Hærri greiðslur og lengra fæðingarorlof Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 23. október 2015 07:00 Það er fátt gleðilegra en að eignast lítið barn. Fæðingarorlofinu er ætlað að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína og jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Þessum markmiðum er nú ógnað vegna fjárskorts. Árið 2008 tók 91% feðra fæðingarorlof en ekki nema 78% árið 2014. Auðvitað taka flestir foreldrar fæðingarorlof þrátt fyrir að tekjurnar lækki mikið en æ fleiri þurfa að stytta þann tíma eða sleppa því alfarið. Fjölskyldur með ungbörn njóta ekki náðar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hámarksgreiðslur fæðingarorlofsins eiga að standa í stað og verða 370.000 krónur á mánuði þriðja árið í röð. Hefði fæðingarorlofið ekki verið skert eftir Hrun væri það um 820.000 krónur í dag. Við í Samfylkingunni viljum hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi úr 370.000 kr. í 500.000 kr. á mánuði. Foreldrar eiga rétt á 80% af tekjum sínum í fæðingarorlofi upp að vissu hámarki. Með 500.000 króna hámarki væri tryggt að fólk með meðallaun nyti fullra réttinda. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir nýbakaða foreldra sem oft eru með þunga framfærslu og háan húsnæðiskostnað og eiga því erfitt með að lækka verulega í tekjum mánuðum saman. Þegar fæðingarorlofinu sleppir tekur oftast við erfitt tímabil. Þetta vita allir sem beðið hafa vongóðir eftir leikskólaplássi mánuðum saman og þurft að treysta á dýrari dagvistun þann biðtíma, ef hún er þá til staðar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lengdi fæðingarorlofið í 12 mánuði og átti sú lenging að taka að fullu gildi 1. janúar 2016. Hægri stjórnin hætti við lenginguna til að geta lækkað veiðigjöldin. Við í Samfylkingunni viljum lengja orlofið aftur í 12 mánuði og leggja þeim fjölmörgu sveitarfélögum lið sem vilja hjálpa fjölskyldum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt gleðilegra en að eignast lítið barn. Fæðingarorlofinu er ætlað að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína og jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Þessum markmiðum er nú ógnað vegna fjárskorts. Árið 2008 tók 91% feðra fæðingarorlof en ekki nema 78% árið 2014. Auðvitað taka flestir foreldrar fæðingarorlof þrátt fyrir að tekjurnar lækki mikið en æ fleiri þurfa að stytta þann tíma eða sleppa því alfarið. Fjölskyldur með ungbörn njóta ekki náðar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hámarksgreiðslur fæðingarorlofsins eiga að standa í stað og verða 370.000 krónur á mánuði þriðja árið í röð. Hefði fæðingarorlofið ekki verið skert eftir Hrun væri það um 820.000 krónur í dag. Við í Samfylkingunni viljum hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi úr 370.000 kr. í 500.000 kr. á mánuði. Foreldrar eiga rétt á 80% af tekjum sínum í fæðingarorlofi upp að vissu hámarki. Með 500.000 króna hámarki væri tryggt að fólk með meðallaun nyti fullra réttinda. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir nýbakaða foreldra sem oft eru með þunga framfærslu og háan húsnæðiskostnað og eiga því erfitt með að lækka verulega í tekjum mánuðum saman. Þegar fæðingarorlofinu sleppir tekur oftast við erfitt tímabil. Þetta vita allir sem beðið hafa vongóðir eftir leikskólaplássi mánuðum saman og þurft að treysta á dýrari dagvistun þann biðtíma, ef hún er þá til staðar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lengdi fæðingarorlofið í 12 mánuði og átti sú lenging að taka að fullu gildi 1. janúar 2016. Hægri stjórnin hætti við lenginguna til að geta lækkað veiðigjöldin. Við í Samfylkingunni viljum lengja orlofið aftur í 12 mánuði og leggja þeim fjölmörgu sveitarfélögum lið sem vilja hjálpa fjölskyldum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar