Lífið

Sigraðist á krabbameini og söng Fight Song ásamt Rachel Platten

Atli Ísleifsson skrifar
Caly Bevier og Rachel Platten.
Caly Bevier og Rachel Platten. Mynd/Instagram
Hin sextán ára Caly Bevier söng lagið Fight Song ásamt söngkonunni Rachel Platten í spjallþætti Ellen Degeneres í síðustu viku.

Bevier sigraðist á krabbameini fyrir nokkru og segir að lagið hafi hjálpað sér í meðferðinni. Hún greindist með krabbamein í eggjastokkum þegar hún var fimmtán ára.

Ellen segist hafa séð myndband af Caly þar sem hún stóð upp á sviði og söng lagið og ákveðið að bjóða henni í þáttinn. Hafi henni þótt tilvalið að bjóða Platten í þáttinn þannig að þeir þær gæti flutt það saman.

Sjá má viðtalið við Bevier og flutninginn þeirra Platten að neðan.

This is going to melt your heart tomorrow.

A photo posted by Ellen (@theellenshow) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.