi.
Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira